Fréttablaðið - 31.10.2019, Síða 19

Fréttablaðið - 31.10.2019, Síða 19
San Francisco – Banda­ríska stjórnarskráin frá 1787 smíðar trausta umgjörð utan um full­trúalýðræði þar sem kjósendur velja sér full­ trúa til að semja og staðfesta lög. Höfundar skjalsins tortryggðu beint, þ.e. milliliðalaust lýðræði og töldu því öruggast að halda kjósendum í hæfilegri fjarlægð frá lagasetningu. Valdmörkin og mótvægið (e. checks and bal­ ances) sem renna eins og rauður þráður í gegn um bandarísku stjórnarskrána varða innbyrðis samskipti valdþáttanna þriggja án þess að hleypa almenningi að. Múgurinn getur verið of hrif­ næmur, skrifaði einn höfundur­ inn. Hann gætti þess ekki að sé fólkið of hrifnæmt til að setja sér lög er það væntanlega einnig of hrifnæmt til að velja sér fulltrúa til að semja lögin. Hvað sem því líður hafa Bandaríkjamenn aldrei haldið þjóðaratkvæðagreiðslur á landsvísu. Þeir sitja enn uppi með kjörráð (e. electoral college) sem kýs forseta landsins fyrir hönd kjósenda frekar en að af li atkvæða á landsvísu sé leyft að ráða úrslitum. Í tvennum af fimm forsetakosningum frá aldamót­ um, 2000 og 2016, var sigurinn hafður af þeim frambjóðanda sem hlaut f lest atkvæði á landsvísu. Lýðræðið gengur við staf. Fylkin hafa mörg kosið að hafa annan hátt á skipan lýðræðisins en alríkisstjórnin. Almennar atkvæðagreiðslur tíðkast í 23 fylkjum landsins af 50 og hafa verið haldnar í hundraðatali frá 1904, oftast í Oregon og Kali­ forníu. Þar hefur íbúunum lengi þótt fara bezt á að blanda saman fulltrúalýðræði og beinu lýðræði. Meiri hluti Bandaríkjamanna býr við slíka blöndu. Suður­Dakóta varð fyrst til að taka upp ákvæði um beint lýðræði í stjórnar­ skrá fylkisins 1898 og 21 ríki til viðbótar gerði slíkt hið sama fram til 1918, þ. á m. Kalifornía 1911. Það ár breyttu Kaliforníu­ búar stjórnarskrá sinni frá 1849 gagngert til að opna fyrir beint lýðræði einkum vegna almennrar óánægju með spillingu og ótæpileg áhrif sérhagsmunahópa á fylkisþinginu. Í Kaliforníu voru haldnar almennar atkvæðagreiðslur á fylkisvísu fjórða hvern mánuð að meðaltali 1911­2000 – einu sinni til að svipta kjörinn fulltrúa embætti eins og Gray Davis ríkis­ stjóri mátti una 2003, oftar til að staðfesta lög fylkisþingsins eða synja þeim staðfestingar líkt og Íslendingar hafa gert í þrígang, en oftast til að leggja til breytingar á stjórnarskrá fylkisins. Hvort heldur fylkisþingið eða kjósendur sjálfir geta átt frumkvæði að breytingum á stjórnarskrá Kali­ forníu, en kjósendur einir hafa rétt til að breyta henni. Fylkis­ þingið í Sacramento þiggur vald sitt af kjósendum eins og vera ber. Oregon heldur enn f leiri almennar atkvæðagreiðslur en Kalifornía. Kalifornía blómstrar Höfundar stjórnarskrár Banda­ ríkjanna frá 1787 hefðu trúlega vantreyst beinni aðkomu almenn­ ings að lagasetningu, enda voru margir þeirra þrælahaldarar. Þessi blandaða skipan lýðræðisins í Kaliforníu hefur þó gefizt vel á heildina litið. Reynslan sýnir að beint lýðræði hefur ekki vaxið fulltrúalýðræðinu yfir höfuð heldur veitt því heilbrigt aðhald. Kjósendur í Kaliforníu sam­ þykktu 433 breytingar á stjórnar­ skrá fylkisins 1912­2017, þar af 53 fyrir frumkvæði kjósenda, eða 12%, og 380 fyrir frumkvæði fylkisþingsins (88%). Þessar tölur eru sóttar í nýja ritgerð eftir David Carrillo stjórnskipunar­ fræðing í Berkeley­háskóla, en hann hefur birt átta greinar hér í Fréttablaðinu til stuðnings nýju íslenzku stjórnarskránni sem Alþingi heldur enn í gíslingu auk þess sem hann ritstýrði bókinni The Icelandic Federalist Papers sem kom út í Berkeley 2018. Kalifornía er stórveldi með sínar 40 milljónir íbúa líkt og Pólland og Spánn. Kalifornía væri fimmta ríkasta land heims mælt í framleiðslu og tekjum væri hún sjálfstætt ríki. Aðeins Banda­ ríkin öll, Kína, Japan og Þýzka­ land framleiða nú orðið meira af vörum og þjónustu en Kali­ fornía sem er því komin fram úr Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu á þennan kvarða þótt hún sé miklu fámennari en þessi lönd. Og svo er það Sviss Bandaríkin og Kalifornía voru ekki eina fyrirmyndin að ákvæð­ um nýju stjórnarskrárinnar um beint lýðræði handa Íslendingum við hlið fulltrúalýðræðis, heldur einnig Sviss. Svisslendingar eru sú Evrópuþjóð sem gerir beinu lýð­ ræði hæst undir höfði með góðum árangri. Beint lýðræði Sviss­ lendinga dregur úr veldi stjórn­ málamanna og f lokka með því að vísa ýmsum málum frá þingi til þjóðaratkvæðis. Mikilvægur kostur þjóðaratkvæðagreiðslna er að um niðurstöður þeirra leyfist engum að efast heldur ber öllum lagaleg, lýðræðisleg og siðferðileg skylda til að hlíta þeim. Þjóðar­ atkvæðagreiðslur ef la traust. Svissneska þingið nýtur trausts 56­58% þarlendra kjósenda borið saman við 18% traust til Alþingis. Beint lýðræði og traust 3. nóvember, kl. 20.00 Silfurberg stjórnandi og kynnir Sigurður Flosason sérstakur gestur Kristjana Stefánsdóttir Þorvaldur Gylfason Í DAG Ég hef oft velt þessari spurn­ingu fyrir mér þegar kemur að málefnum sorpf lokkunar hér á okkar fámenna landi. Af hverju er það svona f lókið að skila af sér rusli? Íslendingar eru með svo margar mismunandi útgáfur af f lokkunarkerfum að fólk fær bara létt taugaáfall við að hugsa út í þessi mál. Segjum sem svo að ég leggi af stað í ferðalag. Ég byrja í Hafnar­ firði þar sem allur pappi er f lokk­ aður og settur í blátunnu, plast er sett í sér poka og sett í grátunnu. Ég fer áfram yfir í Kópavog. Þar er líka blátunna en núna á plastið að fara í hana en ekki þá gráu. Ókei, ég hlýt að geta munað þetta! Svo bruna ég áfram af stað og er kominn til Reykjavíkur. Þar á plast­ ið að fara í græntunnu, pappinn í blátunnu og svo eru þeir líka með hina gömlu grátunnu. Nei, núna er ég orðinn ruglaður og klóra mér í skallanum. Átti plastið að fara í grátunnuna, blátunnuna eða var það græntunnan? Úff, hvað er að frétta? Ég ákveð að pæla ekki í þessu og held áfram á mínu ferðalagi. Ég ætla að skella mér í sumarbústað í Hr u na ma nna hreppi. Þega r þangað er komið ætla ég að létta á sorpinu sem safnaðist upp hjá mér. Þar er blátunna, grátunna og brúntunna. Hvað á ég að gera? Ég les á bláu tunnuna og þar er komin enn önnur útgáfa. Þar á ég að setja plast, pappa og járn allt saman. Svo má lífræna ekki lengur fara með grátunnunni heldur á það að fara í brúntunnuna. Ég skoða þetta seinna og tek ruslið mitt og fer yfir í Bláskógabyggð til að fá mér ís. Þar sé ég fjórar tunnur: gráa, brúna, græna og bláa. Nei, hættu nú alveg! Ef ég væri ekki búinn að missa allt hárið þá væri ég alveg að verða grá­ hærður. Ég gefst upp, ég veit ekki hvernig ég á að gera þetta. Ég bruna á Sel­ foss, stoppa fyrir utan eina sjoppu og sé þar stóran gám sem á stendur heimilissorp. Þar hendi ég öllu sorpinu og bruna svo aftur bein­ ustu leið í Hafnarfjörð þar sem ég stekk inn og loka mig af með gríðarlegt f lokkunarsamviskubit. Þarf þetta að vera svona f lókið? Er ekki hægt að einfalda þetta í ekki stærra landi en raun ber vitni? Er það virkilega nánast svo að ef ég ferðast á milli einhverra af þessum 72 sveitarfélögum sem eru hér á landi þurfi ég að læra að f lokka upp á nýtt? Ég tel að það væri sniðugra að það væri eitt samræmt f lokkunar­ kerfi fyrir landið sem tryggir það að allir séu á sömu línu. Það myndi leiða til þess að betri og skilvirkari f lokkun ætti sér stað og endur­ vinnsluefni færu á rétta staði. Samband ungra Framsóknar­ manna samþykkti ályktun um málið á síðasta sambandsþingi sínu þar sem lagt var til að komið verði á samræmdu f lokkunarkerfi fyrir landið og mun berjast fyrir því að ná málinu í gegn. Af hverju þarf þetta að vera svona flókið? Daði Geir Samúelsson formaður um- hverfisnefndar Hrunamanna- hrepps og stjórnarmeð- limur í Sam- bandi ungra Framsóknar- manna Í tvennum af fimm forseta- kosningum frá aldamótum, 2000 og 2016, var sigurinn hafður af þeim frambjóð- anda sem hlaut flest atkvæði á landsvísu. Lýðræðið gengur við staf. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19F I M M T U D A G U R 3 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 3 1 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 0 -8 C C 4 2 4 2 0 -8 B 8 8 2 4 2 0 -8 A 4 C 2 4 2 0 -8 9 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 3 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.