Fréttablaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 18
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
2 3 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN
Framtakssjóðurinn Inn-viðir fjárfestingar, sem er að stærstum hluta fjármagnaður af lífeyr-issjóðum, hefur eignast 67 prósenta hlut í Verð-
bréfamiðstöð Íslands samhliða um
300 milljóna króna hlutafjáraukn-
ingu í félaginu. Fyrir í hluthafa-
hópnum eru lífeyrissjóðir, Arion
banki og Íslandsbanki auk einka-
fjárfesta sem fara með um átta pró-
senta hlut.
„Fyrirtækið er fullfjármagnað
eftir hlutafjáraukninguna og mun
hefja starfsemi á næstu mánuðum.
Segja má að við séum á f lugbraut-
inni og munum brátt taka á loft,“
segir Sigþrúður Ármann, stjórnar-
formaður Verðbréfamiðstöðvar-
innar. Hún er jafnframt stofnandi
og framkvæmdastjóri Exedra sem
er umræðuvettvangur fyrir konur
í pólitík, opinbera geiranum og
atvinnulífinu.
„Það er einkar ánægjulegt að fá
Innviði, sem samanstanda af um 20
lífeyrissjóðum, í hluthafahópinn,“
segir Sigþrúður.
Þetta er önnur fjárfesting sjóðsins
en í haust keypti hann 13 prósenta
hlut í HS Veitum. Innviðum er stýrt
af Summu rekstrarfélagi í samstarfi
við Ursus, fjárfestingafélag Heiðars
Guðjónssonar, forstjóra Sýnar.
Erla Hrönn Aðalgeirsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, bendir
á að verðbréfamiðstöð sé kerfislega
mikilvægur fjármálainnviður því
hún tengi saman fjármálamarkaði
og fjármálafyrirtæki með uppgjöri
verðbréfaviðskipta.
Verðin hækkuðu verulega
Hvers vegna var farið af stað með að
stofna Verðbréfamiðstöð?
Fyrir á markaðnum er fyrirtæki
sem er í eigu Nasdaq OMX-sam-
stæðunnar.
Sigþrúður: „Tilgangur félagsins
er að koma á samkeppni á markaði
sem í dag ríkir algjör einokun á og
lækka þann háa kostnað sem inn-
heimtur hefur verið af þjónustu
við rafræn verðbréf. Verðin höfðu
hækkað verulega frá árinu 2006.
Viðskiptavinir höfðu falast eftir
verðlækkunum en ekki haft erindi
sem erfiði. Því var látinn slagur
standa og komið á fót verðbréfa-
miðstöð til að tryggja samkeppni
og val viðskiptavina á markaðnum.
Við sjáum fram á að markaðurinn
hafi möguleika á því að spara tugi
milljóna með tilkomu Verðbréfa-
miðstöðvar Íslands.“
Erla Hrönn: „ Markaðurinn
hefur nú þegar notið góðs af til-
komu Verðbréfamiðstöðvarinnar
því keppinauturinn hefur lækkað
verðið þrisvar sinnum frá stofnun
fyrirtækisins. Og reksturinn er ekki
enn hafinn.“
Sigþrúður: „Það sýnir enn og
aftur hvað samkeppni er samfélag-
inu mikilvæg.“
Erla Hrönn: „Okkar markmið er
að veita viðskiptavinum skilvirka
og örugga þjónustu á samkeppnis-
hæfum verðum. Eignarhaldið er
íslenskt, líkt og það var þegar Verð-
bréfaskráning Íslands var upphaf-
lega stofnuð árið 1997 og starfsemi
félagsins lýtur eftirliti innlendra
eftirlitsaðila.“
OMX, sem rak verðbréfamarkaði
á Norðurlöndum og Eystrasalts-
ríkjunum, keypti Kauphöllina og
Verðbréfaskráningu Íslands árið
2006. Síðar fóru alþjóðlegu fyrir-
tækin Nasdaq og OMX saman í
eina sæng snemma ársins 2008
og var nafninu þá breytt í Nasdaq
verðbréfamiðstöð. Samstæðan
rekur átta kauphallir og verðbréfa-
miðstöðvar.
Fjögur ár í undirbúningi
Hvað er langt síðan undirbúningur
hófst við að koma fyrirtækinu á fót?
Erla Hrönn: „Starfsemi Verð-
bréfamiðstöðvar Íslands hefur verið
í undirbúningi í fjögur ár. Fyrir-
tækið var stofnað síðla árs 2015. Að
Eru á flugbrautinni
eftir fjögurra ára vinnu
Verðbréfamiðstöð Íslands er fullfjármögnuð eftir hlutafjáraukningu. Innviðir
er með meirihluta í félaginu að henni lokinni. Ekki tókst að knýja fram gjald-
skrárlækkanir og því var ákveðið að stofna aðra verðbréfamiðstöð.
Erla Hrönn Aðalgeirsdóttir er framkvæmdastjóri Verðbréfamiðstöðvar Íslands og Sigþrúður Ármann er stjórnarformaður. Erla segir að umsókn um starsfleyfi keppinautarins hafi verið nokkrar blaðsíður. „Okkar umsókn var yfir þúsund blaðsíður.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
mörgu þarf að huga og það þarf að
vanda vel til verka.“
Hvað er verðbréfamiðstöð?
Sigþrúður: „Hafa ber í huga að
kauphöll og verðbréfamiðstöð eru
ekki það sama. Það er tvennt ólíkt.
Þar fyrir utan eru þetta tvö aðskilin
fyrirtæki með tvö starfsleyfi.“
Erla Hrönn: „Kauphöll er mark-
aðstorg þar sem viðskipti með verð-
bréf fara fram. Hlutverk verðbréfa-
miðstöðva er að annast uppgjör
viðskiptanna samkvæmt fyrirmæl-
um og tryggja að peningar og verð-
bréf skipti um hendur á réttum tíma
þannig að réttindi þeirra sem eiga
raf bréf séu tryggð á hverjum tíma.
Verðbréfamiðstöð rekur uppgjör-
skerfi fyrir raf bréf svo sem skulda-
bréf og hlutabréf, hlut deildar-
skírteini sjóða og víxla. Þannig
eru viðskipti sem eiga sér stað í
kauphöll gerð upp eftir ákveðnum
reglum og ferlum.
Hlutverk verðbréfamiðstöðvar er
að vera vettvangur fyrir útgáfu raf-
bréfa. En útgáfa raf bréfa fer oftast
þannig fram að reikningsstofnun
eða þátttakandi í verðbréfamiðstöð
óskar eftir fyrir hönd útgefanda að
gefa út raf bréf.
Það er síðan verðbréfamiðstöðv-
ar að tryggja að þær útgáfur sem
skráðar eru séu eins og kveðið er á
um og allar forsendur og réttindi
séu réttar, það er tryggja þarf heil-
indi útgáfu.
Samkvæmt lögum um rafræna
skráningu verðbréfa er þannig gert
ráð fyrir að skráning verðbréfamið-
stöðvar á bréfunum hafi tiltekin
réttaráhrif í för með sér þar sem hún
veitir hinum skráða eiganda lög-
formlega heimild fyrir réttindum
samkvæmt bréfinu og hefur þar
með áhrif á forgangsröðun ósam-
rýmanlegra réttinda.
Verðbréf og aðrar útgáfur þurfa
ekki að vera skráðar í kauphöll til
að það sé akkur í skráningu í verð-
bréfamiðstöð. Því fylgir til dæmis
hagræði að hlutabréf séu skráð raf-
rænt bæði fyrir hluthafana sjálfa
og hlutafélagið, meðal annars til
að tryggja eignarrétt hluthafa á
hverjum tíma og aðgang félagsins
að hluthafalista.
Að lokum er það eitt af hlutverk-
um verðbréfamiðstöðvar að halda
verðbréfareikninga. Verðbréf sem
skráð eru á verðbréfareikninga hjá
fjármálafyrirtæki eru raunverulega
hýst hjá verðbréfamiðstöð, en þátt-
takendur í verðbréfamiðstöð, sem
þá eru fjármálafyrirtæki og aðrir
samkvæmt lögum, hafa umsjón
með þeim. Það myndast ákveðin
keðja.“
Arðsemiskröfu stillt í hóf
Hvernig getur Verðbréfamiðstöð
Íslands boðið betra verð en stórt
alþjóðlegt fyrirtæki sem starfað
hefur á markaðnum lengi?
Sigþrúður: „Fyrirtækið er rekið
með lítilli yfirbyggingu. Við horfum
í hverja krónu án þess að það komi
niður á öryggi og lipurri þjónustu til
að geta boðið upp á góð verð.“
Erla Hrönn: „Öðrum verkefnum
en þeim sem sérhæfðir starfsmenn
á sviði uppgjöra, útgáfuþjónustu og
þekkingar á tölvukerfinu sinna, er
útvistað. Má þar nefna tækniþjón-
usta, bókhald og lögfræðiráðgjöf.“
Sigþrúður: „Arðsemiskröfunni
er jafnframt stillt í hóf. Keppi-
nauturinn hefur hagnast veru-
lega á umliðnum árum og greitt
sér myndarlegan arð. Þegar allt
kemur til alls eru það eigendur
verðbréfa sem greiða fyrir þessa
þjónustu.“
Blaðamaður valdi af handahófi
ársreikning Nasdaq verðbréfamið-
stöðvar fyrir árið 2015 og nýjasta
ársreikninginn sem er fyrir síðasta
2
3
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
1
0
-4
6
C
0
2
4
1
0
-4
5
8
4
2
4
1
0
-4
4
4
8
2
4
1
0
-4
3
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K