Fréttablaðið - 31.10.2019, Side 30
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, sími 694 4103
Hvað finnst þér það skemmtileg-
asta við tónlistarhátíðina Iceland
Airwaves?
„Það besta við Airwaves er að
finna borgina fyllast af lífi og fá
tækifæri til þess að heyra frábæra
og fjölbreytta tónlist. Heyra
eitthvað glænýtt, heyra eitthvað
kunnuglegt í nýju samhengi og
auðvitað hitta skemmtilegt fólk.“
Hvernig finnst þér skemmti-
legast að upplifa hátíðina?
„Mér finnst gott að skipuleggja
ekki of mikið og hafa rými fyrir
eitthvað óvænt í dagskránni.
Og hlusta eftir ábendingum frá
öðrum hátíðargestum, það er
aldrei að vita nema maður eignist
nýja uppáhaldshljómsveit eða
-f lytjanda.“
Hvað hlakkar þú til að sjá í ár?
„Ég hlakka til að sjá marga af
íslensku f lytjendunum, það eru
fjölmargir ungir og upprenn-
andi í tónlistarsenunni í dag
sem vonandi munu vekja lukku
á Airwaves og hrífa með sér nýja
aðdáendur,“ segir Lilja Alfreðs-
dóttir, mennta- og menningar-
málaráðherra.
Hlakkar til að
sjá unga og
upprennandi
tónlistarmenn
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra.
Hljómsveitin Of Monsters and Men er án nokkurs vafa einhver vinsælasta
og frægasta hljómsveit Íslands.
Sveitin hefur náð frábærum
árangri á erlendum vettvangi, en
fyrir vikið hafa landar hennar
sjaldan fengið að njóta þess að
sjá sveitina á sviði að undan-
förnu. Síðustu tónleikar OMAM á
Íslandi voru á Airwaves árið 2016
og nú snýr sveitin aftur, með nýút-
gefna plötu í farteskinu, og spilar
í Valshöllinni laugardagskvöldið
6. nóvember, klukkan 23.45.
Góðu ári að ljúka
Fréttablaðið náði tali af þeim
Brynjari Leifssyni, gítarleikara
sveitarinnar, og trommaranum
Arnari Rósenkranz Hilmarssyni
þar sem þeir voru að undirbúa sig
fyrir tónleika í London. Þeir segja
að platan Fever Dream, sem kom
út í lok júlí, hafi verið vinsæl.
„Já, þetta hefur gengið helvíti
vel, við fórum beint í níunda sæti
á Billboard-vinsældalistanum og
lagið Alligator sló vinsældamet
í Kanada, þannig að þetta hefur
farið vel af stað,“ segja strákarnir.
Fever Dream náði líka efsta
sæti á Billboard-listanum fyrir
rokkplötur, sem kom sveitinni
skemmtilega á óvart. „Það er
bara töff og dálítið skemmtilegt,“
segir þeir. „Við höfum aldrei litið
á okkur sem rokkband beint, en
við höfum reyndar aldrei velt því
mikið fyrir okkur hvers konar
hljómsveit við erum. Þetta kom
okkur bara skemmtilega á óvart
og var mjög gaman.“
Þeir segja að árið hafi verið þétt.
„Við vorum að vinna í plötunni
fram í mars og vorum svo í mánuð
í Bandaríkjunum að hljóðblanda
hana,“ segir þeir. „Svo komum við
aðeins heim til að eyða tíma með
vinum og fjölskyldu og æfðum
stíft, áður en við fórum aftur af
stað út. Þá fórum við að f lakka
til að kynna plötuna og spila á
einstaka tónleikum, eins og hjá
Jimmy Fallon og Jimmy Kimmel
og svo var æft aðeins meira.“
Tónleikaferðalagið byrjaði svo í
ágúst. „Allt í einu vorum við farin
að túra á fullu,“ segja Brynjar og
Arnar. „Við komum varla heim
fyrr en í febrúar á næsta ári.“
Radio City Music Hall
stendur upp úr
Of Monsters and Men hefur spilað
um allan heim á mörgum stórum
hátíðum og í heimsþekktum tón-
leikahöllum. Brynjar og Arnar
segja að ólíkir tónleikar standi
upp úr af ólíkum ástæðum.
„Glastonbury voru sennilega
stærstu tónleikarnir. Við höfum
aldrei séð svona mikið af fólki
fyrir framan sviðið. Tónleikarnir
í Red Rocks í Colorado standa líka
upp úr,“ segja þeir, en tónleika-
staðurinn er afar sérstakur, því
hann er hogginn í rauða kletta.
Strákarnir eiga svo auðvitað líka
góðar minningar af Faktorý í
Reykjavík.
En það eru einir tónleikar sem
þeir eru sammála um að hafi verið
alveg sérstakir, það var þegar þeir
spiluðu í Radio City Music Hall í
New York-borg.
„Þetta er mjög f lottur og svo-
lítið sérstakur tónleikastaður,
það er gaman að vera þarna inni
og okkur hafði dreymt um að fá
að spila þar, þannig að það var
mjög gaman að fá að gera það. Það
skemmdi heldur ekki fyrir að það
var uppselt á tónleikana,“ segja
þeir. „Það komu líka f lestir for-
eldrar og makar að horfa á okkur
spila og það var mikil fjölskyldu-
stemning, sem gerist ekki oft. Það
var alveg geðveikt.“
Þeir segja að það sé ekki mjög
mikill munur á að spila á litlum
tónleikastað eða stórum, en að
þeir verði meira stressaðir eftir
því sem það er færra fólk. „Þegar
það eru komnir ákveðið margir
verður maður minna stressaður,“
segja þeir. „En við höfum verið að
spila á tiltölulega litlum tónleika-
stöðum undanfarið og það er
svolítið næs. Það er að vísu mun
heitara og meiri sviti, en það eru
allir í salnum í stemningunni,
ekki bara þeir sem eru upp við
sviðið, þannig að stemningin er
öðruvísi.“
Spenntir að fara á nýja staði
Tónleikaferðalagið sem er fram
undan leggst mjög vel í Arnar og
Brynjar. „Það er gaman að túra
aftur eftir langa pásu og við erum
að fara aftur til Ástralíu og Asíu
núna yfir jólin, sem er spenn-
andi. Við höfum aldrei gert það,“
segja þeir. „Við spilum í Ástralíu
á gamlársdag og nýársdag og það
verður mjög gaman að vera þar
yfir áramótin.
Við erum líka að fara að heim-
sækja nýja staði í Asíu, eins og
Hong Kong, Taívan og Bangkok,“
segja þeir. „Þannig að það er
margt nýtt og mjög spennandi
fram undan. Það er gaman að vera
ekki alltaf að gera það sama.“
Stuð á Airwaves
Brynjar og Arnar búa á Íslandi
en samt hafa þeir ekki spilað þar
síðan 2016. Þeir eru spenntir fyrir
því að koma aftur á Airwaves.
„Það er bara geggjað að vera
að spila aftur á Íslandi, við erum
öll spennt og ég held að það verði
rosalega gaman að spila á f lottum
tónleikum þar,“ segja þeir og bæta
við að þeir séu yfirleitt með aðeins
meiri stressfiðring í maganum
fyrir tónleika í heimalandinu.
„Mamma og pabbi verða úti í sal
og maður vill standa sig fyrir þau,
svo er alltaf smá stress yfir því að
það komi enginn!“ segja þeir léttir.
Þeir segja að tónleikagestir geti
búist við miklu stuði. „Það er nú
alltaf markmiðið, að það sé stuð,“
segja þeir. „Við getum lofað kon-
fettíi og miklu stuði. Við spilum
örugglega meirihlutann af nýju
plötunni í blandi við vinsælustu
lögin á hinum tveimur. Þetta
verður mjög gaman!“
Lofa miklu stuði
Hljómsveitin Of Monsters and Men spilar á Iceland
Airwaves á laugardagskvöldinu. Þessi fræga sveit hefur
ekki spilað á Íslandi síðan á Airwaves 2016 og er spennt
að koma og spila lög af nýju plötunni fyrir landa sína.
Sveitin gaf út plötuna Fever Dream í júlí. Þau hlakka til að spila nýju lögin á Íslandi. MYND/ALEXANDER MATUKHNO
SÆ
BRAUT
BÚÐAG
E.
FAXAFEN
LJÓSHEIMAR
SÓ
LH
EIM
AR
G
O
Ð
H
EIM
AR
GLAÐHE
IMAR
SKIPASUNDEFSTASUND
ÁSVEGU
R
HÓLSV
EGUR
DYNGJ
UVEGU
R
LAUGARÁSVEGUR
SUNNUVEGUR
LANGHOLTSVEGUR
DALBRAUT
LAUGAT
EIGUR
HALLARMÚLI
HÁALE
ITISBR
AUT
EN
GJA
TEI
GU
R
HÁALEITISBRAUT
SAFAMÝRI
STIG
AH
LÍÐ
LISTAB
RAUT
SUÐURHLÍÐ
BE YK.
REYNIHL.
BÚSTA
ÐAVEG
UR
KRÍNGLUM
ÝRARBRAUT
SLÉ
TTU
VE
GU
R KJARRV.M
ARK.V.
FO
SSV
OG
SVE
GU
R
ÁLAND
ESPIG
ERÐI
FURUG
ERÐI
HLYNG
ERÐI
SELJUG
ERÐ
I
VIÐ
JUG
.
ÁLMG
ERÐI
HV
AM
M
SG
.
BR
EK
KU
G
ER
Ð
ISTÓ
RAG
ERÐ
I
H
ÁALEITISBRAUT
HVAS
SALEI
TI
EFSTALEITIM
IÐ
LEITI
OFANLEI
TI
NEÐ
STAL.
SÍÐUMÚLI
ÁRMÚLI
SUÐURLANDSBRAUT
VE
G
M
ÚL
I
GNOÐAVOGUR
SKEIFAN
G
RENSÁSVEG
UR
AKURG
ERÐ
I
DR
EK
AV
OG
UR
SE
LM
ÚL
I
FELLS
MÚLI
LERKIHL.
KLIFVEG.
KLEIFARV.
SMÁA
G.
VEÐU
RST
OFUV
EGUR
KRING
LAN
VÍ
ÐI
HLÍ
Ð
HO
LT
AV
EG
UR
SKÁ L AGERÐI B
STU
R
B
R
Ú
N
SÆ
VIÐ
ARSUND
ENGJAVEGUR
H
ÁALEITISBRAUT
SLÉ
TTU
V.
B IR
K IHL ÍÐ
SÆVIÐARSUND
HEIÐARGERÐI
M
.V
.
EFSTASUND
SKIPASUND
ENGJ
AVEG
UR
39
29
23
16
22
REYKJAVIK NOV 6 —— 9 2019
ott að vita!
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA
Á ICELANDAIRWAVES.IS OG Í APPINU.
Þú getur nálgast armbandið í
ráðhúsinu frá og með 4. nóvember.
Mundu kvittun og skilríki.
Einn miði veitir þér aðgang að öllum
tónleikum - Meira en 150 hljómsveitir
Airwaves Pro ráðstefnan fer fram
á fimmtudaginn 8. og föstudaginn
9. nóvember
Þú getur hlustað á hljómsveitirnar á
Spotifylista Iceland Airwaves 2019
10% afsláttur af mat, drykk, vörum
og afþreyingu fyrir miðahafa – 20%
fyrir Airwaves Plus miðahafa
Takmarkað magn af dagpössum
í boði.
2 ICELAND AIRWAVES 3 1 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
3
1
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
0
-8
C
C
4
2
4
2
0
-8
B
8
8
2
4
2
0
-8
A
4
C
2
4
2
0
-8
9
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
3
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K