Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.10.2019, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 28.10.2019, Qupperneq 2
Veður Hæg breytileg átt, en vestan 8-13 m/s á annesjum norðaustanlands. Rignir vestanlands annað kvöld. Hiti 0 til 4 stig að deginum, vægt frost í á N- og A-landi. Frost víða 3 til 8 stig í nótt. SJÁ SÍÐU 16 Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA VERÐ FRÁ 179.900 KR. 31. OKTÓBER | 12 DAGAR NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS/GOLF ALICANTE Götudanshátíð í Iðnó Einar Örn og Hiroumi á stofnfundinum. MYND/AÐSEND ÍÞRÓT TIR Íslenskur stuðnings- mannaklúbbur baskneska knatt- spyrnuliðsins Athletic Bilbao var nýlega stofnaður. Formaðurinn er Einar Örn Sigurdórsson, eigandi RVK Brewing Co., og munu klúbbs- félagar koma þar saman til þess að fylgjast með leikjum liðsins í spænsku deildinni. Athletic Bilbao er lið með mikla sögu og var eitt af sigursælustu lið- unum á Spáni á fyrri hluta síðustu aldar. Liðið er mjög sérstakt að því leyti að einungis þeir sem eru af baskneskum uppruna mega spila fyrir það. „Ég hef hrifist af menningu Baska og Bilbaoborgar. Þeir Baskar sem ég hef hitt eru ákaflega vinalegt og gott fólk,“ segir Einar. Einar kynnt- ist liðinu fyrir ekki svo löngu síðan í gegnum vini og hyggst fara á sinn fyrsta leik bráðlega. Helstu and- stæðingarnir í Baskalandi eru Real Sociedad en Einar segist ekki leggja fæð á þá. Það sem er einna athyglisverðast við Athletic Bilbao eru tengsl liðs- ins við menninguna. „Þeir leggja áherslu á að leikmennirnir lesi bók- menntir. Í liðinu er leshringur þar sem lesnar eru baskneskar bækur, bæði til yndisauka og til þess að gera leikinn fallegri,“ segir Einar. Þetta verður endurspeglað hér á Íslandi því á fundum stuðnings- mannaliðsins verður lesið upp úr baskneskum fagurbókmenntum. Liðið hefur hvorki unnið deild- ina né bikarinn í 35 ár, en árið 1984 vann það tvennuna svokölluðu. Síðan þá hafa þeir oftast verið í miðjumoði en aldrei fallið. Einar hefur fulla trú á að liðið geti aftur keppt við risana, Barcelona og Real Madrid. Aðspurður um uppáhalds leik- manninn segir Einar það vera Artiz Aduriz, hinn 38 ára gamla fram- herja sem raðað hefur inn mörkum fyrir liðið á undanförnum árum. „Þrátt fyrir að hann sé eldgamall þá stendur hann enn fyrir sínu og skoraði meðal annars frábært mark úr hjólhestaspyrnu gegn Barcelona núna í haust.“ Það mark koma á lokamínútunum og tryggði liðinu sigur gegn Spánarmeisturunum. Um 20 manns hafa boðað sig í stuðningsmannaklúbbinn. Á stofn- fundinn mætti Hiroumi Keimatsu, heiðursfélagi úr japanska stuðn- ingsklúbbi liðsins, og Einar á von á því að samstarf verði á milli þeirra, hugsanlega varðandi ferðir á leiki. „Mér skilst að Bilbao-ingar taki þessum erlendu klúbbum sínum með kostum og kynjum þegar þeir koma í heimsókn. Við hlökkum til þess,“ segir hann. kristinnhaukur@frettabladid.is Tengsl fótboltans og bókmenntanna sterk Nýlega var stofnaður íslenskur stuðningsmannaklúbbur Athletic Bilbao. For- maðurinn segir að menningin muni spila stóra rullu, líkt og hjá liðinu sjálfu. Hann hefur fulla trú á að liðið geti á ný aftur keppt við risa spænskrar knattspyrnu. Í liðinu er leshring- ur þar sem lesnar eru baskneskar bækur, bæði til yndisauka og til þess að gera leikinn fallegri. Einar Örn Sigurdórsson, formaður stuðningsmannaklúbbs Athletic Bilbao á Íslandi Æxli endir á þróun VÍSINDI „Til þessa hafa vísinda- menn mest rannsakað krabba- meinið sjálft, en það er enda- punktur í löngu þróunarferli sem á sér stað innan líkamans. Til að skilja uppruna krabbameinsins erum við að skoða heilbrigðan vef og hvernig stökkbreytingar safnast upp í honum áður en krabbameinið breytir öllu umhverfinu,“ segir Sigurgeir Ólafsson, doktorsnemi í erfðafræði við Cambridge-háskóla. „Allar frumur líkamans safna stökkbreytingum eftir því sem við eldumst og þær leiða að lokum til krabbameins.“ Sigurgeir er einn tuttugu- og þriggja höfunda greinar um ristil- krabbamein sem birtist nýverið í vísindatímaritinu Nature. Niðurstöðurnar byggja á rað- greiningu hundraða sýna sem tekin voru úr ristli 42 einstaklinga. Vísindamennirnir sýndu að stofn- frumur í heilbrigðum ristli safna að meðaltali 44 stökkbreytingum á ári og að stærsti hluti þeirra er tilkominn vegna tíðra frumu- skiptinga í vefnum. Þá sýndu þeir að um 1 prósent frumnanna hafa að minnsta kosti eina þekkta krabba- meinsstökkbreytingu og hafa þannig stigið fyrsta skrefið í átt að æxlismyndun. – ab STJÓRNSÝSLA Forsætisráðherra hefur vísað meintum leka úr Seðla- bankanum til RÚV til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Greint var frá þessu fyrst í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Samherja gegn Seðlabankanum var óskað eftir skýringum Seðlabank- ans á hvernig á því stóð að frétta- menn RÚV vissu af húsleit hjá Sam- herja árið 2012 áður en hún hófst. Í svari Seðlabankans frá því í apríl sagði að búið væri að kanna tölvupósthólf seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra en þar hefði ekkert fundist sem benti til leka. Við frekari athugun hafi komið í ljós að Ingibjörg Guðbjartsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri gjald- eyriseftirlitsins, var í samskiptum við RÚV í rúman mánuð fyrir hús- leitina. Engar trúnaðarupplýsingar sé þó að finna í póstunum. – ab Meintur leki til RÚV til lögreglu Stærsta street danshátíð ársins, Street Dans Einvígið, fór fram í Iðnó um helgina. Ýmsir gestakennarar, þar á meðal frumkvöðull í hipp- hopp dansi frá New York, voru á staðnum. Á föstudaginn kepptu 10 til 15 ára, í gær kepptu 16 ára og eldri. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Til að skilja upp- runa krabbameins- ins erum við að skoða heilbrigðan vef og hvernig stökkbreytingar safnast upp í honum. Sigurgeir Ólafsson +PLÚS 2 8 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 7 -A B 0 C 2 4 1 7 -A 9 D 0 2 4 1 7 -A 8 9 4 2 4 1 7 -A 7 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.