Úti - 15.06.1940, Blaðsíða 14

Úti - 15.06.1940, Blaðsíða 14
Gamansaga um SNJÓLF SNJALLA Snjólfur snjalli var mjög frægur upp- finningamaður. Gæskan skein úr ljósrauðu andliti hans, sem prýtt var gráu skeggi. Og Snjólfur var jafn gáfaður og hann var góður. Hann hafði hingað til unnið að því að finna upp allskonar vélar til þess að gera mönnunum léttara lífið. Ein af vélum hans var til dæmis þannig, að er menn komu heim þreyttir á kvöldin, gátu þeir sezt í „undrastólinn“ hans, sem háttaði þá spjör fyrir spjör, svo þeir þurftu sjálfir ekkert fyrir því að hafa. Þessi vél seldist út um allan heim, nema til Suðurhafseyj- anna, þar sem fólki þótti ekki taka því að nota slíkar uppfinningar, vegna þess, hve það gekk fáklætt. Til þess að létta hús- mæðrunum störfin, fann hann upp vél, ÚTÍ sem festi á tölur, stagaði sokka, tók bletti úr fötur og fleira. Þá fann hann og upp sleða, sem gat farið harðara upp í móti en niður í móti. Fyrir fólk, sem var mjög latt, fann hann upp vél, sem gat farið í allskonar leiki fyrir það, til dæmis knatt- leik, tennis og fleira. Snjólfur varð brátt vel efnaður af uppfinningum sínum, enda átti hann það skilið, því dag og nótt, ár- um saman, hafði hann unnið að allskonar slíkum uppfinningum. En Snjólfur var nú aðframkominn af ofþreytu. Þess vegna ráðlögðu vinir hans honum að hætta í svip öllum uppfinningum og lifa rólegu lífi, helzt í sveit. Hann keypti sér því jörð á afskektum stað og réði til sín tvo vinnu- menn. Hann keypti líka kýr, kindur og hesta, hund og hænsni. Þegar Snjólfur kom heim á bæinn sinn í fyrsta skipti, varð hann mjög snortinn af fegurð staðarins og þeirri kyrrð, er ríkti allt í kringum hann. Hann settist á hlaðið og dáðist að sveitasælunni og hugði gott til þess að hvíla þar hug sinn. Ekki hafði hann setið lengi, er fjögur lömb komu hlaupandi. Eitt af þeim var alltaf langt aftur úr hinum. Hvernig stend- ur á því, hugsaði Snjólfur, (og nú kom uppfinningamaðurinn upp í honum) — að þetta lamb getur ekki hlaupið eins hart og hin lömbin? — og hinn snjalli upp- finningamaður fann brátt lausnina; það var auðvitað ekki af neinu öðru en því, að þetta lamb hafði styttri lappir en hin. Nú lokkaði hann lamb þetta inn í bæ- inn, gaf því ýmislegt góðgæti að eta, og 12

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.