Úti - 15.12.1928, Blaðsíða 19

Úti - 15.12.1928, Blaðsíða 19
Sveitam.: Svo er nú það. Og af er það, sem áður var, þegar blöðin og brjefin bárust sárasjald- an til okkar. Sveinn: Er mikið um gestagang hjá ykkur hjer? Sveitam.: O-nei, sussu, nei. Ekki er hægt að segja það. Við erum ekki í þjóðbraut hjer, en fyrir kemur það þó, að fólk úr Reykjavík ríði hjer um og ekki eru það altaf velkomnir gestir, því að það skoðar ekki huga sinn um hvar fara skuli. Oft ríður það yfir slægjur okkar, skilja hliðin eftir opin og ef það ægir, þá iætur það eftir sig allskonar rusl, sem er tormelt skepnum okkar. Sveinn: Já, það er hörmulegt, hvað fólk er hugs- unarlaust um þessi efni . . . Halli: Já, einmitt það fólk, sem fiýr bæina í frí- stundum sínum til að njóta fegurðar náttúrunnar og gestrisni sveitafólksins, það skerðir gróðuiinn og saurgar fegurstu blettina i hugsunarleyst sínu og gárungaskap. Sveitam.: Þið segið vel um þetta, drengir. Og jeg vona, að þið látið ekki slíkt til ykkar spyrjast. Sveinn: Þjer er óhætt að treysta því, að það gerum við ekki. Og það fyrsta, sem við brýnum fyrír nýliðum okkar, er það, að ganga ávalt vel frá tjaldstæðunum og valda ekki sveitabændum skaða á ferðalögum sínum. Sveitam.: Þetta þykir mjer vænt að heyra, drengir. Og ef skátunum tækist að vinna á í þessum efn- um, þá er ekki til einskis að verið. Annars er nú orðið áliðið og mjer hentar ekki að vera lengi að heiman. (Hann stendur upp). Jeg þakka ykkur fyrir hlýlegheitin og ef ykkur vanhagar um eitt- hvað á meðan þið dveljið hjer, þá stendur ykkur til boða það litla, sem jeg hefi upp á að bjóða. (Hann kveður hvern þeirra með handabandi og gengur burt. Skátarnir sitja þögulir nokkra stund, en hefja svo aftur samtal sitt). Sveinn: Þetta var allra besti náungi. Mjer virt- ist hann fyrst vera nokkuð þurr á manninn, en svo var hann orðinn svo ágætur. Hulli: Já, mjer er vel við flesta sveitabændur. Jói: Æ, altaf finst mjer flestir sveitabændur vera luraiegir og ómannblendnir. Halli: Heyrðu, Jói minn. Hvað ert þú búinn að vera lengi skáti? Jói: í rúmt ár. En hvað kemur það þessu máli við? Halli: Það kemur þessu máli mikið við, þvi að þegar þú ert búinn að vera skáti í 2-3 ár og ferðast með þeim upp um sveitir, þá muntu líta öðrum augum á sveitamennina. Jói: Og því þá það? Halli: Vegna þess að þú, eins og flestir drengir, sem alast upp í Reykjavík og varla hafa komið í sveit, líta á sveitamennina eins og þeir koma ykk- ur fyrir sjónir á götum bæjarins, en þar ber mest á þeim um sláturtíðina, þegar þeir koma illa til reika, eftir að hafa rekið rekstur í marga daga. Þeir hafa mikið að snúast, þegar í bæinn kemur, og ykkur finnast þeir kjánalegir, en farðu upp í sveit og kynstu bændunum, þegar þeir eru heima »í ríki sínu« og vittu, hvort hugmyndir þínar um þá eru rjettar. Jói: Það getur vel verið, að jeg líti ekki rjett- um augum á þá, en við skulum sjá hvað setur. Sveinn: Jæja, fjelagar, nú skulum við koma inn i (jald og snæða. J. O. J. Skáti er þrifinn! Tem þú þjer þrif á þjer sjálfum og öllu, sem þú klæðist í, fötum og skófatnaði. Mundu að þvo þjer um hendur ætíð áður en þú matast! — Þvoðu þjer oft um fætur og þvoðu á þjer allan kroppinn, þegar þú getur. — Tveir drengir ólust upp á sama heimili, voru altaf saman að leikjum, úti og inni, og voru hafðir til sömu snúninga og sömu vinnubragða, að svo miklu leyti, sem þeir gátu nokkuð unnið til gagns. En þeir voru ekki líkir í öllu. Annar var katt- þrifinn með sig og fötin sín, og væri hann ein- hvernííma óþrifinn til fótanna, þegar hann kom heim, tók hann ætíð af sjer skóna áður en hann fór inn í stofu, þreif af þeim óhreinindin og þvoði sjer síðan vandlega um hendurna. Hinn óð inn um alt, hvernig sem hann var til fara, og bar þannig for og bleytu inn á gólfin, þar sem kanske voru smábörn að leika sjer. — Hvað ilt gat nú hlotist af þvi? Aðal-munurinn á þessum drengjum var sá, að annar var skáti, en hinn ekki. Skátinn hefir lært ýmislegt um þrifnað og hollustu hreinlætis í hví- vetna, og hann langar til að vera þrifinn, af þvi að hann er skáti. Reynið að skrifa dálitla ritgerð um nauðsyn þrifnaðar og hreinlætis, um þrif á líkama sínum (tannræsting, handaþvottur, hörundsræsting alm., þrif á fötum, skóm og sokkum, þrif í húsum, þrif kringum húsið, þrif í kaupstöðum, sveitum, sýsl- um, öllu landinu). — Hver áhrif það gæti haft á hvern einstakling, hvert heimili, kaupstað, sveit, sýslu, já, á alt landið, ef allir væru þrifnir. — Þar mætti vel koma að öllu, sem þið vitið um smitun og útbreiðslu sjúkdóma, sýkla o. s. frv. Sýnið svo sveitarforingja ykkar ritsmíðið, eða

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.