Úti - 15.12.1928, Blaðsíða 17

Úti - 15.12.1928, Blaðsíða 17
15 ÚTI Hugrekki. Það þarf hugrekki til að breyta rjett. Það eru margir, sem þora ekki að gera það, sem þeim ber, af því að þeir eru hræddir við háð annara. Þá vantar hug- rekki og djörfung. Það er mjög hættulegt að gera það, sem rangt er, móti betri vit- und, vegna hræðslu við aðra, og jafn hættu- legt er hitt, að þora ekki að gera það, sem menn vita að rjett er. Hvorttveggja er lítil- menska, og sá, sem í bvrjun lætur eftir hræðslu sinni, á seinna mjög erfitt með að komast á rjettan kjöl aftur. Það er í byrj- un auðveldast, að ýlfra með þeim úlfum, sem í kringum eru, en því lengur sem það er gert, því erfiðara verður að losna frá þeim og seinast verður sá úlfur, sem það gerir, þótt hann væri það ekki áður. Með því að sýna festu og hugrekki strax í upp- hafi, vinna menn virðingu þeirra, sem spotta og ögra. Einu sinni fjekk piltur í efstu bekkjum Latínuskólans stöðu sem heimilis- kennari á tignu heimili, þar sem átti heima megn óvild við kirkju og kristindóm, og hæðst var að kirkjusiðum og helgiathöfn- um. Hann var trúaður ungur maður og mjög dulur og fáskiftinn. En frá byrjun tók hann svari kristindómsins, er að honum var skopast eða honum hallmælt. Varð hann fyrst að hevra margar ákúrur út af því. Það var erfitt fyrir hann í fyrstu, af því að hann var feiminn. Eitt sinn, miðvikudaginn fyrir skírdag, er hann ætlaði heim til sín til Reykjavíkur í páskaleyfinu, var svo ákaf- lega vont veður, hrakviðri hið mesta og stormur. Fólkið sagði við hann: Þú ættir ekki að fara í þessu veðri, heldur að bíða til morguns. En hann kvaðst mega til að fara. »Er það svo nauðsynlegt?« var spurt. »Já«, sagði hann blátt áfram. »Jeg þarf að vera til altaris á moreun«. Það varð þögn. Enginn sagði eitt hæðnisorð; fólkið vissi, að það hafði engin áhrif á hann og virti festu hans. Hann hafði sýnt hana frá bvrj- un og unnið sjer virðingu allra. Sannur kristindómur gefur hugrekki. Sá, sem veit, að hann hefir guð með sjer, þarf ekki að vera hræddur. Þegar í fyrstu boð- un kristindómsins hljómaði aftur og aftur þetta: Óttist ekki! Á hinum fyrstu jólum var það sagt við hirðana: »Óttist ekki, sjá jeg flyt yður boðskap um mikinn fögnuð ... I dag er yður frelsari fæddur«. Seinna sagði Jesús við lærisveina sína: »Hjarta yðar skelfist ekki nje hræðist; trúið á guð og trúið á mig!« Þeir, sem hafa guð með sjer, þurfa ekkert að hræðast. Þess vegna er það gott jólaorð til allra drengja: »Vakið, standið stöðugir í trúnni. Verið karlmannlegir, verið styrkir. Alt hjá yður sje í kærleika gert«. 1. Kor. 16, 13. Fr. Fr. Jólin eru bráðum komin og þið eruð áreiðanlega farnir að hlakka til þeirra, en jafnframt er árið að enda. Það er því gott fyrir ykkur, kæru fjelagar, að hugsa til þess, sem drifið heíir á dagana á árinu og gefið hefir ykkur bestu og skemtilegustu endur- minningar. Jeg efast nú ekki um, að skemtilegustu stundirnar hafa verið á meðan þið voruð að ferðast og dvölduð í sveitinni, — þegar þið voruð í heimsókn hjá Fjallkonunni, okk- ar eigin móður: jörð. Hún sýndi ykkur öll sín fegurstu gull, sín fögru fjöll, ýmist skrautbúin grænum skrúða, stráð blómum og trjám, sem ung, fögur stúlka, eða með hvítan æruverðugan skalla, sína tignarlegu og fögru fossa, sem hún skreytti regnbog- um og ljet laxana stökkva og baða sig í, en sólin skein svo vinaleg og hlý um leið, svo að yndislegri sjón sjáið þið aldrei, og þið munuð heldur ekki nokkurn tíma gleyma henni. Hún sýndi ykkur heitu lindirnar sín- ar og Ijet þær gjósa ykkur til ánægju og leyfði ykkur að nota þær til að sjóða mat ykkar i. Hún gaf ykkur Ijúffengu berin sín að eta og skemti ykkur á allan hátt. Alt þetta gerði hún fyrir ekki neitt. Einustu launin, sem hún býst við, er, að þið elskið hana — elskið 'ísland — föðurlandið okkar. En hverjum var það mest að þakka, að ykkur gafst kostur á að lifa þessu skemti- lega útilífi? Það var áreiðanlega foreldrum ykkar heima mest að þakka. Þau hafa máske neitað sjer um margt til þess að veita ykkur þessa og marga aðra ánægju, en þeim er nóg gleðin yfir að vita, að

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.