Úti - 15.12.1928, Blaðsíða 23

Úti - 15.12.1928, Blaðsíða 23
21 ÚTI hann hugsaði með gleði til litla trjesins, sem pabbi hans hafði smiðað fyrir mörgum árum og altaf var notað. Einnig vissi hann, að margir mundu fá stórar og miklar gjafir þetta kvöid. Það olli honum engrar öfundar, þótt hann byggist við litlum eða engum sjálfur. Verst fjell honum, að geta ekki gefið neinum neitt. Mamma hans hafði orðið að fá alla peningana um siðustu mán' aðarmót. Þau áttu heima uppi á efsta Iofti i þrílyftu húsi og bjuggu i einu herbergi. Þegar heyrðist til Pjeturs í stiganum, var hurð- in opnuð. »Ertu nú loksins orðinn laus, elsku drengurinn minn?« sagði móðir hans um Ieið og hún faðm- aði hann að sjer. Það hýrnaði yfir Pjetri, þegar hann sá jólatrjeð og heyrði öli systkini sín syngja. Og þegar móðir hans kom með jólagjafirnar, nýja sokka og skó, þá varð hann ekki Iítið glað- ur. En er pabbi hans gaf honum bók, sem Pjetur hafði lengi langað til að eignast, þá komu tárin fram í augun á honum. Jón H. Guðmundsson. Þú sjerð hjerna á myndinni upphandlegg og dálítið af framhandlegg. — Beinin sjást greinilega og þú veist hvað þau heita. Þú sjerð líka greini- lega »aflvöðvann« á upphandleggnum, M, þenn- an, sem er kallaður tvíhöfði, og þú sjerð móta fyrir báðum »höfðunum« (sinunum, U, sem ganga yfir í vöðvann). Á myndinni vinstra megin er hand- leggurinn útrjettur, en hægra meginn saman dreg- inn. Þú sjerð, hvernig hann er þar styttri og digr- ■ ari. — Við innri röndina i þessum vöðva liggur stóra slagæðin, sem fer ofan i handlegginn, og einmitt þarna á að stöðva blóðrás frá hendi og framhandlegg, með því að þrýsta æðinni inn að upphandleggsbeininu. Æfið ykkur i að gera þetta hver á öðrum. D. Seh. Th. Beinbrot 2. mynd. 2. mynd er af fótleggsbroti, lokuðu. Á 3. mynd sjerðu, hvernig togað er í fótinn sínu hvoru megin við brotstaðinn, til þess að reyna að koma bein- unum í samt lag. Settu á þig handtökin. Á 4. myndinni er verið að vefja um beinbrotið, búið 4. mynd. að setja spelkur á, en er verið að vefja spelkurn- ar fast að leggnum. Þú tekur væntanlega eftir, að liöndur þær, sem voru að toga á 3. myndinni, halda enn sama takinu á 4. myndinni. Til hvers er það gert? Á 5. myndinni sjest líka fótleggsbrot, en það er opið. Hver er nú munurinn á þessu broti og hinu,

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.