Fréttablaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 18
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Agnes Sig-
urðardóttir
hefur allt of
oft verið
skilin ein
eftir á ber-
angri.
Á þessum
skamma tíma
hefur okkur
tekist að
tryggja sömu
varnir og við
höfum haft
um árabil
varðandi
salmonellu.
Vitaskuld hreiðraði mikil hneykslun og gremja um sig í hjörtum ýmissa ein-staklinga þegar biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, lýsti þeirri skoðun sinni í sjónvarpsviðtali að minnkandi traust til þjóðkirkjunnar megi rekja til siðrofs
í samfélaginu. Þetta siðrof tengdi hún því að kristin-
fræði er ekki lengur kennd sem sérstakt fag í grunn-
skólum.
Fólk notar ekki alltaf heppilegustu orðin. Siðrof var
kannski ekki besta orð sem Agnes gat notað í þessu
samhengi. Flestir hafa þó örugglega gert sér grein
fyrir að með orðum sínum um siðrof var biskup ekki
að segja að börn landsins væru siðlaus eða að þjóðin
væri óalandi og óferjandi. Ekkert í viðtalinu gaf það til
kynna og auk þess hefði það verið algjörlega úr karakt-
er fyrir Agnesi að lýsa slíkri skoðun, en hún hefur ætíð
talað máli kærleika og umburðarlyndis. Ýmsir kusu
samt að túlka orð hennar á versta veg. Það þykir henta.
Reyndar hefur það sýnt sig hvað eftir annað að
Agnes má ekki tjá sig um trú og kristni án þess að
ákveðnir hópar súpi hveljur og lýsi hneykslan sinni
á samfélagsmiðlum. Þjóðkirkjan og biskupinn fara
greinilega mjög í taugarnar á ýmsum.
Agnes Sigurðardóttir er biskup landsins og það er
hlutverk hennar að standa vörð um kristna trú. Það
hefur hún gert af mikilli staðfestu og heldur því ótrauð
áfram. Vitaskuld er biskup fylgjandi því að biblíu-
sögur séu kenndar í skólum og vill sömuleiðis að þeim
sé haldið að börnum á heimilum landsins. Biskupi
getur ekki staðið á sama um trúaruppeldi æsku lands-
ins. Þetta blasir við og ætti ekki að hneyksla nokkurn
mann.
Agnes hefur á embættistíð sinni reglulega fengið á
sig mikla og harða gagnrýni og ekki ber mikið á því að
farið sé í vörn fyrir hana. Það vekur til dæmis nokkra
furðu hversu lítinn stuðning kynsystur hennar veita
henni. Það er lítið gagn að því að blaðra fjálglega um
mikilvægi samstöðu kvenna, það þarf að sýna hana í
verki þegar þörf er á. Agnes Sigurðardóttir hefur allt of
oft verið skilin ein eftir á berangri. Ekki verður annað
séð en að hún taki því hlutskipti af kristilegu þolgæði.
Er það vitanlega til fyrirmyndar í samfélagi þar sem
kveinað er yfir minnsta mótlæti.
Kirkjunnar þjónar eiga að standa keikir jafnvel þótt
eitthvað fækki í þjóðkirkjunni. Það er ekki eins og
kirkjur landsins standi auðar þegar kemur að skírnum,
fermingum og giftingum. Fólk er stöðugt að sækja í
þjónustu kirkjunnar. Það þarf ekki að vera heittrúað
til þess, það getur jafnvel haft litla trúarvitund. Það
kemur samt í kirkjuna. Enginn er að draga það þangað.
Það er að sækja í þjónustu sem það vill fá. Þjónustu
sem hvílir á kristnum gildum. Þessu eiga kirkjunnar
þjónar að fagna en ekki ganga hnípnir til starfa sinna.
Kirkjan á sterkan á hljómgrunn meðal landsmanna.
Þannig mun það vera áfram, þrátt fyrir áköf hróp
þeirra sem amast við kristinni trú.
Kirkjan á ekki að sýna uppgjöf heldur fagna
hverjum þeim sem gengur inn í hús hennar.
Á berangri
Kristján Þór
Júlíusson
sjávarútvegs-
og landbúnaðar-
ráðherra
Í liðinni viku bárust þær fréttir að sameiginlega EES-nefndin hefði samþykkt beiðni mína um heimild fyrir Ísland til að beita reglum um svokallaðar við-
bótartryggingar varðandi salmonellu vegna innflutn-
ings á svína- og nautakjöti. Þessar fréttir koma í kjöl-
farið á því að í upphafi þessa árs fékk Ísland heimild
til að beita sambærilegum reglum gagnvart innfluttu
kjúklingakjöti, kalkúnum og eggjum. Í tryggingunum
felst að við innflutning á þessum matvælum skal
alltaf fylgja vottorð sem sýnir að salmonella hafi ekki
greinst í viðkomandi vörusendingu. Án slíks vottorðs
verður innflutningur ekki heimilaður en nágranna-
lönd Íslands hafa haft þessar heimildir um árabil.
Íslensk stjórnvöld hafa í áraraðir gert kröfu um
þessi vottorð á grundvelli hins svokallaða leyfis-
veitingakerfis sem gerir skilyrði um opinbert leyfi
fyrir innflutning á m.a. kjöti. Með samþykkt Alþingis
á frumvarpi mínu í júní sl. var brugðist við skýrum
dómum EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands um
að leyfisveitingakerfið væri brot á skuldbindingum
Íslands samkvæmt EES-samningnum. Mun leyfisveit-
ingakerfið því falla úr gildi 1. janúar næstkomandi.
Frá samþykkt frumvarpsins hefur aðgerðaáætlun
sem ég lagði fram í tengslum við frumvarpið verið fylgt
eftir af festu en hún miðar m.a. að því að tryggja mat-
vælaöryggi og vernd búfjárstofna samhliða þessum
breytingum. Eitt stærsta verkefnið í því samhengi, auk
ráðstafana varðandi kampýlóbakter sem þegar hafa
verið tryggðar, var að fá heimild fyrir Ísland til að beita
reglum um viðbótartryggingar varðandi salmonellu.
Þessi heimild Íslands er afskaplega ánægjulegur og
mikilvægur áfangi og er afrakstur mikillar vinnu sem
ráðuneyti mitt hefur leitt í samstarfi við Matvæla-
stofnun. Á þessum skamma tíma hefur okkur tekist
að tryggja sömu varnir og við höfum haft um árabil
varðandi salmonellu. Þegar við afnemum hið ólög-
mæta leyfisveitingarkerfi þann 1. janúar næstkomandi
munum við á sama tíma innleiða lögmætar heimildir,
hinar sömu og nágrannalönd okkar beita, og byggja
þannig upp sterkar varnir fyrir matvælaöryggi og
vernd búfjárstofna.
Lögmætar varnir
Þau Aura svo á mig
Borga
Rukka
Skipta
Hörmuleg örlög
Sífellt færist í vöxt að ákveðnir
fjölmiðlar greini frá andláti
Íslendinga í fréttum. Það er
gott og blessað en breytingin
er kannski sú að fjallað er um
einstaklinga sem seint gætu
talist þjóðþekktir. Oft er vísað í
tilfinningaþrungna minningar-
grein í blöðum eða á samfélags-
miðlum og þá sérstaklega ef
einhver frægur heldur á penna.
Nýlega var greint frá því að
útförum í kyrrþey væri að fjölga.
Sérfræðingur vildi meina að
hár kostnaður væri ástæðan en
kannski er skýringin sú að fólk
vilji ekki enda æviskeið sitt sem
eldingaskreytt smellubeita.
Drekinn eða ekki drekinn
Fjölmiðlar greindu frá því í
vikunni að kirkjuráð þjóð-
kirkjunnar hefði samþykkt
einróma að segja upp ráðningar-
samningi Odds Einarssonar,
framkvæmdastjóra ráðsins. Kom
fram í fyrirsögnum að Oddi hefði
verið sagt upp störfum og var ein
ástæðan sögð samskipti hans við
verkefnastjóra hjá Biskupsstofu.
Oddur neitaði því opinberlega
að hafa verið rekinn en sagðist
kannast við að hafa fengið boð
um viðræður um starfslokasamn-
ing. Hann hefði þekkst það góða
boð og falið stéttarfélagi sínu
að semja fyrir hans hönd. Hætti
hann störfum umsvifalaust og
kvaðst kveðja sáttur. Eftir standa
lesendur og skilja ekki alveg hver
munurinn er nákvæmlega.
bjornth@frettabladid.is
3 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
3
1
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
0
-7
D
F
4
2
4
2
0
-7
C
B
8
2
4
2
0
-7
B
7
C
2
4
2
0
-7
A
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
3
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K