Fréttablaðið - 23.10.2019, Síða 14
453
milljarðar er virði Marels.
24%
stofnaðra fyrirtækja á árinu
2005 voru stofnuð af konum.
MARKAÐURINN
ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
Við viljum auðvitað ekki vera á þessum lista, og okkur finnst skömm að því, en ég hef trú
á því að við verðum f ljótt tekin af
honum,“ segir Unnur Gunnars
dóttir, forstjóri FME, í samtali við
Markaðinn. Ísland er sem kunnugt
er komið á gráan lista alþjóðlegu
samtakanna FATF vegna ófullnægj
andi aðgerða gegn peningaþvætti.
Vinna íslensk stjórnvöld nú að því
að koma því í lag sem FATF hefur
sett út á. Unnur segir að Fjármála
eftirlitið hafi staðið vaktina hvað
þetta varðar, þótt alltaf megi gera
betur og því verði niðurstaða FATF
ekki sérstaklega rakin til aðgerða
leysis af hálfu stofnunarinnar.
„Við getum alltaf gert betur en
það er ekkert sem við erum að naga
okkur í handarbökin yfir, síður en
svo. Við hvílum ágætlega vel í okkar
skinni vegna þess að við höfum haft
strangt eftirlit með aðgerðum gegn
peningaþvætti um langt skeið. Því er
þó ekki að neita að ábendingar FATF
hafa haft áhrif á vinnu okkar síðustu
misseri. Við höfum til að mynda lagt
meira í vettvangs athuganir sem
beinast sérstaklega að aðgerðum
gegn peningaþvætti.“
Unnur var á meðal þeirra fulltrúa
íslenskra stjórnvalda sem sóttu fund
FATF í París í síðustu viku þar sem
ákvörðunin var tekin. Hún segir að
mörg ríki hafi sýnt Íslandi skilning.
„Mér fannst margir tjá sig um, og
gera það af sannfæringu, að Ísland
væri ekki ógn við f jármögnun
hryðjuverka og peningaþvætti í
heiminum, og þetta væru of harðar
aðgerðir. Aðrir sögðu að þetta væri
einfaldlega niðurstaðan eftir hlut
lægt mat fagaðila,“ segir Unnur. „Ég
held að það hafi ekki verið margir á
þessum fundi sannfærðir um að við
værum ósamvinnuþýtt ríki í þess
um efnum, eða að heimsbyggðinni
stæði ógn af okkur. En við erum að
súpa seyðið af því hvað við komum
illa út úr úttektinni 2017.“
Spurð hvort FME þurfi að róa
erlendar stofnanir vegna niðurstöð
unnar svarar Unnur að hún viti ekki
til að það sé sérstök þörf á því. „Eins
og komið hefur fram í fjölmiðlum
verða af leiðingarnar ekki skelfi
legar. Það geta komið upp ófyrirséð
vandamál á einhverjum sviðum en
aðallega hefur þetta að gera með
áreiðanleikakannanir þegar stofnað
er til viðskipta erlendis. Þá þarf að
fara fram svokölluð aukin áreiðan
leikakönnum sem þýðir að ferlið
getur verið fyrirhafnarmeira en
ella,“ segir Unnur. -tfh
FME hafi ekki ástæðu til
að naga sig í handarbökin
Unnur
Gunnarsdóttir
Sterkt og gott
samband
Nánar á vodafone.is/fyrirtaeki
Ekkert mál hjá
Vodafone
Það skiptir okkur máli að vera í góðu
sambandi 24 tíma sólarhringsins.
Ég þarf bara að biðja um það sem
þarf og Vodafone sér um restina.
Erlendir fjárfestingasjóðir, sem komu margir fyrst inn í hluthafahóp Marels í útboði í júní,
hafa að undanförnu keypt í félaginu
um 22 milljónir hluta að nafnvirði,
eða fyrir um 13 milljarða króna
miðað við núverandi gengi bréfa.
Þetta má lesa út úr gögnum
greiningarfyrirtækisins Morning
star sem heldur utan um eignarhluti
erlendra eignastýringarfélaga sem
eiga bréf í Marel í gegnum kauphöll
ina í Amsterdam. Tuttugu stærstu
félögin á lista Morningstar áttu
samanlagt um 90 milljónir hluta í
Marel í lok september en það jafn
gildir um 12 prósenta eignarhlut.
Ekki er hægt að fullyrða hvort
þessi aukna fjárfesting sjóðanna
í Marel sé á milli mánaða eða nái
aðeins lengra aftur í tímann. Á
meðal þeirra sem hafa bætt hvað
mest við sig í Marel eru sjóðir í
stýringu Blackrock en eignastýring
arrisinn var hornsteinsfjárfestir í
útboði félagsins. Aðrir sjóðir í hluta
hafahópnum eru meðal annars á
vegum Investec, SEI Investments,
Threadneedle, Baron, BAMCO,
Miton, AXA Investment Managers,
Vanguard og Janus Henderson. – hae
Kaupa í Marel fyrir 13 milljarða He l m i n g i f æ r r i konur en karlar hafa stofnað nýtt fyrirtæki á síðustu 15 árum en hlutdeild k venna í
stofnun fyrirtækja hefur þó vaxið
töluvert á tímabilinu. Þetta er á
meðal þess sem kemur fram í nýrri
skýrslu Reykjavík Economics sem
var unnin fyrir Íslandsbanka en
hún verður kynnt í dag á fundi sem
bankinn stendur fyrir.
„Hlutdeild kvenna kemur á óvart,
sérstaklega í ljósi þess að ferðaþjón
ustu hefur vaxið fiskur um hrygg á
síðustu árum. Það er fagnaðarefni
að hlutdeild kvenna sé að vaxa
en það má gera enn betur. Stjórn
völd kynntu á dögunum nýsköp
unarstefnu sína og má því velta
fyrir sér hvort tilefni sé til þess að
rannsaka frekar hvaða ástæður
geti legið að baki og skoða hvernig
fjölga megi konum í sjálfstæðum
atvinnurekstri,“ segir Magnús Árni
Skúlason, hagfræðingur Reykjavík
Econonimcs, sem tók saman ýmsar
tölur sem varpa ljósi á stöðu og
þróun nýsköpunar á Íslandi.
Á árunum 2005 til 2019 voru
stofnuð 79.022 fyrirtæki á Íslandi.
Þar af stofnuðu konur 24.775 fyrir
tæki, eða tæplega þriðjung af heild
arfjöldanum. Hlutdeild kvenna í
stofnun fyrirtækja nam aðeins 24
prósentum á árinu 2005. Á næstu
árum óx hún hratt og náði hápunkti
í um 35 prósentum árið 2014. Á
árunum 2015 til 2017 fór hlutdeildin
niður í 32 prósent en tók síðan aftur
við sér og nemur hún tæplega 35
prósentum það sem af er árinu 2019.
Í skýrslunni er líftími fyrir
tækja eftir stofnári tekinn saman.
Tæplega þriðjungur af þeim fyrir
tækjum sem voru stofnuð árið 2005
hafaorðið gjaldþrota fram til ársins
2019 en eðli málsins samkvæmt
lækkar hlutfallið eftir því sem nær
dregur árinu 2019. Frá árinu 2009
hefur rúmlega fimmtungur þeirra
fyrirtækja sem voru stofnuð það ár
orðið gjaldþrota.
„Það er áhugavert að sjá áhættuna
af því að stofna fyrirtæki svart á
hvítu og kannski má segja sem
svo að það séu að minnsta kosti
fjórðungslíkur á að fyrirtæki verði
gjaldþrota eftir nokkurra ára skeið.
Það undirstrikar mikilvægi þess að
sýna umburðarlyndi gagnvart fólki
sem er að stofna fyrirtæki og reyna
að skapa ný tækifæri og störf. Það
mistekst í mörgum tilvikum sam
kvæmt þessum tölum.“
Þá varpar Magnús þeirri spurn
ingu fram hvort lágvaxtaumhverfið
sem Vesturlönd búa við í dag muni
stuðla að aukinni fjárfestingu í
nýsköpun.
„Vextir hafa farið lækkandi úti í
heimi og hér á Ísland. Við erum að
horfa fram á að hér verði nýtt vaxta
stig sem ekki hefur þekkst áður. Þá
geta lífeyrissjóðir ekki treyst á að
fjárfesta bara í ríkisskuldabréfum
og íbúðabréfum. Þeir gætu í aukn
um mæli farið að beina fjármunum
í nýsköpun og áhættumeiri fjár
festingar,“ segir Magnús.
„Vandi nýsköpunarfyrirtækja á
Íslandi hefur verið að erfitt er að
komast út úr vaxtarfasanum og
yfir í næsta fasa. Það krefst jafnan
verulegs fjármagns. Ef við tökum
tónlistarveituna Spotify sem dæmi
þá hefði það fyrirtæki aldrei náð að
blómstra hér á landi vegna þess að
það reiddi sig á gríðarmikla fjár
muni til að ná forskoti á markað
inum. Slíkir peningar hefðu aldrei
verið í boði á Íslandi.“
thorsteinn@frettabladid.is
Helmingi færri konur
stofnuðu fyrirtæki
Helmingi færri konur en karlar hafa stofnað fyrirtæki á síðustu 15 árum sam-
kvæmt nýrri skýrslu um nýsköpun. Hlutdeild kvenna vaxið töluvert á tíma-
bilinu. Reynslan sýnir að fjórðungslíkur eru á að fyrirtæki verði gjaldþrota.
Skýrslan verður kynnt á fundi Íslandsbanka um frumkvöðla og nýsköpun í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
2 3 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN
2
3
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
1
0
-1
F
4
0
2
4
1
0
-1
E
0
4
2
4
1
0
-1
C
C
8
2
4
1
0
-1
B
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K