Úti - 15.06.1940, Blaðsíða 6

Úti - 15.06.1940, Blaðsíða 6
hana um það, að hann gæti fundið Kína með því að sigla í vestur, og drottningin seldi hluta af skartgripum sínum til þess að hinn fífldjarfi landkönnuður gæti keypt sér skip til fararinnar. Á dögum Kolumb- usar álitu margir að jörðin væri flöt eins og pönnukaka og sjórinn fossaði út af röndum hennar. Kolumbus vissi betur og ætlaði sér að sannfæra fólk um að svo væri ekki. Kolumbus átti frænda einn, sem þótti mjög vænt um hann. Hét hann Kolumbo, var sjómaður og hafði m. a. siglt með Ar öbum. Bæði Arabar og Grikkir höfðu öðl- ast þekkingu á því fyrir löngu síðan, að jörðin væri hnöttótt og þeir höfðu meira að segja með mælingum sínum komizt að þeirri niðurstöðu, hvað jörðin myndi vera stór. Báðar þessar þjóðir áttu duglega far- menn, sem heimsótt höfðu bæði Ítalíu og Spán og um leið breitt út þekkingu sína í siglingafræðum og þekkingu á lögun jarð- arinnar. Það er því óhugsandi að nokkur miðjarðarhafs sjómaður hafi verið hrædd- ur við það að sigla út af brún jarðarinn- ar. Kolumbo- frændi hefir auðvitað hlegið að þessari fáfræði og eins hefir hann Kol- umbus litli gert. Vissulega veit enginn hvenær Kolum- bus var fæddur. Líklega hefir það verið milli 1435 og 1451. Við getum reynt að ímynda okkur hvernig hann leit út. Hár eftir aldri, fölur í andliti með fjörleg augu. Eflaust hefir hann verið sólginn í það að ráfa um niður við höfnina, skoða skipin og hlusta á sjómennina. Það þótti honum meira gaman en að vera á vefstofu föður síns. Honum hlýtur að hafa þótt afar gam- an að ferðasögum og æfintýrum og þá um leið að landafræði og lestri landabréfa. Það hefir því ekki verið lítill fengur fyrir hann er honum bauðst vinna hjá manni, sem bjó til landabréf, enda þáði hann þá vinnu með þökkum. Við getum séð Kol- umbus í anda þar sem hann grúskar í gömlum landabréfum og hjálpar hús- ÚTl bónda sínum til þess að búa til ný landa- bréf, því landabréfagerð var komin á all- gott stig í þá daga. Þá hlýtur Kolumbus litli að hafa farið í mörg ímynduð ferða- lög á landabréfum, eins og svo margir drengir gera. Þess þarf varla að geta, að við þessa landabréfavinnu mun Kolum- bus hafa fengið áhuga fyrir siglingafræði. Hann kunni latínu og las allt, sem hann komst yfir. Kolumbus var sem sagt einn af þeim drengjum, sem hafa áhuga fyrir mörgu og mæta hverjum degi sem nýju æfintýri. Einn góðan veðurdag kom Kolumbo frændi að máli við þennan fjórtán ára gamla dreng og spurði hvort hann langaði ekki til þess að fara í dálitla sjóferð. Við vitum, hvað svarið hefir orðið. Kristofer gat reyndar ekki farið með sem farþegi, heldur sem hjálpardrengur á skipinu og varð að vinna öll þau verk, sem að hönd- um bar. Margir aðrir drengir voru með á skipinu, en enginn þeirra mun hafa verið eins ,,fær í flestan sjó“ eins og Kristofer litli Kolumbus. Hann gat t. d. fundið út legu skipsins með mælingum. Hann gat lesið sjókort og hann kunni einnig að búa þau til. Hann gat sem sagt gert meira gagn en búast hefði mátt við af dreng á hans aldri og það er mikils virði. Við getum líkt honum við Farragut litla, sem var orðinn liðsforingi ellefu ára gamall, eða við Mozart, sem var snilling- ur í því að leika á píanó, þegar hann var aðeins 7 ára gamall. Á dögum Kolumbusar mátti segja, að það að vera sjómaður á Miðjarðarhafinu væri líkast því að vera hermaður, því als staðar voru sjóræningjar á flakki, Öll skip voru vopnuð og allir, bæði karlmenn og drengir, urðu að vera viðbúnir að berjast. Hæfileikar Kolumbusar vöktu brátt eft- irtekt og þar kom, að Rene konungur fól honum stjórn á skipi, sem leita skyldi uppi alkunnan sjóræningja, Fernandino 4

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.