Fréttablaðið - 28.10.2019, Page 8

Fréttablaðið - 28.10.2019, Page 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Ekki má líta fram hjá því að vaxandi fasteigna- gjöld eiga sinn þátt í hækkandi leiguverði og hafa því íþyngjandi áhrif á þá sem eru á leigu- markaði. Mörg dæmi eru um að hlutir hafi gerst sem þarf að huga að strax en þá hefur fólk þurft að bíða þar til daginn eftir og jafnvel lengur. Það er að sjálfsögðu ekki boðlegt. EKKERT BRUDL Bónus Lambakjöt í karrísósu 1 kg - Verð áður 2.298 kr. kr./stk.1.998 Foreldað Aðeins að hita Réttur mánaðarins Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins Á fundi borgarráðs lagði ég til að Félagsbústaðir hafi á heimasíðu sinni neyðarnúmer fyrir við-haldsþjónustu sem hægt er að hringja í utan hefðbundins opnunartíma skrifstofu. Félagsbústað- ir eru hlutafélag sem sér um eignarhald og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis á vegum borgarinnar. Félagsbústaðir þurfa sem rekstraraðilar leigu- húsnæðis að sinna ýmsum skyldum gagnvart leigj- endum. Meginreglan, skv. 19. gr. húsaleigulaga, er sú að leigusali annist viðhald á húsnæði. Þá hvílir einnig á leigjanda sú skylda að tilkynna leigusala án tafar um atriði sem þarfnast lagfæringar og viðhalds, sbr. 2. mgr. 29. gr. Leigusali skal auk þess framkvæma viðgerðir og viðhaldsvinnu eins f ljótt og auðið er, sbr. 1. mgr. 21. gr. Ef óvænt atvik koma upp á hjá leigjendum þarf neyðar- og viðbragðsþjónusta að vera til staðar. Ef rafmagn slær út eða lagnir springa verða leigj- endur að geta sett sig í samband við Félagsbústaði strax. Þetta kallar á að hafa starfsmann á vakt sem getur brugðist við í slíkum neyðartilfellum á kvöldin og um helgar. Margir leigjendur eru eldra fólk og öryrkjar sem eiga ekki möguleika á að bregðast við að sjálfsdáðum þegar upp koma neyðartilfelli er varða húsnæðið. Þá þurfa úrræði að vera til staðar. Mörg dæmi eru um að hlutir hafi gerst sem þarf að huga að strax en þá hefur fólk þurft að bíða þar til daginn eftir og jafnvel lengur. Það er að sjálfsögðu ekki boðlegt. Að hafa neyðarþjónustu er hluti af eðlilegri þjónustu hjá leigufélagi sem vill sinna leigjendum sínum vel. Neyðarþjónusta sem þessi er líka til þess fallin að fyrirbyggja tjón á eignum félagsins. Margir leigjendur Félagsbústaða hafa deilt reynslu sinni af óvæntum atvikum tengdum húsnæðinu sem valdið hafa þeim uppnámi og áhyggjum. Þessi breyting yrði því til hagsbóta fyrir leigjendur og ekki síður fyrir Félagsbústaði. Neyðarnúmer fyrir leigjendur Félagsbústaða Í sumar sem leið barst sú frétt að heildarmat íbúða á landinu verði sex prósentum hærra næsta ár en á yfirstandandi ári. Fram kom að hækkun á heildarmati fasteigna sé hóflegri en varð á milli áranna 2017 og 2018, sem þá varð hátt í 13 prósent, að atvinnufasteignum með- töldum. Misjafnt er á milli landshluta hvernig matið fyrir næsta ár breytist. Í fréttatilkynningu sem Þjóð- skrá sendi af þessu tilefni segir að meðal annars sé byggt á þinglýstum kaupsamningum við gerð þess. En það er ekki eina forsendan, því fram kemur að matið byggi á fjölmörgum öðrum þáttum sem áhrif hafa á verðmæti fasteigna. Ekki kemur nánar fram hverjir þessir fjölmörgu þættir eru. Nú gæti verið ástæða til að fagna því að verðmæti fasteigna fólks sé hækkandi. En á fasteignamati er önnur hlið, því það er grundvöllur skattlagningar hins opinbera. Tekjustofnar sveitarfélaga eru útsvar, fram- lag úr jöfnunarsjóði og fasteignaskattur. Sá skattur er lagður á eigendur fasteigna sem hlutfall af fasteigna- mati. Sveitarfélög hafa þó svigrúm til að ákveða hvert þetta hlutfall er. Að auki leggja sveitarfélögin á fast- eignaeigendur holræsagjald, vatnsgjald, sorpgjald auk lóðarleigu, sem samtals myndar álögð fasteignagjöld. Nýlega efndu Félag atvinnurekenda, Húseigendafé- lagið og Landssamband eldri borgara til fundar um fasteignagjöld. Í ályktun þessara aðila var lagt að sveitarfélögum að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda. Í ályktuninni er á það bent að skatt- lagning verði að byggja á sanngirni og réttlæti. Þá kemur einnig fram að skattlagningin uppfylli ekki þá kröfu að skattgreiðandinn skilji hvernig skatturinn er reiknaður út. Hérlendis er fasteign að jafnaði uppistaðan í ævi- sparnaði fólks. Þá fasteign hefur fólk keypt með því að spara fé af launum sínum, eftir að þau hafa verið skattlögð, og lánum, með tilheyrandi vöxtum og kostnaði. Þegar svo við bætist ógagnsæ skattlagning þessarar eignar á grundvelli verðmætis sem fáir skilja hvernig er reiknað, er varla nema eðlilegt að fara fram á að þessari skattlagningu sé haldið eins hóflegri og mögulegt er. Ekki má líta fram hjá því að vaxandi fast- eignagjöld eiga sinn þátt í hækkandi leiguverði og hafa því íþyngjandi áhrif á þá sem eru á leigumarkaði. Þá er samspil aukinna álaga og hækkandi fasteignaverðs almennt íhugunarefni. Í ályktuninni segir að vand- ræðalaust sé að taka upp annað og gagnsærra viðmið við álagninguna. Fasteignamat sé aðallega gjaldstofn fyrir álögur, en sé að öðru leyti til lítils gagns. Þá sé mannfrekt að halda því úti. Bent er á að styðjast megi við brunabótamat til að þjóna sama markmiði. Undir þetta er tekið. Skattlagning fasteigna er snar liður í fjármögnun sveitarfélaga en um hana þarf að vera friður. Það er brýnt að taka til endurskoðunar hvernig staðið er að skattlagningu fasteigna hérlendis. Ógagnsæ fasteignagjöld Jón Þórisson jon@frettabladid.is Takk fyrir ekkert Takk, kæra Blaðamanna- félag, fyrir að hafa aldrei sagt orð við þeirri gamalkunnu list íslenskra auglýsenda að hóta stórum og smáum miðlum auglýsingabanni þegar fréttaf lutningur hentar ekki pólitíkinni þeirra. Takk fyrir að hafa setið hjá þótt fjölmiðlum sé hótað gjald- þroti vegna af hjúpana sem auglýsendum falla ekki í geð. Takk fyrir að álykta gegn blaðakonum þegar stórfyrir- tæki beitir krafti sínum í þágu mannréttinda og jafnréttis. Takk fyrir ekkert. Banki bjargar fjölmiðlum Að því sögðu, það hafa stór orð verið látin falla í tengslum við breytta stefnu Íslands- banka um að auglýsa ekki hjá fjölmiðlum með skökk kynjahlutföll. Hafa margir varað við því að þetta geti haft slæm áhrif á fjölmiðla, sérstaklega ef f leiri fyrirtæki feta sömu braut. Það þarf alls ekki að vera. Samkvæmt tölum um starfsfólk Facebook og Google, sem á YouTube, er yfirgnæfandi hluti starfs- manna þeirra karlkyns. Myndi það hreinlega bjarga íslenskum fjölmiðlum ef Íslandsbanki og önnur stór- fyrirtæki hættu að auglýsa hjá þeim. adalheidur@frettabladid.is arib@frettabladid.is 2 8 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 2 8 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 7 -C D 9 C 2 4 1 7 -C C 6 0 2 4 1 7 -C B 2 4 2 4 1 7 -C 9 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.