Úti - 15.12.1928, Síða 12
10
ÚTI
snögglega dró ský fyrir sólu. Hann var sak-
aður um siðferðisbrot og dæmdur til tveggja
ára fangelsisvistar. Er hann hafði tekið út hegn-
inguna, ferðaðist hann um ýms lönd og dó i
París árið 1900.
Fátt eitt af ritverkum Wiides hefir verið þýtt
á íslensku. »Úr djúpunum* (De Profundis) hefir
Yngvi Jóhannesson íslenskað. Þá bók reit Wilde
í fangelsi. Qrein um hann birtist í »Iðunni« X.
árg., 3., en þetta er sagt þeim, sem kynnast
vildu skáldinu og verkum hans.
Eitt af leikritum Wildes heitir »A Woman
of No Importance-. Er kafli sá, sem hjer fer á
eftir, þýddur úr því. Hann er valinn út úr sam-
tali milli móður og sonar. Gerald Arbuthnot
hefir búið með góðri og ástríkri móður sinni
frá fyrstu tíð, en hvorki sjeð föður sinn nje
heyrt hans getið. Þegar hann er um tvitugt,
kemst hann af tilviljun að þvf, hver faðir hans
er. Það er Illingworth lávarður, ljettúðugur en
glæsilegur heimsmaður. Og nú heyrir Gerald
af vörum móður sinnar, hvernig þessi fíni sam-
kvæmisherra dró hana á tálar fyrir mörgum
árum, þegar hún var ung og saklaus stúlka.
Hann hafði heitið að kvongast henni, en dregið
það á Ianginn og að lokum varpað henni al-
veg frá sjer. Þegar Gerald heyrir þessa rauna-
sögu móður sinnar, ákveður hann með sjálfuni
sjer að knýja föður sinn til að eiga hana, að
hann með því bæti fyrir brot sitt. Hann segir
henni ætlun sína, en hún má ekki heyra það
nefnt og þvertekur alveg fyrir það. Einu sinni
elskaði hún þennan mann. Nú fyrirlitur hún
hann. í 20 ár hefir hún lifað einmana og vfir-
gefin. Það eina, sem batt hana við lífið, var
barnið. Hún segir:]
»Karlmenn skilja ekki hvað það er, að vera
móðir. Jeg er ekki frábrugðin öðrum konum að
öðru leyti en því, að jeg var ranglæti beitt og
varö að þola þunga refsingu og vansæmd fyrir
vfirsjón mina. En til þess að ala þig, varð jeg að
horfast i augu við dauðann. Jeg varð að glfma
við hann, til þess að geta sjeð þjer fyrir viður-
væri. Við börðumst um þig, dauðinn og jeg. All-
ar konur verða að berjast við dauðann, svo að
þær fái haldið börnum sínum. Hann vill taka
börnin frá okkur, því að hann er sjálfur bamlaus.
Gerald, þegar þú varst nakinn, klæddi jeg þig,
og þegar þú varst svangur, gaf jeg þjer að borða.
.Teg annaðist þig dag og nótt, þennan langa vet-
ur. Ekkert starf er of auðvirðilegt, umhyggjusemin
aldrei nægileg, þegar í hlut á sá, sem við konur
elskum. Og það veit guð, jeg elskaði þig heitt.
Hannah hefir ekki elskað Samúel heitar. Þú þarfn-
aðist ástar, þvi'að'þú' varst veiklaður, og aðeins
ástin gat varðveitt líf þitt. Hún ein megnar að
varðveita líf hvers og eins. Drengir eru oft hirðu-
lausir og særa aðra hugsunarlaust. Við gerum
okkur þó ávalt í hugarlund, að þegar þeir komist
á legg og fari að þekkja okkur betur, þá muni
þeir endurgjalda okkur. En það fer ekki svo.
Heimurinn dregur þá frá okkur, og þeir eignast
vini, sem þeir njóta lifsins betur með en með
okkur. Þeir taka þátt i skemtunum, sem við erum
útilokaðar frá, og eignast áhugamál, sem ekki eru
okkar. Þeir eru ósanngjarnir i okkar garð, þvi að
þegar á móti blæs í lífinu, skella þeir skuldinni á
okkur, og hins vegar, þegar lífið leikur við þá,
fáum við ekki að njóta þess með þeim. . . . Þú
eignaðist marga vini og fórst heim til þeirra og
varst glaður með þeim. En jeg þekti leyndarmál
mitt og þorði því ekki að fara með þjer, heldur
sat jeg heima fyrir luktum dyruin. Jeg lokaði sól-
ina úti-og sat í myrkrinu. Hvað átti jeg að vilja
inn á heiðarleg heimili? Fortíð mín fylgdi mjer
stöðugt. . . . Og þú hjelst, að jeg kærði mig ekki
um hið skemtilega í lífinu. Jeg skal segja þjer,
jeg þráði það, en þorði ekki að snerta, því að
mjer fanst jeg engan rjett hafa til þess. Þú hugðir
inig vera sælli við starf mitt meðal fátæklinga.
Það væri mitt hlutverk, hugsaðir þú. Svo var ekki,
en hvert annað átti jeg að fara? Þeir sjúku spyrja
ekki, hvort höndin, sem lagar koddann þeirra, sje
hrein, og á dauðastundinni er mönnum sama, þótt
varirnar, sem snerta enni þeirra, hafi þekt syndar
kossinn. Það varst þú, sem jeg hugsaði um sí og
æ; en jeg veitti þeim þá ást, sem þú ekki þarfn-
aðist. Jeg sóaði í þá ást, sem þeim ekki bar. Þjer
fanst jeg eyða of miklum tíma í kirkjugöngur og
guðsþjónustu. En hvert átti jeg að snúa mjer ann-
að? Guðshús er eina húsið, þar sem syndarar eru
velkomnir, og þú varst altaf i hjarta mínu, Ger-
ald, um of í hjarta mínu, þvi að þótt jeg hafi dag
eftir dag, við morgun- eða aftansöng, kropið í
húsi drottins, þá hefi jeg aldrei iðrast syndar minn-
ar. Hvemig gat jeg iðrast, þar sem þú, ástvinur
minn, varst ávöxtur syndarinnar! Jafnvel nú, þeg-
ar þú ert beiskur við mig, get jeg ekki iðrast.
Jeg geri það ekki. Þú ert fnjer meira virði en sak-
leysið. leg vildi heldur vera móðir þín — langtum
heldur — en hafa altaf verið hrein og saklaus.
Ó, sjerðu ekki, skilurðu það ekki? Það er van-
sæmd mín, sem hefir gert þíg mjer svo kæran.
Það er vanheiður minn, sem hefir bundið þig mjer
svo náið. Verðið, sem jeg galt fyrir þig, — sál
mín og Iikami — kemur mjer til að elska þig svo
sem jeg geri. Ó, bið mig ekki að gera þetta, sem
mjer finst svo hræðilegt.« A. G.
iLij*