Fréttablaðið - 31.10.2019, Side 14
90
80
70
60
50
40
30
20
10
✿ Hlutfall skóla sem svara staðhæfingum um kennslu í félags- og tilfinningafærni játandi
stig og að allir skólar hafi aðgengi að
slíku efni.“
Henni þykir hjálplegt að bera
þessa kennslu saman við íþróttir.
„Nemendur fá þrjár heilar kennslu-
stundir á viku fyrir íþróttakennslu
og sund. Það er sérhæfing í kennara-
námi og sjálfstæð námsgrein í nám-
skrá. Ekkert af þessu á við kennslu
í félags- og tilfinningafærni. Við
erum ekki með sérhæfingu í kenn-
aranámi, við erum ekki með fastar
stundir í viðmiðunarstundaskrá
aðalnámskrár. Ef við viljum taka
þetta fastari tökum, þá verðum
við að tryggja að það sé pláss inni í
menntakerfinu fyrir þetta.“
Það er ýmislegt að gerast í mál-
efnum barna um þessar mundir,
bendir Sigrún á, eins og viljayfir-
lýsing fimm ráðherra um aukið
samstarf í málefnum barna frá því
á síðasta ári. Skýrslan er unnin í
tengslum við vinnu starfshóps um
geðrækt í skólum sem settur var
á fót af heilbrigðisráðherra til að
fara yfir stöðu geðræktar á öllum
skólastigum og setja fram tillögur
um innleiðingu geðræktarstarfs
í íslensku skólakerfi. Þessi vinna
er liður í geðheilbrigðisstefnu og
aðgerðaáætlun stjórnvalda til 2020.
Tilfinningar út undan
„Það sem kemur fram í þessari
könnun höfum við séð víða á und-
anförnum árum, í ýmsum skýrslum
og úttektum og þetta ætti því ekki
að koma neinum á óvart. Þetta
er hins vegar í fyrsta skipti sem
við tökum þetta svona heildrænt
saman og gerum þessa stóru úttekt
á öllum skólastigum þannig að við
getum fengið nokkuð góða yfirsýn
yfir hvernig málum er háttað í dag,“
segir hún.
Könnunin leiðir í ljós varðandi
kennslu að algengast er að lögð sé
áhersla á að efla bjargráð eða sjálfs-
hjálp barna og ungmenna, hjálpa
þeim að finna og nýta styrkleika
sína og þjálfa færni þeirra til að tjá
skoðanir sínar. Mun sjaldgæfara,
að leikskólum undanskildum,
er að börnum og ungmennum sé
kennt að þekkja og skilja eigin til-
finningar og annarra, finna farsælar
lausnir við vanda og erfiðleikum,
efla félags- og vináttufærni, styrkja
líkamsmynd og þjálfa aðferðir sem
draga úr streitu og auka vellíðan,
svo sem slökun eða núvitund.
Jákvæð skólatengsl
„Það var mjög gaman að sjá að það
eru ekki bara einhver atriði sem
við þurfum að gera betur í þessari
könnun heldur er líka margt sem
er mjög vel gert. Við spyrjum um
atriði sem tengjast skólatengslum
og umhyggju fyrir börnum í skóla-
starfi en það kemur mjög vel út.
Samkvæmt mati starfsfólksins er
mikil áhersla á þennan þátt í skóla-
starfi á Íslandi sem er mjög jákvætt,“
segir hún.
Í skýrslunni kemur fram að á
öllum skólastigum er mikil áhersla
lögð á vinalegt viðmót starfsfólks,
að mynda jákvætt samband við
sérhvert barn eða ungmenni, sýna
tilfinningum þeirra samkennd og
skilning, hlusta á þau og taka mark
á sjónarmiðum þeirra. Svarendur
í nánast öllum skólum á öllum
skólastigum segja kennara leggja
sig fram um að skapa jákvæðan
anda í bekk eða hópi þar sem öll
börn og ungmenni upplifi sig vel-
komin og yfirleitt var lítill munur
á skólastigum hvað þessi atriði
varðar.
Sigrún ítrekar að það sé mjög
margt gott í íslensku skólakerfi.
„En það eru ákveðin atriði sem við
gætum gefið sterkari fókus. Við
sem samfélag höfum alla burði til
að gera það.“
Teitur Guðmundsson
læknir
H
ei
ld
st
æ
ð
áæ
tlu
n
Sk
ól
an
ám
sk
rá
Ti
lfi
nn
in
ga
fæ
rn
i
Va
nd
am
ál
al
au
sn
ir
Bj
ar
gr
áð
Vi
ná
tt
uf
æ
rn
i
Fi
nn
a
st
yr
kl
ei
ka
Lí
ka
m
sm
yn
d
Sl
ök
un
/n
úv
itu
nd
Tj
á
sk
oð
an
ir
n Í grunnskólum er staðan yfir-
leitt góð hvað varðar jafnrétti
og virka þátttöku nemenda
en þó er hlutfall skóla, þar
sem nemendur fá val um við-
fangsefni, námsaðferðir og
námsaðstæður eins og kostur
er, lægst á því skólastigi. Þetta
er talið mikilvægt þegar kemur
að sjálfræði nemenda og snertir
velferð þeirra í námi.
n Eins er sjaldgæfara í grunn-
skólum en leikskólum að allir fái
verkefni og kennslu sem hæfir
getu þeirra og að fjölbreyttar
aðferðir séu nýttar við kennslu.
Nemendalýðræði er þó meira í
grunnskólum en leikskólum og
sömuleiðis stóðu grunnskólar
vel þegar kom að jafnréttis-
kennslu og tilliti til einstaklings-
bundinna þarfa nemenda.
n Framhaldsskólar standa bæði
leik- og grunnskólum að baki
þegar kom að gagnasöfnun
um líðan og hagi nemenda, en
70% framhaldsskóla leggja fyrir
árlegar nemendakannanir til að
meta líðan og skólabrag á móti
yfir 90% grunnskóla.
n Samkvæmt skýrslunni þarf
að tryggja mun betur en gert
er í dag að nemendur á öllum
skólastigum fái þann stuðning
sem þeir þurfa vegna erfiðleika
á sviði hegðunar, líðanar og
félagsfærni, og að starfsfólk í
skólum fái þann stuðning sem
þarf til að sinna hegðun, líðan
og samskiptum barna og ung-
menna með farsælum hætti.
n Þegar kemur að því að safna
gögnum um skólabrag, líðan
og félagstengsl nemenda er
staðan langbest í grunnskólum
en nánast allir grunnskólar í
könnuninni leggja fyrir árlegar
nemendakannanir, rúmlega
tveir af hverjum þremur leggja
einnig fyrir foreldrakannanir
og nærri þrír af fjórum fram-
kvæmdu tengslakannanir til að
bregðast við merkjum um fé-
lagslega einangrun eða útilokun
meðal nemenda.
n Leikskóli n Grunnskóli n Framhaldsskóli
Framhald af síðu 12
Það er fátt mikilvægara fyrir einstaklinga en að geta áttað sig á umhverfi sínu, samhengi
þess, hættum og áskorunum. Þeir sem
finna fyrir öryggi í hugsun og gjörðum
og fá staðfestingu utan frá styrkjast og
finna fyrir vellíðan, sjálfstraust þeirra
vex. Fullorðnir þekkja þetta vel og
hafa almennt gengið í gegnum
lærdómsferli þar sem þeir
hafa rekið sig á og bætt
þekkingu sína á því hvaða
hegðun og færni getur
skilað þeim ásættan-
legum samskiptum
og framgangi í
lífinu. Börn eru
einnig fljót að
læra slíkt og þó
mótun á hegðun
og hugsun sé
endalaus, getum
við haldið því fram að á
þeim tíma sem einstakling-
ar eru hvað móttækilegastir
fyrir leiðbeiningu sé skynsamlegt að
reyna að hafa áhrif.
Við vitum í dag að kvíði og spenna
er hluti af því að vaxa úr grasi, það
er eðlilegt að hafa slíkar tilfinningar.
Lífið er ekki dans á rósum og það er
stöðugur lærdómur. Reynsla er eitthvað
sem kemur eingöngu með því að prófa
sig áfram og reka sig á. Þegar einkenni
líkt og kvíði eða vanlíðan taka yfir og
verða í forgrunni varðandi hegðun
og samskiptaform einstaklinga erum
við komin í vanda sem getur reynst
þrautin þyngri að leysa úr. Það er enn
erfiðara þegar slíkt gerist hjá börnum
eða unglingum sem hafa jafnvel ekki
nægan skilning eða þroska til að átta sig
á þeim. Þau þurfa því leiðbeiningu og
kennslu í margvíslegu formi auk með-
ferðar í sumum tilvikum.
Það að skapa sterka einstaklinga sem
geta tekið virkan þátt í samskiptum og
mótað umhverfi sitt er f lókið viðfangs-
efni og oft dynja á áföll og ófyrirséðir
hlutir. Það hvernig við tökumst á við
slíkar áskoranir, hvaða leiðir við veljum
og hvernig við nálgumst náungann og
samfélagið í kringum okkur á sama
tíma mótar okkur. Það er býsna aug-
ljóst að við erum ekki eins, höfum
ekki sömu forsendur, sömu tækifæri
né sama umhverfi eða möguleika. Það
hvernig við spilum úr þeim skiptir hins
vegar höfuðmáli. Það að skilgreina sig
og vita fyrir hvað þú stendur er lykil-
atriði í því að týna sér ekki við að fylgja
bara straumnum og því sem aðrir gera.
Einstaklingurinn verður að geta tekið
á gagnrýninn hátt afstöðu til þess sem
mætir honum og tekið ákvarðanir,
staðið og fallið með þeim, sýnt auð-
mýkt og haldið áfram, því lífið fer ekki
í neina pásu.
Margir skilgreina sig eftir þeim
gildum sem þeir alast upp við, heiðar-
leika, réttsýni, ábyrgð, svo dæmi séu
tekin, en einnig ef slíku er ekki fyrir að
fara. Menntun, peningar, staða foreldra
eða fjölskyldu í samfélaginu getur líka
skipt máli. Það er hins vegar alls ekki
svona augljóst og eru mörg dæmi um
það þegar einstaklingar fara þvert á sitt
samfélagslega umhverfi og annaðhvort
gera betur eða verr. Hver er sinnar gæfu
smiður eins langt og það nær, sumir
þurfa að hafa verulega mikið fyrir
henni, aðrir ekki. Á endanum snýst
þetta samt allt um það að einstakling-
urinn standi á eigin fótum og geti tekist
á við lífið og tilveruna. Til þess að geta
það þarf hann að vita hver hann er og
fyrir hvað hann stendur.
Veistu hver þú ert?
TILVERAN
3 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R14 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
1
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
0
-8
2
E
4
2
4
2
0
-8
1
A
8
2
4
2
0
-8
0
6
C
2
4
2
0
-7
F
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
6
4
s
_
3
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K