Úti - 15.12.1932, Blaðsíða 4

Úti - 15.12.1932, Blaðsíða 4
Skóglendid Eftir Hákon Bjarnason DRENQIR góðir! Jeg býst við að flestum ykkar f>yki gaman að slá upp tjaldi og dvelja í skógi eða kjarri. Bæði er pað, að skóglendi er fremur fágætt á íslandi, og svo er frjósemi náttúrunnar miklu meiri par, sem birkihríslurnar skýla jurta- og dýralífi. Sumar hinna fallegustu íslensku blómjurta prífast best, og stundum eingöngu, par sem skógurinn varðveitir pær, eins og blágresið, umfeðmingurinn og brönugrösin. Lægri plönt- ur, svo sem sveppir og gorkúlur, er geta verið ljómandi fallegar, ná betri proska í skógunum en annarsstaðar. Dýrallfið er líka fjölbreyttara innan skóganna en utan. Skógar- prösturinn dregur nafn sitt af pví, að hann hefst einvörðungu við í trjám eða runnum. Lægri dýr, svo sem allskonar skordýr, bjöllur, flugur, fiðrildi og hverju nafni, sem pau nefn- ast, finnast í langríkustum mæli par sem trjá- gróðurinn veitir peim skjól og líf. ísland er fagurt land, en hrjóstrugt. Stór landssvæði, sem áður fyr voru blómleg héruð, eru nú örfoka, svo að par vex ekki stingandi strá. Dótt víðáttumiklar auðnir og há, hrikaleg fjöll geti verið tilkomumikil og falleg, mun víst flestum finnast, að frjósamir staðir með fallegum gróðri sjeu enn fallegri. Og flestir munu vera sammála um, að fallegustu blettir landsins sje skóglendið. En pegar við íslendingar tölum um skóga, eigum við venjulegast við lágvaxin og krækl- ótt birkikjörr. Slík kjörr eiga lítið sameigin- legt með skógum nema nafnið eitt. Dað er pví í raun og veru rangnefni að kalla pau skóga. Detta er aðeins málvenja, sem ekki verður lagfærð nema á einn hátt. En á hvaða hátt hún verður lagfærð, skal jeg víkja svo- lítið að í niðurlaginu. Flestöll íslensk örnefni og staðanöfn eru æfagömul, svo að ætla má, að skóglendið hafi verið miklu proskameira og hávaxnara, er forfeður okkar völdu pví nöfn og hnýttu orðinu skógur aftan við. Og pað besta skóg- lendi, sem við eigum ennpá, eins og t. d. Vaglaskógur og Hallormsstaðaskógur, er svo hávaxið, að ómögulegt er að kalla pennan gróður annað en skóg. Dessir skógablettir sýna betur en alt annað, hvaða proska birkið getur náð hjer á íslandi og hversu skógarnir hafa litið út um land alt, er pað fanst. Dær skógarleifar, sem nú eru til, eru að- eins svipur hjá sjón á móts við pað, sem áður var. Ástæðan til pess að skógunum hefir farið svona aftur, er sú, að íbúar landsins hafa neyðst til að höggva pá og beita bú- pening sínum í pá ár eftir ár og öld eftir öld. Viðarflutningar til landsins voru mjög erfiðir fyr á öldum, og pess vegna urðu menn að höggva allan pann við, sem fáanlegur var í skógum landsins. Dað purfti að smíða og dytta að húsum, búa til allskonar áhöld, afla eldiviðar og gera að kolum. Viðarkolagerðin hefir farið sjerstaklega illa með skógana. Áð- ur fyr voru viðarkol einhver nauðsynlegasti hluturinn, sem til var á hverjum bæ. Dví að pá slógu menn alt gras með gömlu ljáunum, en pá var ómögulegt að dengja og hvessa nema með pví að hita pá með viðarkolum. Auk pess, sem viðarkolagerðin heimtaði feiknin öll af trjáviði á ári hverju, kom pað oft fyrir að eldur hljóp úr kolagröfunum í skógarlimið, svo að stórar skógaspildur brunnu til kaldra kola. Degar hart var í ári og gras- brestur varð, söxuðu menn niður yngsta limið af trjánum til pess að drýgja með pvl heyin og reyna að halda líftórunni I skepnunum. Ennfremur var skóglendið eitthvert hið besta beitiland, sem fengist gat. Afleiðingin af skógarhöggi varð sú, að frumskógar landsins eyddust að mestu, en

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.