Fréttablaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 17
TM, Síðumúla 24, 108 Reykjavík · 515 2000 · tm.is Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. boðar til hluthafafundar í félaginu sem haldinn verður miðvikudaginn 13. nóvember 2019 kl. 16:00 í fundarsal félagsins að Síðumúla 24, Reykjavík, 4. hæð. Dagskrá Um tillögu samkvæmt dagskrárlið 1 Félagið hefur samið við Klakka ehf. um kaup á öllu hlutafé Lykils fjármögnunar hf. og kaupsamningur þess efnis var undirritaður þann 10. október 2019. Viðskiptin eru háð samþykki Fjármálaeftirlitsins, Samkeppniseftirlitsins, svo og samþykki hluthafafundar í Tryggingamiðstöðinni hf. Stjórn félagsins leggur til að hluthafar samþykki kaup félags- ins á öllu hlutafé Lykils fjármögnunar hf. enda er það álit stjórnar að viðskiptin séu félaginu hagfelld. Um tillögu samkvæmt dagskrárlið 2 Lögð er fyrir fundinn svohljóðandi tillaga um breytingar á samþykktum félagsins: a. 1. gr. samþykktanna hljóði svo: „Félagið er hlutafélag. Nafn þess er TM hf.“ b. 3. gr. samþykktanna hljóði svo: „Tilgangur félagsins er eignarhald á hlutum í félögum á sviði fjármála-, lána- og fjárfestingastarfsemi, vátryggingastarfsemi og annars skylds reksturs. Enn fremur eignarhald og rekstur fasteigna, eigin fjárfestingarstarf- semi og þjónusta við dótturfélög.“ Um tillögu samkvæmt dagskrárlið 3 Til að fjármagna kaup á Lykli fjármögnun hf. leggur stjórn til að henni verði veitt heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 125.000.000 að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta. Tillaga stjórnar felur í sér að hluthafar hafi forgangsrétt til nýrra hluta sem verða gefnir út á grundvelli heimildarinnar í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og samþykktir félagsins. Efnt verður til almenns hlutafjárútboðs til að safna áskriftum að hinum nýju hlutum þar sem núverandi hluthafar njóta forgangsréttar í samræmi við hlutafjáreign sína en almennum fjárfestum verður gefinn kostur á að skrá sig fyrir þeim hlutum sem forgangsréttarhafar nýta sér ekki. Í útboðsferlinu er stjórninni veitt heimild til að ákvarða útboðsgengi hluta, áskriftar- og greiðslufresti og sölureglur að öðru leyti. Arion banka hf. verður falið að hafa umsjón með útboðinu sem mun fara fram jafnskjótt og útboðslýsing hefur verið gerð og skylt er gefa út í tengslum við útboðið. Í tillögu stjórnar felst jafnframt breyting á samþykktum félagsins á þann veg að við þær bætist eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða: „Stjórn félagsins er heimilt að auka hlutafé félagsins um allt að kr. 125.000.000 að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta. Hluthafar njóta forgangs til áskriftar að hinum 1. Tillaga um samþykki fyrir ákvörðun stjórnar félagsins um kaup á öllu hlutafé í lánafyrirtækinu Lykill fjármögnun hf. 2. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins. nýju hlutum i samræmi við hlutafjáreign sína en almennum fjárfestum verður gefinn kostur á að skrá sig fyrir þeim hlutum sem forgangsréttarhafar nýta sér ekki. Andvirði hlutafjáraukningarinnar skal notað til fjármögnunar á kaupum félagsins á öllu hlutafé Lykils fjármögnunar hf. Stjórn félagsins ákveður útboðsgengi þessara hluta, sölu- reglur, fresti til áskriftar og fresti til greiðslu þeirra. Stjórn félagsins skal heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum félagsins í tengslum við útgáfuna. Heimild þessi fellur úr gildi eigi síðar en 31. mars 2021.“ Um dagskrárlið 4 Hluthafar hafa heimild til að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fundinum og skal kröfu þar um fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun sem berast skal stjórn félagsins skrif- lega eða rafrænt á netfangið stjorn@tm.is í síðasta lagi 3. nóvember næstkomandi. Nánar um fundinn og framkvæmd hans Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð á eyðublaði eða í samræmi við eyðublað sem aðgengilegt er á vef félagsins, tm.is/fjarfestar. Rafrænt umboð skal sent félaginu á netfangið stjorn@tm.is áður en fundur hefst. Ekki verður unnt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Óski hluthafi að taka fyrir fram þátt í atkvæðagreiðslu skriflega og fá sendan atkvæðaseðil skal hann gera skriflega kröfu þar um til félagsins eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn. Að auki er unnt að greiða atkvæði á skrifstofu félagsins á venjulegum opnunartíma (kl. 09:00 til 16:00) til og með þriðjudeginum 12. nóvember 2019, en fyrir lokun þann dag skal einnig skila þangað útsendum atkvæðaseðlum. Nánar fer um atkvæðagreiðsluna og gildi atkvæða samkvæmt henni eftir reglum félagsins um atkvæðagreiðslu utan hlut- hafafundar, settum af stjórn félagsins 18. desember 2013. Dagskrá hluthafafundarins og tillögur sem fyrir hann verða lagðar, svo og aðrar nauðsynlegar upplýsingar um fundinn má finna á vef félagsins (www.tm.is/fjarfestar). Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á fundinn á fundarstað hálfri klukkustund áður en hann hefst og fengið fundargögn afhent. Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. HLUTHAFAFUNDUR Í TRYGGINGAMIÐSTÖÐINNI HF. 13. NÓVEMBER 2019 3. Tillaga um heimild stjórnar til að hækka hlutafé í félaginu. 4. Önnur mál löglega fram borin. 5M I Ð V I K U D A G U R 2 3 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 MARKAÐURINN Íslenska heilbrigðistækni­fyrirtækið SidekickHealth er komið í samstarf við lyfjarisann Pfizer sem mun meðal annars fela í sér þróun á svokallaðri stafrænni heil­ brigðis meðferð við reykingum. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur og býður upp á enn fleiri tækifæri með Pfizer og öðrum lyfjafyrirtækjum. Það að vera með Pfizer sem samstarfsaðila gefur okkur gæðastimpil í öðrum samningaviðræðum,“ segir Tryggvi Þorgeirsson, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum Sidekick­ Health. Fyrirtækið hefur þróað staf­ ræna heilbrigðismeðferð, þar sem tækninni er beitt til að bæta með­ ferð fólks með langvinna sjúkdóma svo sem sykursýki, bólgusjúkdóma og hjarta­ og æðasjúkdóma. Frétta­ blaðið greindi frá því í sumar að Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, og tengdir fjárfestar hefðu lokið við hundrað milljóna króna innspýtingu í Side­ kickHealth en fjárfestahópurinn hefur lagt fyrirtækinu til hundruð milljóna frá stofnun þess. Stefnt er að því að sækja nýtt hlutafé á næsta ári til að fjármagna áframhaldandi vöxt. Tryggvi segir að stafræn heil­ brigðismeðferð feli í sér mikinn ávinning fyrir sjúklinga í lyfjameð­ ferð. Hann vísar til þess að í vor hafi SidekickHealth verið notað sam­ hliða lyfjameðferð í fyrsta sinn. Niðurstaðan var sú að sjúklingar fundu fyrir meiri orku, leið betur og þeir voru virkir alla meðferðina. Þá voru þeir betur í stakk búnir til að takast á við þær áskoranir sem fylgja sjúkdómnum. „Lyfjafyrirtækin sjá einnig hag sinn í að veita stafræna heilbrigðis­ meðferð. Við erum að sjá heilbrigðis­ tryggingakerfið færast meira og meira í átt að því sem kallast „value­ based reimbursements“ sem þýðir að lyfjafyrirtækin þurfa á hverju ein­ asta ári að rökstyðja lyfjaverð gagn­ vart kaupendum sínum með því að sýna fram á að lyfin bæti heilsu og líðan sjúklinga,“ segir Tryggvi.  „Með því að tengja lyfjameðferð­ ina við tól eins og SidekickHealth, sem tekur á öllum þeim lífsstíls­ þáttum sem lyfin sjálf ná ekki að taka á, eykst árangurinn af lyfja­ meðferðinni.“ Ætla má að stórfyrirtæki á borð við Pfizer fái fjölda fyrirspurna og tilboða um samstarf. Aðspurður segir Tryggvi að forsenda fyrir því að landa samningi við Pfizer hafi verið öll sú rannsóknar­ og þróun­ arvinna sem liggur að baki Side­ kickHealth. Í kjölfar beta­útgáfu forritsins árið 2015 var ráðist í klínískar rannsóknir sem sýndu góðar niðurstöður og voru fyrstu niðurstöður kynntar á vísindaþingi í Bandaríkjunum árið 2017. „Það að þróa stafræna heil­ brigðismeðferð er dálítið eins og að þróa lyf vegna þess að ferlið er bæði kostnaðarsamt og tíma­ frekt. Það eru meira en 300 þús­ und heilsuöpp á markaðnum en aðeins örfá bjóða upp á stafræna heilbrigðismeðferð sem byggist á rannsóknum. Við hefðum aldr­ ei komist í samstarf við Pfizer án þess að vera með góða vöru sem er sannreynd með klínískum rann­ sóknum. Það var algjör lykilfor­ senda,“ segir Tryggvi. Þá vísar hann til þess að í nýlegri úttekt alþjóð­ lega matsfyrirtækisins Orcha, sem metur smáforrit í heilbrigðisgeir­ anum, var SidekickHealth í efsta 0,1 prósentinu hvað gæði varðar. thorsteinn@frettabladid.is Hefja samstarf við lyfjarisann Pfizer Íslenska tæknifyrirtækið SidekickHealth er komið í samstarf við þriðja stærsta lyfjafyrirtæki heims. Þróa stafræna heilbrigðismeð- ferð við reykingum. Mikill ávinningur af slíku samstarfi fyrir lyfjafyrirtæki sem og sjúklingana. Ný hlutafjáraukning á næsta ári. Tryggvi Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Sidekick. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 3 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 1 0 -4 1 D 0 2 4 1 0 -4 0 9 4 2 4 1 0 -3 F 5 8 2 4 1 0 -3 E 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.