Úti - 15.12.1928, Blaðsíða 8

Úti - 15.12.1928, Blaðsíða 8
6 ÚTI gagn. í því birtust margar góðar greinir, þar á meðal grein eftir Ársæl heit. Gunnars- son, þar sem hann hvetur ísl. skáta til sam- taka. Nokkrum árum síðar varð hann einn af aðal-hvatamönnum þess, að stofna Banda- lag ísl. skáta, sem A. V. Tulinius er nú for- maður fyrir. Hingað til höfðu Væringjarnir eingöngu notað tjöld sín til að hafast við í, á ferða- lögum sínum. En oft var það vandkvæðum bundið, að láta nýliðana, sem óvanir voru útilífinu, byrja á því að sofa í tjöldum. Það þurfti að venja þá við útivistirnar á annan hátt. Af þessum ástæðum og ýms- um öðrum rjeðust Væringjarnir í það, að byggja sumarbústað 1920. Hann var reist- ur að Lækjarbotnum. Þar var fyrrum sel frá Elliðavatni og síðar ábýlisjörð. Hallbera hjet sú, sem bjó þar síðast. Það er tilval- inn staður fyrir skáta. Fyrsta skátamótið, sem haldið hefir verið á íslandi, var háð í Þrastaskógi sumarið 1925, fyrir forgöngu Væringjanna. Um 50 skátar frá ýmsum kaupstöðum dvöldu þar í tjaldbúðum í vikutíma. í júlímánuði 1924 ljet A. V. Tulinius af stjórn Væringjafjelagsins. Hafði hann þá verið formaður þess svo að segja frá byrj- un. A. V. Tulinius hefir löngum verið æsku- lýðnum þarfur maður, ekki hvað síst Vær- ingjunum, sem hann hefir fórnað mikið af starfsorku sinni. Eftir hann tók Ársæll Gunn- arsson við stjórn þess. Var hann búinn að vera Væringi frá byrjun fjelagsins, og ávalt starfað af lífi og sál að velferð þess. En því miður naut hans ekki lengi við, því að hann andaðist í árslok 1926, aðeins 31 árs að aldri. Ársæll er sá maður, sem Vær- ingjarnir munu ávalt minnast með þakklæti og hlýjum hug. Hann var góður foringi og ágætur fjelagi. Væringjafjelagið er stofnað sem sjerstök deild í K. F. U. M. og hefir ávalt verið það síðan. Margs og mikils góðs hefir það notið frá fjelaginu í heild, og framkvæmdarstjóra þess. Þótt Væringjafjelagið sje ekki nema 15 ára, hefir það þó haft víðtæk og góð áhrif meðal æskulífs þessa bæjar. Þeir munu margir, er minnast með hlýjum hug fjölda góðra stunda á æfingum þess og ferða- lögum. Fjelagið starfar nú með fullu fjöri undir stjórn núverandi formanns síns, Daviðs Sch. Thorsteinssonar læknis. Hann hefir, meðal annars, um mörg ár kent skátum þessa bæjar »Hjálp í viðlögum«, án nokkurs end- urgjalds, og »Öldungar þeir, sem veita góða forstöðu, sjeu hafðir í tvöföldum metum, allra helst þeir, sem erfiða í orðinu og í kenslu« (Timóteusarbrjef 5, 17.). J, O. J. JH& F á n i n n . Saga. (Ebbe Lieberath heitir skátahöfð- ingi Svía. Hann hefir skrifað nokkrar drengjabækur, og eru þær mjög vinsælar um Norður- lönd. Ein þeirra heitir: »Sóma- drengir. Kaflar úr dagbók fjórt- án ára pilts*. Grein sú, er hjer fer á eftir, er tekin úr þeirri bók). Það er komið heilt hverfi af lystihúsum utan víð borgarhlutann okkar, og altaf er verið að byggja. Varla er fólkið flutt í kofana, fyr en það hefir fengið sjer fánastöng, vertu viss! Þetta væri nú gott og blessað, ef það ljeti stengurnar standa auðar. Þá væru menn lausir við að horfa upp á trassaskapinn, sem það sýnir fánanum á allar lundir. Því að menn taka sjer slíkt nærri, er þeir hafa lært að virða fánann, draga hann rjettilega upp, og niður á tilsettum tíma. Þetta lærir hver einasti skáti. Og það er reglu- lega tignarlegt, að sjá allan strákahópinn, með höndina lyfta til kveðju, þegar fáninn er dreginn að húni eða feldur. Við eigum litla stöng á kof- anum okkar úti í skógi, og aldrei er fáninn dreg- inn svo að húni, að við fleygjum ekki hverju, sem við höfum handa á milli, og heilsum honum. Kvöld eitt um sólarlag vorum við að fella fán- ann. Júlli var einmitt að brjóta hann saman, ámóta snyrtilega og mamma brýtur saman borð- dúkinn heima, þegar gestir eru komnir; en við hinir snerum að nestispinklunum. Þá heyrðum við sagt karlmannlegum rómi: »Þetta var rjett, strákar!« Þetta var höfuðsmaðurinn i gula Iystihúsinu, gamall, nauðrakaður karl, grannur og spengileg- ur sem teinungur og geysisterkur. Við höfum borið stökustu virðingu fyrir honum síðan fyrir tveimur vetrum. Þá sáum við hann siða tvo stóra slöttólfa. Þeir komu fram eins og dónar við aldraða konu, og brúkuðu kjaft við höfuðsmanninn, þegar hann sagði þeim, að láta konuna í friði. Það er, held jeg, það skemtilegasta, sem við höfum sjeð. Karlinn fleygði staf og hatti, gekk til þeirra og spurði, hvort þeir vildu fá ráðningu.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.