Úti - 15.06.1940, Blaðsíða 9

Úti - 15.06.1940, Blaðsíða 9
Maurar slökkva eld Prófessor nokkur segir svo frá: í furuskógi einum í Alpafjöllunum, ná- lægt 1000 m. yfir sjávarmál, fann ég ó- venjustóra mauraþúfu, sem byggð var upp við stofninn á stóru tré. Þúfan var eins og pýramídi 1 laginu, gerð úr greni- og furunálum, mosa og þurrum greinum. Klukkan 9.45 lét ég tylgiskerti í maura- þúfuna, þannig, að hérumbil þumlungur af því stóð upp úr henni, og svo kveikti ég á því. Stór hópur maura, sem höfðu verið önnum kafnir að bera til blaðalýs, mjólkurkýr mauranna, safnaðist að, og margir fóru upp á kertisbrúnina kringum bráðna tylgið. Sjálft var ljósið hérumbil hálfur annar þumlungur á hæð. Þeir maurarnir, sem næstir ljósinu voru, tleygðu sér nú inn í það af mikilli hug- prýði, og komu þaðan aftur skaðbrenndir. Sex maurar drógu félaga þeirra kolbrunna upp úr bráðna tylginu. Nú var uppi fótur og fit í mauraþúf- unni. Eftir skamma stund hættu maurarnir að 'leygja sér beint inn í eldinn. í stað þess komu nokkrir stærstu og sterkustu maur- arnir sér fyrir á kertisbrúninni, héldu sér fast með afturfótunum, beygðu höfuð ag framfætur svo langt aftur á bak, sem beir gátu, og stefndu þannig bakhluta lík- imans að loganum. Svo sprautuðu þessir augrökku smælingjar einhverjum vökva að kveiknum, og heyrði ég greinilega snarkið, þegar vökvinn kom í logann. Það var enginn hægðarleikur, að slökkva eldinn með þessu móti. Kertið jaáði dálítið upp úr þúfunni, svo að maur- irnir urðu að klifra upp á brún þess. Hit- l'ian hlýtur að hafa verið þar lítt þol- f andi, og þeir áttu sífellt á hættu að brenna af sér fálma og fætur. Ég tóu eftir því, að stærstu maurarnir höfðu nú tekið að sér allt slökkvistarfið. Þeir stóðu grafkyrrir á hættustað sínum 2—3 sekúndur. Það snarkaði og gnast í loganum, þegar vökvinn hitti hann, og ég sá það greinilega, að hann brann daufar en áður. Sífellt þustu nýir maurar fram að taka við af hinum. Sumir komust óskadd- aðir frá eldinum, aðrr voru dregnir burt, og enn aðrir lágu eftir á glóðheitum tylg- isvökvanum. Meðan þessu fór fram, höfðu maurarn- ir hlaðið upphækkun úr barri kringum kertið, svo að þeir, sem unnu slökkvi- ÚTI

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.