Úti - 15.06.1940, Qupperneq 13

Úti - 15.06.1940, Qupperneq 13
„Þú ert nú aldrei annað en merkileg- heitin og finnur að öllu, sem þú ekki ger- ir sjálfur,“ segir Addi, því að honum hefir runnið 1 skap. „Það er betra að vera merkilegur en ómerkilegur,“ segir Gunni þóttalega, „en ég get svo sem farið, ef þetta er of fínn staður fyrir mig og þið þykist of góðir til þess að vera með mér.“ Hann stendur upp og býst til að fara. „Verið þið ekki að þessu, strákar. Er nokkur þörf á því að fara að verða vond- ir út af engu?“ segir Otti. „Það er alveg rétt,“ segir Addi og er nú runnin reiðin. „Og það er líka rétt hjá Gunna, að maður verður að hafa eitthvað sérstakt til þess að tala um. Dettur ykkur nokkuð í hug?“ Gunni er hættur við að fara og er sezt- ur á kistuna. Þeir þegja allir og hugsa sig um dálitla stund, þangað til Gunni rýfur þögnina. „Hvernig væri að við stofnuðum fé- lag?“ „Já, við skulum stofna félag,“ segir Otti. „Það væri ekki svo vitlaust,“ segir Addi, „en félagið verður að hafa einhvern tilgang.“ „Um það eigum við einmitt að tala ^yrst og þá erum við búnir að fá efnið 1 ræðurnar,11 segir Gunni. „Jæja, við skulum þá ákveða að stofna félag og byrja á því að tala um, hvað eigi að gera í félaginu og vilt þú ekki halda fyrstu ræðuna, Gunni?“ sagði Addi. Gunni stóð upp og gekk að ræðu- stólnum og hóf máls á þessa leið: „Mér finnst við ættum að stofna félag og þá er að vita, hvaða tilgang það á að hafa og finnst mér tilgangurinn eigi að vera að gera ýmislegt saman, þegar okk- ur leiðist og við vitum ekki, hvað við eig- um að gera, Þá getum við haldið fundi, helzt ef veður er vont, því 1 góðu veðri er bezt að vera úti. Á fundunum getum við talað um margt, af því það er gott að æfa sig í að halda ræður. En vegna þess að Addi er kominn í fyrsta bekk í menntaskólanum og er lærðari en við og ætlar að minnsta kosti að verða það, þá finnst mér, að hann ætti næst að segja nokkur orð um það, hvernig við ættum að hafa félagið. Og nú ætla ég ekki að segja meira.“ Hann settist. Addi stillti sér næst bak við botnvörpu- rúllurnar til þess að halda sína ræðu: „Ég vil byrja á því að þakka félaga mínum Gunna fyrir það, sem hann sagði um mig, af því ég fann, að það var ekki illa meint. Hann var að tala um, að ég sé lærðastur af okkur þremur, en það er nú ekki allt undir lærdómnum komið, eins og þið sjáið bezt á því, að ég er miklu stirðari í að tala en Gunni. Hann talar alveg hiklaust og ég hugsa að hann geti orðið mikill ræðumaður, ef hann æfir sig vel í félaginu okkar.“ „Það hugsa ég líka,“ greip Otti fram í fyrir honum. „Það má enginn tala, meðan ræðumað- urinn talar,“ sagði Gunni í valdsmanns- róm. „Þetta er alveg satt, það má enginn tala meðan ég tala,“ sagði Addi. Nú hik- aði hann og var auðsjáanlega að hugsa um, hvað hann ætti að segja. Hann stakk nöglinni á þumalfingri hægri handar nið- ur 1 brúnina á efstu rúllunni, sem ræðu- stóllinn var byggður upp úr og reyndi að kvarna úr henni. Svo hélt hann áfram: „Ég sagði þetta nokkuð klaufalega, en ég ætlaði bara að samsinna Gunna í því, að á meðan einhver er að halda ræðu, þá eiga hinir að þegja og mega ekki grípa fram í fyrir honum, vegna þess að þá ruglast hann kannske, af því hann er óvanur. Mér finnst, að félagsstarfið eigi að vera fólgið í því, að við æfum okkur í að flytja ræður um ýmis konar efni og Framh. á bls. 15. 11 ÚTI

x

Úti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.