Fréttablaðið - 28.10.2019, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 28.10.2019, Blaðsíða 9
Anylett sæng Fyllt með Holofiber trefjum Þyngd 1000 gr Verð 4.990.- Night & Day sæng Fyllt með sílíkonhúðuðum dúntrefjum Þyngd 1700 gr Verð: 5.990.- Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | eddaehf@eddaehf.is | eddaehf.is Allir velkomnir Gámasala einungis þessa daga: Mánud. 28. okt – föstud. 1. nóv Opið frá kl 9-17 Einstakt tækifæri Anylett koddi Þriggjalaga kælikoddi með viscogeli og smáfiðri Þyngd 800gr Verð kr. 1.890.- Fabilous dúnkoddi Fylltur með 20% andadún og 80%smáfiðri Þyngd 850gr Verð: 2.190.- Tilvalin jólagjöf Arctic dúnsæng Fyllt með 90% andadún og 10% smáfiðri Þyngd 950gr Verð: 21.990.- Thule dúnsæng Fyllt með 90% andadún og 10% smáfiðri Þyngd 650gr Verð: 13.990.- Margir á mínum aldri hafa átt ömmur og afa — og eiga kannski enn — sem ólust upp í torfbæ. Það er semsagt ekki lengra síðan að torfbæir voru mjög algengur húsakostur fólks. Þar bjó fólk við lækjarnið og fugla- söng með kusur í haga. Kynslóð foreldra okkar er almennt sú fyrsta sem fæddist í stórum stíl á mölinni, eftir að foreldrar þeirra höfðu yfir- gefið heimahagana og flutt úr sveit í borg. Reykjavík varð til með öllum sínum verslunum, veitingastöðum, úthverfum, djammi. Rokktónlist kom. Diskó. Pönk. Fólk eignaðist sjónvörp. Fólk fór að hafa það kósí í krumpugöllum. Blandaði sér asna fyrir mat. Fór til Costa del Sol. Fór yfirum. Eða ekki. Lifði kannski bara hamingjusamlega við aukin lífsgæði, betri húsakost og meiri þægindi. Keypti sér þvottavél og þurrkara, brauðrist og vídeótæki. Horfði á Dallas. Ég held að það vilji stundum gleymast hvað saga veruleikans sem við búum við er í raun stutt. Amma í torf bæ. Mamma á mölinni. Svo maður sjálfur, 47 ára Reykvíkingur uppá dag. Þessi tímaás spannar um hundrað ár. Einhvers staðar í miðj- unni byrja Rolling Stones að gera allt brjálað, hár ungmenna síkkar og hömluleysis- og uppreisnarbylgja í krafti betri aðbúnaðar þorra fólks fer eins og glimmersprengja um heimsbyggðina. Ráðherrar í stuði Mick Jagger er ennþá hress. Sá stór- mynnti ærslabelgur syngur enn með Stones út um allar koppagrundir og minnir okkur á að stuðið er ekki búið. Hvílíkir brauðryðjendur. Hvílíkar breytingar. Það var engin önnur Rolling Stones til á undan Rolling Stones. Þeir voru fyrstir. Rétt áður en maður fæddist varð þessi sprengja. Stuðið hófst. Í þessu menningarsögulega sam- hengi kýs ég að skoða fréttir síðustu viku um það að ríkisstjórn Íslands hyggist grípa til ráðstafana til að einfalda alls konar regluverk. Smá í anda rokksins — ekki mikið samt — gáfu þau Þórdís Kolbrún og Kristján Þór í skyn að þau vildu helst brenna allar þessar reglugerðir þar og þá. Ráðherrarnir sátu þó á sér. Líklega hefði þurft að einfalda reglugerðir áður um brunavarnir. En ég lagði við hlustir. Mér finnst þetta svolítið áhugavert. Ég er enginn frjálshyggju- maður en mér finnst ég þó geta tengt nokkuð sterkt við þetta markmið ráðherranna. Má ekki aðeins slaka? Spyrna varð við Sjáiði til. Ég held að þegar fólkið semsagt f lutti á mölina og fór að láta meira og minna eins og brjál- æðingar, skiljanlega — frelsinu og nýfengnum upphituðum húsum fegið — hafi það tekið grandvara embættismenn og riddara réttra verkferla nokkur ár að fatta að þetta auðvitað gengi ekki. Það yrði að setja öllum þessum sjálfskipuðu byggingarmeisturum skorður. Smiðum, pípurum og rafvirkjum. Öllum þessum stórhuga athafna- skáldum. Öllum þessum stóryrtu fjölmiðlamönnum. Ungmennum. Foreldrum. Bílstjórum. Hjólreiða- mönnum. Partíhöldurum. Kokkum. Gæludýraeigendum. Hótelstjórum. Ekki gekk að undirleggja sam- félagið fúski. Ákveða varð breidd stiga í nýbyggingum upp á senti- metra, dýpt svala og millibil rimla í handriði. Kveða varð á um staðsetn- Má slaka? ingu motta við anddyri á vinnustöð- um og skilgreina upp á hár muninn á einföldum og tvöföldum romm í kók. Annars færi hér allt í klessu. Úrelt veröld Ég aðhyllist svolítið Hegelískar kenningar um að gangur sögunnar sé eins og pendúll sem sveif last hægt og ákveðið fram og til baka. Undanfarin hundrað ár hefur hann sveiflast frá tíðindalitlu torfbæjar- líferni við lækjarnið yfir í rokk og frjálsræði. Viðbrögðin við rokki og frjálsræði urðu síðan viss forræðis- hyggja. Reglugerðir voru settar. Ég held að það sé engin ástæða til að býsnast yfir því. Líklega þurfti að kippa í taumana. Á einhverjum ára- tugum hefur pendúllinn sveiflast til baka yfir í meiri almenna yfirvegun. Menntun hefur aukist. Upplýsingar liggja út um allt. Við sem ólumst upp við partíhöld fyrstu kynslóðar á mölinni og urðum vitni að sjón- vörpunum fara úr svarthvítu í lit, og sáum Cliff Barnes úr Dallas koma til landsins og tala um að það gæti verið sniðugt fyrir fólk að fara kannski í svokallaða áfengismeðferð til að ná tökum á lífinu, við höfum lært eitt- hvað á þessu öllu saman. Það þarf að taka ábyrgð á sjálfum sér. Ekki vera fáviti. Ég held að gott samfélag sé frjálst samfélag. Þar sem fólki er treyst, þar er gott að vera. En ég held að það geti líka meira en vel verið að samfélag sé misvel í stakk búið að höndla frelsi. Þá er spyrnt við. Nú er runninn upp sá tími, líklega, að reglugerðirnar eru margar orðnar furðulegar. Þær eru úreltar. Þær storka skynsem- inni. Þær aftra vel meinandi fólki. Núna má fara að treysta meira aftur. Fólkinu fyrir húsunum sínum, fyrir fyrirtækjum sínum, staðsetningu mottanna, breidd stiganna og magni vodka í asna. Sem enginn reyndar fær sér lengur. Talandi um breytta tíma. Hann heit- ir núna Moscow Mule. Guðmundur Steingrímsson Í DAG S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M Á N U D A G U R 2 8 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 2 8 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 1 7 -B E C C 2 4 1 7 -B D 9 0 2 4 1 7 -B C 5 4 2 4 1 7 -B B 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.