Fréttablaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 52
LEIKHÚS
Stórskáldið
Björn Leó Brynjarsson
Borgarleikhúsið
Leikstjórn: Pétur Ármannsson
Leikarar: Jóhann Sigurðarson,
Unnur Ösp Stefánsdóttir og
Hilmar Guðjónsson
Leikmynd og búningar: Ilmur
Stefánsdóttir
Lýsing: Pálmi Jónsson
Myndbandshönnun: Elmar
Þórarinsson
Leikgervi: Margrét Benedikts-
dóttir og Ilmur Stefánsdóttir
Hljóðmynd: Þórður Gunnar Þor-
valdsson
Heimi ld a r my nd agerða r fól k ið
Rakel og Andri eru á leið djúpt inn
í Amasonfrumskóginn til að leita
uppi Nóbelsverðlaunahöfundinn
Benedikt, sem er pabbi Rakelar.
Hann yfirgaf fjölskylduna fyrir
löngu síðan og lét sig hverfa inn í
regnskóginn. Stórskáldið er afrakst-
ur Björns Leós Brynjarssonar í starfi
sínu sem leikskáld Borgarleikhúss-
ins og var frumsýnt á Nýja sviði
hússins fyrir stuttu.
Hugmyndirnar sem Björn Leó
setur fram í textanum snúa helst
að fjölskyldusamskiptum, sann-
leikanum og sköpunargáfu en allar
rista þær grunnt. Stærsta vandamál
leikritsins er slæmt handverk og
veikur rammi. Frásagnir um fortíð-
ina eru ósviðsræn leið til að koma
upplýsingum til skila. Persónur
tala hver til annarrar frekar en að
tala saman, bregðast við og vinna
úr. Leiktextinn tjóðrar leikarana
við orðið og hefur þannig lamandi
áhrif á framvinduna. Sögur skapa
kannski mannveruna en enda-
lausar upprifjanir eru ekki gefandi
fyrir lifandi samskipti.
Margar hugmyndir
Jóhann Sigurðarson hefur þá sjald-
gæfu hæfileika að gæða nánast
hvaða texta sem er lífi með víð-
feðmu raddsviði og persónu-
töfrum. En honum tekst ekki að
Á villigötum í frumskóginum
Stærsta vandamálIð við leikritið er slæmt handverk og veikur rammi, segir leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins, Sigríður Jónsdóttir.
gera hinn einræðuglaða Benedikt
sannfærandi. Ekki farnast hinum
leikurunum betur. Þau Unnur
Ösp Stefánsdóttir og Hilmar Guð-
jónsson beita ýmsum brögðum til
að kveikja neistann á milli skötu-
hjúanna en uppskera fátt. Rakel
er hvatberi atburðarásarinnar en
vex ekki sem persóna fyrr en undir
lokin, Unnur Ösp leysir hlutverkið
ágætlega en nær aldrei tangarhaldi
á ókláruðum karakternum. Áhorf-
endur kynnast Andra heldur aldrei
og Hilmar leitar af miklum móð í
skrípalæti til að kynda undir texta-
Anum, slíkt dugar skammt.
Ábyrgðin liggur líka hjá Pétri
Ármannssyni sem leikstýrir Stór-
skáldinu. Líkt og í handritinu eru
hugmyndirnar margar en fáar
unnar til fullnustu. Í byrjun er upp-
tökuvélin lifandi hluti af sýning-
unni en verður f ljótt föst við þrí-
fótinn.
Hreyfing og líkamstjáning leik-
ara á sviðinu er of takmörkuð til að
mynda togstreitu milli þremenn-
inganna. Allt of oft eru allar þrjár
persónurnar hreyfingarlausar og
stundum tilfinningalausar á meðan
farið er með textann, leikurinn fer
nánast allur fram fremst á sviðinu
sem fletur út alla spennu. Stílbrotin
eru ekki nægilega vel útfærð og riðla
framvindunni án þess að bæta ein-
hverju við nema spaugpásu.
Á byrjunarreit
Notkun á exótík í bæði fagur-
fræði og innihaldi leiksýningar
krefst nákvæmni af hálfu listræna
teymisins og heppnast miður vel í
Stórskáldinu. Ilmur Stefánsdóttir
tínir til Hawaii-skyrtur, safaríhatta
og nýtískulegan samfesting til að
klæða karakterana. Leikmyndina
fyllir hún af gerviplöntum, líkneskj-
um og basthúsgögnum. Sýnishorn
úr mörgum mismunandi menn-
ingarheimum sem ekki er hægt að
útskýra eða afsaka með gerviver-
öldinni sem reynt er að búa til.
Baráttan fyrir nýrri íslenskri
leikritun snýst ekki einungis um
að setja á svið f leiri leikrit heldur
einnig gæðI. Stórskáldið er leik-
verk á byrjunarreit, efniviðurinn
er til staðar en handritið þarfnast
töluvert meiri vinnu. Vonandi fær
Björn Leó f leiri tækifæri til að þróa
sinn stíl betur.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
leikrit frá leikskáldi Borgarleik-
hússins standast ekki listrænar
kröfur. Ekki er nóg að gefa leik-
skáldum ráðrúm til að skrifa innan
veggja atvinnuleikhúsanna heldur
verður að veita þeim aðhald, stuðn-
ing og setja skýr markmið.
Sigríður Jónsdóttir
NIÐURSTAÐA: Ófullgerð samsuða af
hugmyndum og fagurfræði.
BÆKUR
Kindasögur
Aðalsteinn Eyþórsson og
Guðjón Ragnar Jónasson
Útgefandi: Sæmundur
Fjöldi síðna: 118
Sögur af íslensku sauðkindinni
geta varla klikkað fyrir þá sem
hafa gaman af þjóðlegum fróðleik
í lauf léttum dúr. Í Kindasögum
rekja sagnasafnararnir Aðalsteinn
Eyþórsson og Guðjón Ragnar Jónas-
son einstaklega skemmtilegar frá-
sagnir af sauðfé á Íslandi, sem hefur
unnið sér eitthvað til frægðar.
Efnið er fjölbreytt og nokkuð yfir-
gripsmikið því í bókinni má finna
bæði sögur af kindum í fornsögum,
útigangsfénu í Tálkna, sem enn er
nokkuð hitamál á Vesturlandi, og
margt þar á milli.
Texti bókarinnar er afar fallega
skrifaður og tekst höfundum ein-
staklega vel til með að endursegja
frásagnirnar, sem þeir hafa ýmist
tínt til úr gömlum blaðagreinum
eða úr samtölum sínum við bændur
landsins. Höfði frásagnir af kindum
ekki til fólks getur það engu að síður
skemmt sér við að lesa þjóðsagna-
kenndan og hnyttinn stíl þeirra
höfunda. Þá má sjá á textanum að
þeir hafa haft gaman af umfjöllunar-
efninu því þeir leika sér á lauf léttum
nótum með frásagnirnar og þær
verða ljóslifandi fyrir lesandanum.
Íslenska sauðkindin hefur gegnt
gríðarlega stóru hlutverki í sögu
okkar Íslendinga. Hún hefur fætt
okkur og klætt í gegnum aldirnar,
en einnig dregið kappsfulla smala í
ótrúlegar afreksferðir um óbyggðir
landsins. En eins og höfundar benda
á hefur þorri landsmanna misst
tengingu við þennan gamla sam-
ferðamann sinn. Kindin er raunar
orðin flestum að hálfgerðri huldu-
veru, sem bregður fyrir út um bíl-
glugga í ferðum út á land. Og það er
kannski það sem gerir sögurnar svo
skemmtilegar, þær líkjast margar
hverjar frekar gömlum þjóðsögum
af huldufólki og tröllum en frásögn-
um af raunverulegum atburðum.
Í bókinni eru
kindurnar dregn-
ar fram í sínu
rétta ljósi; þær eru
þrautseigar skepnur, sem gefa ekk-
ert eftir og láta hafa fyrir sér. Sam-
hliða sögunum er svo stiklað á stóru
í sögu íslensks sauðfjárbúskapar, en
hann var allt annar fyrir rúmum
hundrað árum en hann er í dag.
Ótrúleg saga hinnar frægu rollu
Herdísarvíkur-Surtlu er svo rakin
og stendur hún upp úr, enda um að
ræða æsispennandi frásögn af kind
í útlegð, sem fangaði hjörtu lands-
manna á sjötta áratug síðustu aldar.
Höfundarnir fara afar vel með
efnið og passa sig vel á að hafa
umfjöllunina, til dæmis um sauðfé
í Íslendingasögunum, ekki of fræði-
lega. Hér er um að ræða laufléttar
frásagnir sem eru ætlaðar fólki til
a l me n n r a r d æ g r a -
styttingar. Aðalsteinn
og Guðjón hafa með
bókinni lagt sitt af
mörkum til að við-
halda gamalli íslenskri
sagnahefð. Þeim tekst
frábærlega upp og
hafa vandað val sitt
á efni í bókinni, því
líklega hefur verið
úr nógu að velja. Þeir
hafa síðan boðað
útgáfu f leiri sagna
af íslensku kindinni
og bíðum við hin
spennt á meðan þeir
sanka að sér efni
með ferðum sínum
á sveitabæi landsins.
Óttar Kolbeinsson
Proppé
NIÐURSTAÐA: Langþráður þjóðlegur
fróðleikur í laufléttum dúr. Afar vel
heppnuð bók með skemmtilegum
kindasögum.
Þjóðlegur fróðleikur í sauðalitunum
Í bókinni eru kindurnar dregnar fram í sínu rétta ljósi; þær eru þrautseigar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
3 1 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R36 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
1
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
2
0
-8
7
D
4
2
4
2
0
-8
6
9
8
2
4
2
0
-8
5
5
C
2
4
2
0
-8
4
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
3
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K