Fréttablaðið - 31.10.2019, Side 48
BÍLAR
VW frumsýndi nýja kynslóð VW Golf í síðustu viku í höfuðstöðvum sínum í Wolfsburg og þó að útlit bílsins sé engin
bylting segja hönnuðir VW að upp
lýsingakerfi bílsins sé það og meira
til. Mælaborðið er nú að mestu leyti
stafrænt sem er óvanalegt í þessum
stærðarf lokki. Volkswagen hefur
sterkar stoðir í þessum bíl því að
Golf er söluhæsti bíll Evrópu og
hefur verið í fararbroddi í fjóra ára
tugi og selst í meira en 35 milljónum
eintaka. Bíllinn kemur á markað
í Evrópu í desem ber en á Íslandi á
nýju ári.
„Við fáum fyrst beinskiptu bílana
upp úr áramótum en aðalsölubíllinn
okkar verður auðvitað sjálfskipti 150
hestafla bíllinn í mildri tvinnútgáfu,
en hann er væntanlegur með vor
inu,“ segir Jóhann Ingi Magnússon,
vörumerkjastjóri Volkswagen, í við
tali við Fréttablaðið. „Sambærilegir
bílar verða á svipuðum verðum milli
kynslóða en þessar mildari tvinnút
gáfur hækka bílinn örlítið í verði.
Tengiltvinnútgáfurnar tvær verða
svo kynntar næsta haust,“ segir
Jóhann enn fremur.
Nýja mælaborðið í Golf er nánast
alveg stafrænt og gildir einu hvort
um skjái eða takka er að ræða.
Skjáir eru snertiskjáir og takkar
með snertivirkni. Í mælaborðinu er
innbyggt mótald sem tengir hann
við höfuðstöðvar Volkswagen svo
hægt verður að senda hugbúnaðar
uppfærslur gegnum netið. Einnig
gefur þetta möguleika fyrir eigendur
bílanna að tengjast þeim í gegnum
síma sína svo hægt er að sjá til dæmis
hvort kveikt sé á ljósum.
Sjálfvirkni í akstri nær nýjum
hæðum hjá VW í nýjum Golf, en
hann er fyrsti bíllinn frá fram
leiðandanum með Car2X sam
skiptabúnaðinum sem varað getur
ökumann við hugsanlegri hættu sé
hinn bíllinn búinn slíkum búnaði.
Þar sem að VW Golf er vinsælasti
bill Evrópu er ekkert skrýtið að VW
velji Golf til að kynna þennan nýja
búnað. VW Golf er einnig hálfsjálf
keyrandi eins og það er kallað, en
hann getur stýrt, aukið og minnkað
hraða á þjóðvegi á allt að 210 km
hraða, en ökumaður verður þó að
hafa aðra hönd á stýri á meðan.
Þeir sem eru svo heppnir að
eiga Samsung síma munu geta
opnað bílinn með símanum og
loks er Alexa, hjálparhellan frá
Amazon, innbyggð í nýja Golfinn.
Í nýjum Golf verður hægt að velja um
fimm tvinnútgáfur. Þrjár þeirra eru
svokallaðar mildari tvinnútgáfur
með 48V raf kerfi, beltaknúnum
startara og 48V litíumrafgeymi. Þær
gerðir kallast eTSI og verða með 110,
130 og 150 hestaf la bensínvélum.
Einnig verða nú tvær tengiltvinn
útgáfur í boði, önnur samtals 204
hestöf l en GTE útgáfan er nú 245
hestöf l. Ný 13 kílóvattstunda raf
hlaða er með meira drægi eða 60 km.
Vélarútgáfur verða fimm samtals,
tvær þriggja strokka bensínvélar, 90
og 110 hestöfl, tvær fjögurra strokka
dísilvélar sem skila 115 og 150 hest
öflum og loks ein metanútgáfa sem
er 130 hestöfl. Að sögn tæknimanna
Volkswagen hefur tekist að minnka
mengun vélanna talsvert og þá sér
staklega dísilvélanna sem blása út
80% minna nituroxíði en áður. Einn
ig hefur eyðsla dísilvélanna minnkað
um 17% miðað við fyrri kynslóð.
Áttunda kynslóð VW Golf
frumsýnd í Wolfsburg
Mesta útlitsbreytingin er á framendanum þar sem lægra húdd gerir nýju díóðuljósin þynnri.
Byltingin er innandyra í nýjum Golf með nýjum 10 tommu upplýsingaskjá og
nú þarf ekki lengur að tengja til að Apple Carplay virki. MYND/ VW NEWSROOM
Stjórn Volkswagen Group mun hittast í vikunni með það eitt að markmiði að ákveða hvort
að áætlunum um framleiðslu á
Pass at í Tyrklandi verði hætt eða
ekki. Ástæðan er hernaðaríhlutun
Tyrkja í Sýrlandi og einnig pólitísk
afskipti heima fyrir, en stjórnar
maður hjá VW, Stephan Weil, hefur
sagt að hann sé á móti byggingu
verksmiðjunnar í Tyrklandi. Steph
an Weil er einnig forsætisráðherra í
NeðraSaxlandi en þar eru einmitt
höfuðstöðvar Volkswagen Group og
fylkið hefur mikil ítök hjá bílafram
leiðandanum gegnum 20% hlut sinn
í fyrirtækinu.
Verksmiðjan, sem kosta á 1,3 millj
arða evra, á að verða tilbúin árið 2022
en þá mun núverandi Passatverk
smiðja í Emden í Þýskalandi fara að
framleiða rafbíla. Ein af lausnunum
sem til greina koma er að færa fram
leiðslu á Passat til risaverksmiðju
VW í Bratislava í Slóvakíu, en þar
eru VW Touareg og Audi Q7 fram
leiddir ásamt smábílunum VW Up,
Seat Mii og Skoda Citigo. Áætlanir
gera ráð fyrir að framleiðsla þessara
smábíla muni minnka svo að hætta
þurfi framleiðslu á næstu árum. Sam
kvæmt heimildum innan VW mun
þegar hafa verið ákveðið að f lytja
hluta af framleiðslu Skoda Karoq til
Brati slava, en til stóð einnig að fram
leiðsla á Karoq yrði í Tyrklandi.
VW hugleiðir að
færa framleiðslu
frá Tyrklandi
Verksmiðjur VW eru mikilvægar fyrir
atvinnulífið. NORDICPHOTOS/GETTY
Kemur fyrst bein-
skiptur en aðalsölu-
bíllinn sem er 150
hestafla sjálfskiptur
verður kynntur með
vorinu hérlendis.
Samkvæmt vefmiðlinum Autoblog hefur MercedesBenz hafið innköllun á EQC raf
bílnum vegna gallaðs bolta í mis
munadrifi í framöxli. „Daimler AG
hefur komist að þeirri niðurstöðu
að á sumum EQC bílum geti bolti í
mismunadrifi framöxuls hugsanlega
ekki staðist kröfur um endingu. Þess
vegna er ekki hægt að koma alveg í
veg fyrir að boltinn geti brotnað á
líftíma bílsins,“ segir í tilkynningu
frá framleiðandanum. „Gallinn
gæti haft áhrif á snúningsvægi til
framöxuls sem leitt gæti til þess að
bíllinn stöðvist skyndilega, og gæti
haft áhrif á stjórnum ökutækisins,
sem leitt gæti til slyss,“ segir enn
fremur í tilkynningunni. Þýska við
skiptablaðið Kfz Betrieb sem sagði
fyrst frá innkölluninni segir að 1.700
EQC bílar hafi verið innkallaðir, þótt
Daimler vilji ekki gefa upp hversu
margir þeir eru.
Alls munu 20 bílar á Íslandi verða
innkallaðir vegna gallans. Að sögn
Jónasar Kára Eiríkssonar, vöru
merkjastjóra Mercedes á Íslandi, er
verið að bíða eftir varahlutum svo
hægt sé að hefja innköllunina. „Til
kynning verður send eigendum og
auðvitað Neytendastofu tilkynnt
um málið. Engin atvik hafa komið
upp varðandi þennan galla, en
þetta kom upp í gæðaeftirliti fram
leiðanda,“ sagði Jónas enn fremur.
20 Benz EQC bílar
innkallaðir á Íslandi
XCeed verður fyrst
fáanlegur með 1,4 l bensín-
vél, framdrifi og sjö þrepa
DCT sjálfskiptingu.
Sjálfvirkni í akstri nær
nýjum hæðum hjá VW í
nýjum Golf, en hann er
fyrsti bíllinn frá framleið-
andanum með Car2X
samskiptabúnaðinum sem
varað getur ökumann við
hugsanlegri hættu.
Njáll
Gunnlaugsson
njall@frettabladid.is
Bílaumboðið Askja frumsýnir Kia XCeed í Kia húsinu að Krókhálsi 13 á laugardaginn
klukkan 1216. XCeed er glænýr
bíll úr smiðju suðurkóreska bíla
framleiðandans og er borgarjepp
lingur. Forsala á XCeed í rafmagn
aðri tengil tvinnútfærslu með 58 km
drægi er þegar hafin.
Hönnunin á XCeed er falleg og
sportleg og mikið er lagt í innan
rýmið. Bíllinn er með með 184 mm
veghæð og ökumaður og farþegar
sitja hátt í bílnum. Bíllinn er með
426 lítra farangursrými með aftur
sætin uppi. XCeed er einn tækni
væddasti bíllinn í sínum flokki og
má þar nefna 10,25 tommu upplýs
ingaskjá og 12,3 tommu skjá í mæla
borði. Þá er XCeed í boði með tækni
væddu UVO kerfi sem bætir enn
frekar tengimöguleika varðandi
afþreyingu og akstursupplýsingar
og gefur ökumanni betra aðgengi
að umheiminum og því sem er að
gerast í kringum hann í akstrinum.
Bíllinn er hannaður í hönnunar
miðstöð Kia í Frankfurt í Þýska
landi undir handleiðslu Gregory
Guillaume, aðstoðarforstjóra hönn
unardeildar Kia Motors í Evrópu.
XCeed verður fyrst fáanlegur með
1,4 lítra bensínvél, framdrifi og sjö
þrepa DCT sjálfskiptingu, en á
næsta ári kemur XCeed í rafmagn
aðri tengil tvinnútfærslu sem verður
án efa vinsæl útfærsla. Á næsta ári
mun Askja einnig fá Ceed Sports
wagon Plugin Hybrid.
Samhliða frumsýningunni á
XCeed á laugardag mun Askja opna
á forpantanir á þessum tveimur
tengil tvinnbílum. Áætlað drægi
þeirra er 58 km á rafmagni.
Kia XCeed frumsýndur í Öskju um helgina
Á næsta ári kemur Kia XCeed í rafmagnaðri tengiltvinnútfærslu.
3 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R32 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
1
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
2
0
-7
9
0
4
2
4
2
0
-7
7
C
8
2
4
2
0
-7
6
8
C
2
4
2
0
-7
5
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
3
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K