Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.10.2019, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 28.10.2019, Qupperneq 10
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT HETJA HELGARINNAR Christian Pulisic Spilar í treyju númer 22 sem við Íslendingar tengjumst sterkum böndum en Eiður Smári lék í sex tímabil í þeirri merku treyju. Hann er fæddur 18. september 1998 og á króatískan afa. Hann segir sjálfur að það megi bera nafnið sitt fram eins og Króatar gera venjulega en einnig að bandarískum sið. Hann styður New York Jets í NFL en Phila­ delphia 76ers í NBA deildinni. Hann er frábær leik­ maður en auðvitað á hann margt eftir ólært, hann er jú aðeins 21 árs. En hann hefur æft vel og sýnt öllum að hann sé góður í fótbolta. Hann sýndi það líka á vellinum og ég vona að þetta veiti honum sjálfstraust fyrir komandi leiki – sem ég er sannfærður um. Frank Lampard knattspyrnustjóri Chelsea Það eru teikn á lofti um að Lampard sé ekki sann­ færður um Pulisic. Hann hefur sagt bandaríska leikmanninum að hann verði að bæta sig á æfingum. „Hann hefur ekki verið að spilað eins vel og hann hefði viljað. En gegn Ajax var hann geggjaður og alltaf þegar hann kom við boltann gerðust góðir hlutir. Það er gríðar­ lega gott fyrir Frank Lampard og fjölgar í vopnabúri hans. Owen Hargreaves ENSKI BOLTINN Að skora hina full­ komnu þrennu er ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi, þ.e.a.s. að skora með hægri fæti, þeim vinstri og með hausnum. Alls hefur 31 leikmaður gert það á 28 tímabilum í ensku úrvalsdeildinni. Þegar listinn er skoðaður má sjá að kunnugleg nöfn sem höfðu marka­ nef, eins og sá besti, Alan Shearer, er ekki að finna þarna. Ekki heldur Wayne Rooney eða Harry Kane. Robbie Fowler gerði það þó þrisvar, takk fyrir. Christian Pulisic, leikmaður Chelsea, bættist í þennan glæsilega hóp á laugardaginn þegar hann skoraði eftirminnilega þrennu þó það sé hægt að deila um hvort hann hafi skorað síðasta markið með öxlinni eða hausnum. En hann var frábær líkt og aðrir miðjumenn Chelsea í leiknum. Pulisic kom til Chelsea í janúar frá Dortmund fyrir gríðarlega mikinn pening og var lánaður strax aftur þar sem hann kláraði tíma­ bilið. Margir hafa beðið eftir að sjá hvað guttinn gæti en hann hefur verið nánast í frystikistunni hjá Frank Lampard frá því hann kom til liðsins. En nú leystist eitthvað úr læðingi og stjarna hans skein skært á Turf Moor, heimavelli Burnley. Pulisic er fæddur 1998 í Hershey í Pennsylvaníu þar sem eitt allra besta súkkulaði heims rennur af færibandinu á hverjum degi. For­ eldrar hans eru Kelly og Mark sem bæði spiluðu fótbolta í George Mason háskólanum. Faðir hans var stjarna í innanhússbolta, eins magnað og það er, með Harris­ burg Heat. Snemma varð ljóst að Pulisic væri efnilegur og hann smitaðist af fótboltaáhuganum þegar fjölskyldan bjó í eitt ár í Englandi. Þá var hann sjö ára. Fjölskyldan fór á nokkra leiki í enska boltanum, meðal annars hjá Manchester United og Tottenham. Hann hélt þessum áhuga og vakti athygli út f yrir landsteinana. Honum var boðið að æfa á Spáni, Englandi og í Þýskalandi. Hjá Dort­ mund leist fjölskyldunni best á aðstæður og áætlanir og samdi við félagið. Þá var Pulisic 15 ára. Faðir hans fór með og þjálfaði yngstu iðkendur félagsins. Ferill Pulisics fór snemma á f lug og í vetrarfríinu árið 2016 var hann kallaður í aðalliðið til Thomas Tuc­ hel og fór með því til Dúbaí. Þá var hann búinn að skora 10 mörk og gefa átta stoðsendingar í 15 leikjum með U19 ára liðinu. Í Dúbaí þótti hann strax sýna takta og í apríl sama ár skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir félagið. Hann var þar með yngsti erlendi markaskorar­ inn í Bundesligunni og sá fjórði yngsti frá upphafi. Hann var 17 ára og 212 daga gamall. Hann var þrjú ár hjá Dortmund, lék 81 leik og skoraði 10 mörk og var orðinn stór­ stjarna heima fyrir. Stóru félögin fóru að banka á dyrnar og fylgjast með gutta og Chelsea keypti hann í janúar á 58 milljónir punda. Hann var dýrasti leikmaður Bandaríkj­ anna. Pulisic var æstur í að byrja feril­ inn hjá Chelsea og stytti sumar­ fríið sitt um viku til að koma og hitta nýja liðsfélaga. Hann hringdi í nýja stjórann Frank Lampard og tilkynnti honum áætlanir sínar. Þá var hann nýbúinn að klára Gullbikarinn með landsliðinu þar sem liðið tapaði úrslitaleik gegn Mexíkó. Lífið í ensku úrvalsdeildinni hefur þó verið erfitt fyrir guttann og þótt verðmiðinn sé hár og Pul­ isic ein skærasta, ef ekki skærasta, knattspyrnustjarna heimalands­ ins, hefur Lampard verið spar á að nota hann. Eftir landsleik með Bandaríkjunum í september komu þrír leikir í röð þar sem hann sat á bekknum. Svo kom deildabikar­ leikur gegn Grimsby þar sem hann spilaði 90 mínútur en var síðan settur á bekkinn gegn Brighton. Gegn Lille í Meistaradeildinni komst hann ekki í hópinn og eðli­ lega voru menn og konur tengdir guttanum áhyggjufullir. En hlutirnir eru f ljótir að breyt­ ast í fótbolta. Pulisic var frábær þegar hann kom inn á gegn Ajax í Meistaradeildinni í síðustu viku og þrenna núna um helgina hefur sýnt fólki hvað þessi rúmlega tvítugi Bandaríkjamaður getur í fótbolta. Chelsea hefur ek k i tapað í undan förnum sjö leikjum og spila­ mennska liðsins hefur þótt mjög góð þó varnarleikurinn sé alltaf dálítið spurningarmerki. Næst fær Chelsea heimaleik gegn Manchest­ er United í deildabikarnum áður en liðið fer í ökuferð um London til að kíkja á granna sína í Watford. benediktboas@frettabladid.is Drengurinn frá höfuðborg súkkulaðisins Christian Pulisic, leikmaður Chelsea, skoraði hina fullkomnu þrennu um helgina þegar liðið vann Burnley. Pulisic hefur átt erfitt uppdráttar frá því hann kom til Lundúna en sér nú fram á bjartari tíma. Í undanförnum leikjum hefur hann sýnt af hverju Chelsea borgaði svo mikið fyrir kappann. 31 leikmaður hefur skorað hina fullkomnu þrennu í ensku Úrvalsdeild- inni. Robbie Fowler, Sergio Aguero og Yakubu eru þeir einu sem hefur tekist að gera það oftar en einu sinni. Pulisic er aðeins annar Bandaríkjamaðurinn til að skora þrennu í deildinni. Hinn var Clint Dempsey sem gerði það árið 2012. 2 8 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 7 -B 9 D C 2 4 1 7 -B 8 A 0 2 4 1 7 -B 7 6 4 2 4 1 7 -B 6 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.