Fréttablaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 40
Sparaðu allt að 50-70%!
info@fedaszdental.huHafðu samband:
+ 36 70 942 9573 www.tannlaeknathjonusta.is
Fyrir
Eftir
Tannlækningar í Ungverjalandi
Ný ljóðabók Fríðu Ísberg er Leður-jakkaveður en fyrri ljóðabók hennar Slitförin og smá-sagnasafnið Kláði
vöktu mikla athygli. Fríða segir
ljóðin ort á tveggja ára tímabili.
„Rétt áður en Slitförin kom út þá
höfðum við maðurinn minn f lúið
til Seyðisfjarðar til að reyna að
lifa á einhverjum hundrað þúsund
köllum. Þá var ég að skrifa Kláða.
Eiríkur Örn Norðdahl sendi mér
skilaboð og spurði hvort ég vildi
koma á ljóðahátíð í Bergen en fyrir
hana þurfi ég að skrifa tuttugu blað-
síður af ljóðum. Ég var nýbúin að
skila af mér Slitförinni en átti ein-
hverja munaðarleysingja í skúffu.
Þá kom jarðvegurinn fyrir þessa
bók í bálki. Núna er ég að skrifa
skáldsögu og í febrúar fannst mér
ég komin í hnút og allt var í hræri-
graut í hausnum á mér. Ég fór mikið
í göngutúra og sund og til urðu ljóð.
Þá lagði ég skáldsöguna aðeins til
hliðar og fór að yrkja og fylla upp í
þennan bálk.“
Í töffaraham
Bókin skiptist í þrjá kafla: 1. p. – 2. p.
og Við. Um þessa skiptingu segir
Fríða: „Ljóðmælandinn er að átta
sig á einhvers konar tvískiptingu,
að annar helmingur hans fangi
hugsun og kjarna og hinn helming-
urinn bregðist við utanaðkomandi
áreiti. „Ég“ er þá innra sjálf og „þú“
er hvernig ég sé mig, samanber að
þegar þú horfir í spegil þá sérðu
þig eins og einhverja aðra mann-
eskju. Mér fannst mjög áhugavert
að athuga hvort ég gæti gert lítið
verk sem snerist bara um þessa tog-
streitu á milli ég-sins og þú-sins og
hvort hægt væri að ná sáttum þar.
Þriðji kaf li heitir Við og þá er
komin einhver önnur niðurstaða,
kannski að það sé engin niðurstaða,
kannski að það sé engin tvískipting
heldur margskipting. Við erum lag-
skipt, undir einu lagi leynist annað
og svo framvegis.“
Viðkvæmni og þörf fyrir að verja
sig eru áberandi umfjöllunarefni
í bókinni. „Það er hluti af mann-
legu eðli að vilja verja sig,“ segir
Fríða. „Stundum verður þessi vörn
að varnarsókn. Þú-ið í bókinni er
þannig, í útrás, í töffaraham. Þetta
er leðurjakkinn. Það er líka áhuga-
vert að skoða þetta út frá sam-
félaginu. Áður en hrunið varð þá
var okkur kennt siðferði sem fólst í
því að við ættum að vaða áfram og
öskra eftir því sem við vildum fá. Í
einstaklingshyggjunni er alfa sið-
ferðið allsráðandi. „Fake it till you
make it“ siðferði.
En eins og gerist alltaf þegar
samfélag fer út í öfgar þá kom mót-
vægiskrafa um eitthvað allt annað.
Nú lifum við aðrar öfgar. Við erum
að fara frá því að sýna ekki neitt
yfir í að sýna allt. Þetta hefur gerst
á innan við tíu árum og er mjög
áhugavert. Allir biðja um einlægni,
sannleika og meiri samkennd og
vilja fá að vera gallaðir og að þurfa
ekki að skammast sín fyrir það.
Auðvitað þurfum við að sýna
eitthvert jafnvægi. Það er ótrúlega
erfitt fyrir allar manneskjur að
berskjalda sig þó svo krafan sé slík.
Það er ekki sanngjörn krafa og ekki
heldur heilbrigð að maður sé alltaf
að gera það.“
Reyni að gefa til baka
Þótt Fríða hafi ekki gefið út margar
bækur á hún þegar ótal aðdáendur
og nokkuð öruggt er að fjölga á eftir
í þeim hópi. Spurð um velgengnina
segir hún: „Áður en fyrri bækur
mínar komu út var ég algjörlega að
fara yfir um. Ég var eins og hauslaus
hæna í bæði skiptin. Ég vissi að ég
gæti ekki unnið meira í bókunum
en fannst þetta samt ekki vera nógu
gott.
Frá mínum bæjardyrum séð
hefur þetta allt gerst hægt og rólega.
Allt í einu segir fólk: Vá, hvað þetta
er að ganga vel. Ég heyri mjög sjald-
an hvað fólk er að segja úti í bæ. Ég
heyri frá vinum og fjölskyldu en það
er ekki endilega réttur mælikvarði
hvað fólki sem stendur manni mjög
nærri finnst.
Ég er afskaplega þakklát fyrir
plássið sem er búið að gefa mér. Ég
reyni að gefa til baka því það eru
f leiri ungar konur sem eiga líka
skilið pláss. Ef maður tekur bara
plássið og gefur ekki til baka þá held
ég að maður lokist inni.“
Togstreita milli ég og þú
„Það er hluti af mannlegu eðli að vilja verja sig.“ FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Fríða Ísberg sendir
frá sér nýja ljóða-
bók þar sem meðal
annars er fjallað
um tvískiptingu.
Segist þakklát
fyrir plássið sem
hún hefur fengið.
Vinnur nú að
skáldsögu.
Leiklestrafélagið í sam-v innu v ið Þjóð-l e i k h ú s i ð o g
Kristbjörgu Kjeld,
stendur fyrir viða-
mik illi dagsk rá
í Þ jó ðl e i k hú s -
k ja l l a r a nu m á
næstu vikum. Þrjú
verk Guðmundar
Steinssonar verða
leik lesin en verk-
efninu er ýtt úr vör
með sérstöku kvöldi þar
sem lífi og starfi Guðmundar eru
gerð skil. Fjöldi listamanna ætlar
að heiðra minningu skáldsins
með þessum hætti. Guð-
mundur Steinsson var
fæddur 19. apríl 1925
en lést 15. júlí 1996.
Hann var einn helsti
leikritahöfundur á
Íslandi á ofanverðri
20. öld.
Alls verða þrjú
verk Guðmu nd a r
lesin, Þjóðhátíð í leik-
stjórn Sveins Einarssonar,
Stundarfriður í leikstjórn
Benedikts Erlingssonar og Kattholt
í leikstjórn Stefáns Baldurssonar.
Leiklestrar á helstu verkum
Guðmundar Steinssonar í
Þjóðleikhúskjallaranum
Stundarfriður Guðmundar er eitt af hans þekktari verkum.
Dagskráin
26. okt. kl. 16.00
Mælt fyrir minni skálds
Lífshlaup og ferill Guðmundar
Steinssonar sem leikskálds
kynntur með brotum úr verkum
skáldsins og viðtölum við hann
og Kristbjörgu Kjeld. Leikarar og
lesarar : Arnar Jónsson, Edda Arn-
ljótsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir,
Kristbjörg Kjeld, Sigurður Sigur-
jónsson og Sigurður Skúlason.
Umsjón er í höndum Maríu Krist-
jánsdóttur og Þórunnar Sigríðar
Þorgrímsdóttir. Ljósameistari
verður Páll Ragnarsson
27. okt. kl. 16.00 og 29. okt.
kl. 19:30
Þjóðhátíð
Þjóðhátið er einn af eldri leikjum
Guðmundar og hefur einu sinni
verið fluttur á sviði, fyrir fimmtíu
árum. Þar endurspeglast andrúm
eftirstríðsáranna og deilurnar
um herstöðvar á Íslandi, en ofið
inn í spennandi fjölskyldudrama.
Leikstjóri er Sveinn Einarsson
en leikarar eru Ragnheiður Elva
Arnardóttir, Jakob Þór Einarsson,
Guðrún Bjarnadóttir, Hlynur Þor-
steinsson og Alexander Dantes
Erlendsson.
31. okt. kl. 19.30
Stundarfriður
7. nóv. kl. 16.00
Kattholt
Guðmundur
Steinsson.
MÉR FANNST MJÖG
ÁHUGAVERT AÐ
ATHUGA HVORT ÉG GÆTI GERT
LÍTIÐ VERK SEM SNERIST BARA
UM ÞESSA TOGSTREITU Á MILLI
ÉG-SINS OG ÞÚ-SINS OG HVORT
HÆGT VÆRI AÐ NÁ SÁTTUM
ÞAR.
2 3 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R16 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
2
3
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
1
0
-2
9
2
0
2
4
1
0
-2
7
E
4
2
4
1
0
-2
6
A
8
2
4
1
0
-2
5
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K