Úti - 15.12.1928, Blaðsíða 6

Úti - 15.12.1928, Blaðsíða 6
4 ÚTI Freyr, sólarguðinn, var sjerstaklega blótað- ur á jólunum. Um blótveislur forfeðra vorra segir Snorri: »Þá skyldi blóta i mót vetri til árs, en að miðjum vetri blóta til gróðrar, hið þriðja að sumri; það var sigurblót«. Þetta miðs- vetrarblót, sem Snorri nefnir, var jólaveisl- an Hún stóð í 3 daga. Þá stefndu höfð- ingjar að sjer fjölmenni, vinum, frændum og skjólstæðingum. Á þessari hátíð var margt gert tii skemtunar og hátíðabrigða. Þá frömdu menn ýmsa leiki og íþróttir, strengdu heit og blótuðu goðin. Þá voru drykkjur miklar; var því kallað að drekka jól. »Úti vill jól drekka«, segir Þorbjörn horn- klofi um Harald hárfagra. Jólablótið hófst fyrrum miðsvetrarnótt, um 12. janúar. Þegar kristni var lögtekin, hjeldu menn jólahátíðinni undir sama nafni sem áður og iíku fyrirkomulagi. En nú var hún haldin hátíðleg í minning um fæðing frelsarans, og helgir menn og englar guðs komu i stað goðanna í áköllum öllum og minnisdrykkjum. Hin kristna jólahátíð byrj- ar nokkru fyr en jólablótið, en Snorri segir svo frá, að Hákon Aðalsteinsfóstri hafi breytt jólahaldinu og fært það fram á þann tíma, sem kristnir menn hjeldu síu jól. Há- kon var kristinn, en varð ekki ágengt um kristniboð í Noregi vegna samheldni hinna heiðnu höfðingja; ætlaði hann að vinna Norðmenn smátt og smátt til kristinnar trú- ar, og var þessi breyting á jólahaldinu und- irbúningur í þá átt, að sögn Snorra, en þetta var um hálfri öld áður en Noregur væri kristnaður. Af því að jólahátíðin er þannig upprunn- in í sambandi við átrúnað forfeðra vorra, er það auðskilið, að við hana voru tengdir ýmsir siðir og margskonar hindurvitni. Þessir siðir hjeldust við í kristnum sið og margir fram á þennan dag. Jólasiðirnir eru ýmis- legir í ýmsum löndum, sumir ganga um öll lönd, aðrir eru tíðkaðir einungis í einu landi. Þessir siðir eiga sjer margvíslegan uppruna og eru misjafnlega gamlir. Sumir eru úr kristinni tíð, aðra má rekja til Ásatrúarinn- ar og sumir eru ennþá eldri, frá þeim tíma, þegar forfeður vorir trúðu á ýmsa náttúru- vætti. Er þó erfitt og oft ógerningur að greina á milli, hvað er frá hverjum tima. Þó telja menn til jaessa elsta tímabils þann sið, að gefa jólagjafir og nð tendra ljós bæði hátt og lágt. Það er ennfremur frá sama tíma, að á jólunum eru allir jafnir, bæði húsbændur og hjú, ríkir og fátækir, ungir og gamlir. Þetta þrent, sem er einná eftirtektarverðast í jólahaldinu, er því ekki til vor komið með krisininni, heldur miklu eldri arfur frá forfeðrum vorum. P. S. Væringjafjelagið. 1913 — 15 ára — 1928. Þótt skátafjelagið Væringjar sje ekki hið fyrsta skátafjelag, sem stofnað var hjer á landi, má það þó teljast brautryðj- andi skátahreyfing- arinnar á íslandi. Það var á sumar- daginn fyrsta 1913, aðsjeraFriðrik Frið- riksson vígði flokk drengja, sem ætlað var að heyja hina góðu baráttu. Sjera Friðrik, sem var og stofnandi flokksins, hafði þó ekki í huga þá, að þetta yrði skátaflokkur, en góð og göfug verkefni voru honum ætluð, svo sem að temja drengjunum: sannsögli, hlýðni, gott orð- bragð, kurteisi, sjálfsaga og sjálfsafneitun. Þetta voru andlegu íþróttirnar, sem þeir áttu að temja sjer, en í líkamlegum íþrótt- um áttu þeir einnig að þjálfa sig, svo sem í: göngu- æfingum, leik- fimi, sundi og glímu. Þeir hlutu nafnið Væringjar, eftir norrænu vikingunum, ersátuíMikla- garði (Kon- stantinopel) á 11. öld. Ein- kennisbúning báru þeir, gerðan eftir A. V. Tulinius, skáiahöfðingi tslands. Sjera Fr. Fridriksson, stofn- andi Vœringjafjelagsins.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.