Úti - 15.12.1928, Blaðsíða 20

Úti - 15.12.1928, Blaðsíða 20
18 ÚTl lækni þeim, sem hefir kent ykkur »hjálp í við- lögum«. Annað verkefni í ritgerö gæti vel verið hrein- leiki í hugsunum, — í hverju hann er fólginn og hvernig hann lýsir sjer. — D. Sch. Th. Varðeldar. Varðeldarnir eru hámark fegurðar og hrifning- ar útileganna. í þeim brennur — í óeiginlegri merkingu — sá andi, er einkennir skátalífið. Þar er hreyfing og breytilegar myndir, hiti, ljós og líf. Drengirnír umhverfis eldinn og hinir breytilegu staðhættir skapa þessar áhrifaríku myndir. Sá skát- inn, sem fróðastur er, skýrir hinum frá stað og nágrenni skátabúðanna. Landið verður drengjun- um lifandi fyrir hugskotssjónum, sem kærkominn vinur, og minningar fornrar fiægðar rísa upp og skýrast. Ef til vill geymir þessi staður sögulegar endurminningar löngu liðinna daga, þar sem hetj- ur með ósveigjanlegum kjarki og afburða vopn- fimi áttu á móti ofurefli að etja. Og skátarnir fyll- ast löngun til að verða hetjur vorra daga, þótt á annan hátt sje, og strengja þess heit, að vera ávalt viðbúnir. í huga þeirra risa minningar far- inna skátaferða, er veittu þeim fræðslu og kæti. í faðmi náttúrunnar nutu þeir fegurðarinnar, og af háum hnjúkum hins dýrðlegasta útsýnis. En mótlæti höfðu þeir einnig reynt. í misjöfnu veðri og vondri færð fóru þeir margar ferðir, en ávalt glaðir og fjelagslyndir, ákveðnir að ná settu tak- marki. Margar slíkar minningar eru gimsteinar hinnar listrænu og næmustu fegurðartilfinningar. — Við yl og bjarta geisla, er varðeldurinn varp- ar frá sjer, skýrast þannig myndir minninganna, frá mörgum og glæsilegum skátaferðum. Tr. Kristjánsson. ílílíí G i 11 w e 11. Foringjaskóli skáta. Gillwell Park heitir blómleg landspilda skamt frá London. Árið 1920 keypti maður nokkur, Mc. Laren að nafni, sem er skáti, land þetta og gaf það ensku skátunum. Bandalag ensku skátanna ákvað þegar, að koma þar á stofn fullkomnum skóla fyrir enska skátaforingja, en bráðlega var því breytt þannig, að foringjar frá skátafjelög- um úti í heimi, sem viðurkend væru af Alþjóðabandalagi skáta, mættu sækja skól- ann. Það hefir líka óspart verið notað, þvi að nú hafa um 3000 skátaforingjar viðs- vegar að lokið aðalprófinu á skólanum. Þessi »Skátaháskóli«, eins og hann er stundum nefndur, veitir mjög fullkomna kenslu í ýmsu því, er skáta varðar, og fer hún fram í námskeiðum, sem taka misjafn- lega langan tíma. í ýmsum löndum, þar sem skátar eru, hefir nú verið stofnað til slíkra námskeiða og eru þau nefnd »Gill- well-námskeið«, eftir því enska, enda háð sömu reglum um próf og þvílíkt. Sjerstakt próf fyrir sveitaforingja er haft á öllum Gillwell-námskeiðum. Er það nefnt »Wood Badge« og er aðalprófið. Er því hagað sem hjer segir: Fyrsti hluti þess er skriflegur. Eru þar bornar fram ótal margar spurningar, sem snerta skátana, er viðkomandi á að svara. Annar hluti er að öllu leyti verklegur, en þriðji hluti er innifalinn í því, að viðkom- andi verður að hafa verið sveitarforingi í 4 mánuði undir eftirliti æðri foringja (deild- arforingja) og verður auðvitað áð hafa leyst það hlutverk af hendi með sóma. Þeir, sem ljúka þessu prófi, gerast um leið meðlimir I. Gillwell-sveitar, og er Sir R. B. Powell sjálfur foringi hennar. Þeir fá og ýms merki, svo sem »Wood Badge«-merkið og sjer- stakan skátaklút, ljósgráan að lit. Að vera skátaforingi er ábyrgðarmikil staða og grípur inn í margt. Slík námskeið sem þessi, er gefa alhliða fræðslu um starfið, eru þvi alstaðar bráðnauðsynleg, og von- andi verður þess ekki langt að bíða, að Gillwell-námskeið verði stofnað hjer á íslandi. Sig. Ág. Druknun og lífgun druknaðra. Sorglegt er að vita, hve mörg mannslífin farast hjer á landi i sjó og vötnum, — náttúrlega miklu fleiri i sjó, — og oftast svo, að engin leið er að bjarga. — En það kemur líka stundum fyrir, að mönnum, sem falla i sjó eða vötn, er bjargað í land svo að segja strax, og tekst þá oft að lífga þá, ef rjett er að farið. En kunnáttan i að lífga druknaða (og kafnaða)

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.