Fréttablaðið - 31.10.2019, Síða 10

Fréttablaðið - 31.10.2019, Síða 10
Það er áleitin spurning hvort ekki sé skynsamlegt fyrir hið opinbera, kannski sérstaklega ríkissjóð, að slaka á markmiðum um mikla lækkun skulda í árferði eins og nú ríkir og huga frekar að því að auka fjárfestingar sem nýtast samfélag- inu til framtíðar. Þetta segir Hag- fræðideild Landsbankans í nýrri hagspá sinni. „Opinberar skuldir hafa minnkað mikið á síðustu árum,“ segir Hag- fræðideildin. Stefnt er að því að heildarskuldir hins opinbera verði komnar undir 30 prósent af vergri landsframleið í lok ársins. „Til þess að ná þessum mark- miðum hafa komið til óreglulegar tekjur, t.d. af eignasölu og óreglu- legum arðgreiðslum og er gert ráð fyrir að svo verði áfram. Reiknað hefur verið með að á árunum 2019- 2021 verði hægt að nýta tæplega 120 milljarða tekjur frá fyrirtækjum í ríkiseigu til að greiða niður skuldir,“ segir í hagspánni. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 er lagt til að útgjöld ríkissjóðs verði aukin um rúm 10 prósent að nafnvirði frá fyrra ári sem er vel umfram verðlagsþróun og aukn- ingu landsframleiðslu. Gert er ráð fyrir 0,4 milljarða afgangi á næsta ári, samkvæmt frumvarpinu, rifjar Hagfræðideildin upp. „Það vekur óneitanlega athygli hversu lítið áherslur í fjármálum hins opinbera hafa breyst á síðustu árum, þrátt fyrir mikið breytta samsetningu ríkisstjórna. Það gæti bent til þess að stjórnmálamenn séu almennt sammála um stóru myndina í fjármálum ríkisins. Við það bætist að erfitt er að sveigja mikið frá fjármálaáætlun,“ segir Hagfræðideildin. Landsbankinn gerir ráð fyrir að verulega muni hægja á hagvexti á næstu árum eftir kröftugan vöxt síðustu ár. Samkvæmt spánni mun landsframleiðsla dragast lítillega saman á þessu ári og hagvöxtur verður neikvæður um 0,4%. Á næsta ári er reiknað með tveggja prósenta hagvexti og að hann aukist lítillega árin 2021 og 2022. – hvj Hið opinbera auki fjárfestingar í stað þess að niðurgreiða skuldir enn frekar Á árunum 2019–2021 verður hægt að nýta tæplega 120 milljarða tekjur frá fyrirtækjum í ríkiseigu til að greiða niður skuldir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Stóra myndin er sú að við höfum verið að nota allan viðskipta afgang þjóðarbúsins til þess að fjármagna eignamyndun erlendis. Það hefur verið nokkuð myndarlegur við- skiptaafgangur í ár þrátt fyrir að helstu útf lutningsgreinar séu í vörn, aðallega vegna þess að inn- f lutningur hefur dregist talsvert saman. Á sama tíma hafa erlendir fjárfestar sýnt íslenskum verðbréfa- og vaxtamarkaði sáralítinn áhuga,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur hjá Arion banka. Íslendingar keyptu erlend verð- bréf fyrir 45 milljarða í septem- ber samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands en það jafngildir um 120 þúsundum króna á hvern lands- mann. Þegar talað er um verðbréfa- fjárfestingu Íslendinga erlendis er að langmestu leyti um að ræða fjárfestingar íslenskra lífeyrissjóða í hlutdeildarskírteinum í erlendum sjóðum. Til samanburðar námu kaup útlendinga á íslenskum verð- bréfum einungis 1 milljarði króna í september. Heildarfjárfesting Íslendinga í erlendum verðbréfum hefur numið 130 milljörðum það sem af er ári en á sama tímabili hafa útlendingar aðeins fjárfest fyrir 3 milljarða króna í íslenskum verðbréfum. Stefán bendir á að til viðbótar hafi eign Íslendinga á gjaldeyrisreikn- ingum í íslenskum bönkum aukist um 50 milljarða á árinu, krónan hafi veikst um 5 prósent og erlendir eignamarkaðir yfirleitt skilað góðri ávöxtun. Þar með segir verðbréfa- fjárfesting í raun minna en hálfa söguna um aukningu erlendra eigna Íslendinga, aðallega lífeyrissjóða. Stefán segir tölurnar varpa ljósi á það að ásókn útlendinga í íslenska vexti sé ekki að valda óstöðug- leika í hagkerfinu. Þvert á móti þurfi frekar að hafa áhyggjur af of lítilli erlendri fjárfestingu á meðan útflæðið er svona mikið. „Tölurnar gefa til kynna að það sé frekar útstreymi frá íslenskum fjár- festum sem ætti að valda óstöðug- leika heldur en innstreymi að utan. Það setur mikla pressu á gjaldeyris- sköpun þjóðarbúsins og kemur í veg fyrir styrkingu krónunnar. Sumir hafa haft áhyggjur af fjárfestingum útlendinga hér á landi en um þessar mundir þurfum við á þeim að halda. Það vantar þátttakendur til að fjár- festa í íslensku atvinnulífi,“ segir Stefán Broddi. Spurður hvernig megi skýra lít- inn áhuga erlendra fjárfesta á því að fjárfesta á íslenskum verðbréfa- markaði svarar Stefán að margar ástæður geti legið að baki. „Fyrir mitt leyti held ég að stærsta skýringin sé sú að þeir, eins og aðrir, sjái að hér hafa orðið kaf la- skil. Íslenska hagkerfið virðist í bili hætt að vaxa langt umfram önnur hagkerfi, líkt og raunin var á síðustu árum,“ segir Stefán Broddi. Þá hafi smæð skuldabréfaflokka, lítil velta og miklar sveiflur á verðbréfamark- aði, grunnur gjaldeyrismarkaður og gjaldmiðillinn einnig fælandi áhrif. Agnar Tómas Möller, forstöðu- maður skuldabréfa hjá Júpíter, tekur í sama streng. Íslenski mark- aðurinn sé hugsanlega of grunnur og horfur í hagkerfinu kunni að hafa fælandi áhrif. „Séríslensk skattamál í tengslum við uppgjör íslenskra skuldabréfa hafa síðan fælt marga erlenda fjár- festa og auk þess getur verið að lítil fjárfesting að utan sé afleiðing af því að við vorum lengi með innflæðis- höft.“ Seðlabankinn verði þátttakandi í fjármagnsjöfnuði Agnar bendir á að miðað við stöð- una í dag þurfi þjóðarbúið að við- halda um fjögurra prósenta við- skiptaafgangi til þess að standa undir útf læði á vegum lífeyris- sjóðanna. Ofan á það þurfi líklega að viðhalda kringum tveggja pró- senta afgangi til að standa undir öðru útflæði fjármagns frá landinu, sé ekkert innflæði að utan sem vegi á móti. „Þegar hagkerfið var í höftum var ekkert útflæði af hálfu lífeyris- sjóðanna. Allur sparnaður festist í kerfinu og Seðlabankinn safnaði gjaldeyri til þess að krónan styrktist ekki of mikið. Þannig byggðist upp gríðarlegt fjármagn inni í kerfinu sem gat ekki farið út fyrir landstein- ana og nú mætti segja að verið sé að vinda ofan af þessu með því að inn- lend eignasöfn leiti í meira jafnvægi á milli innlendra og erlendra eigna,“ segir Agnar sem bendir á að þetta sé annað árið í röð sem nær ekkert fjármagn flæði inn á íslenskan verð- bréfamarkað til að vega upp á móti miklu útflæði. „Það er vinna fyrir hagkerfið að þurfa annað árið í röð að standa undir um 200 milljarða króna útflæði með nánast ekkert innflæði á móti. Í fyrra var lítill viðskipta- afgangur og krónan féll eins og steinn en í ár er það einkum mikið fall í innf lutningi og minnkandi vöxtur einkaneyslu sem nær að vinna á móti. Lífeyrissjóðskerfið mun halda áfram að stækka og færa fjármagn jafnt og þétt úr landi ásamt öðrum innlendum f jár- festum. Það má velta fyrir sér hvort Seðlabankinn myndi í framtíðinni nota gjaldeyrisforðann að einhverju leyti til að létta á útstreyminu þegar innflæði er jafn lítið og undanfarið en viðskiptaafgangurinn stendur ekki undir útf læðinu. Seðlabank- inn myndi þannig í raun virka sem þátttakandi í fjármagnsjöfnuðinum og að sveiflujafna fjármagnshreyf- ingar til og frá landinu.“ thorsteinn@frettabladid.is Sáralítið streymir inn á markaðinn Heildarfjárfesting Íslendinga í erlendum verðbréfum hefur numið 130 milljörðum það sem af er ári en á sama tímabili hafa útlendingar aðeins fjárfest fyrir 3 milljarða í íslenskum verðbréfum. Útflæðið setur þrýsting á að viðhalda viðskiptajöfnuði. Þetta er annað árið í röð sem innstreymi inn á verðbréfamarkaðinn er mjög lítið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sumir hafa haft áhyggjur af fjár- festingum útlendinga hér á landi en um þessar mundir þurfum við á þeim að halda. Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur hjá Arion banka Það er vinna fyrir hagkerfið að þurfa annað árið í röð að standa undir um 200 milljarða króna útflæði með nánast ekkert innflæði á móti. Agnar Tómas Möller, forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpíter 0 n Kaup Íslendinga á erlendum verðbréfum n Kaup útlendinga á íslenskum verðbréfum 30 60 90 120 150 ✿ Innflæði og útflæði 131 45 3 1 Verðbréfakaup jan.-sept. 2019 Verðbréfakaup september 2019 Arðsemi Íslandsbanka á þriðja fjórðungi ársins nam 4,7 prósent- um á ársgrundvelli og lækkaði á milli ára. Arðsemin var um 4,9 prósent á sama fjórðungi í fyrra. Hagnaður bankans nam 2,1 milljarði króna og stóð í stað á milli ára en hagnaður af reglu- legri starfsemi nam 3 milljörðum króna og hækkaði um 100 millj- ónir. Hreinar vaxtatekjur námu 8,4 milljörðum króna og jukust einn- ig um 100 milljónir á milli ára. Vaxtamunur bankans var 2,7 pró- sent en hann var 3 prósent á sama fjórðungi í fyrra. Þá hækkuðu hreinar þóknunartekjur úr 2,9 milljörðum króna í 3,1 milljarð. Í uppgjörstilkynningu bankans var haft eftir Birnu Einarsdóttur bankastjóra að neikvæðar virðis- breytingar, sem meðal annars má rekja til þess að nokkuð hefur hægt á efnahagslíf inu, hefðu dregið úr af komu og arðsemi. Á móti hafi kostnaðarhlutfall farið lækkandi. Í október lækkaði Fjármála- ef tirlit ið lág mark sk röf u um eigið fé Íslandsbanka úr 19,3 pró- sentum í 18,8 prósent. Lækkunin er rakin til minni áhættu í rekstri bankans. – þfh Arðsemi Íslandsbanka nam 4,7 prósentum Birna Einarsdóttir, bankastjóri Ís- landsbanka. MARKAÐURINN 3 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 1 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 0 -A A 6 4 2 4 2 0 -A 9 2 8 2 4 2 0 -A 7 E C 2 4 2 0 -A 6 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.