Úti - 15.06.1940, Blaðsíða 12

Úti - 15.06.1940, Blaðsíða 12
ekki neitt í neinu og spyr svo eins og auli um allt, sem hann sér. Og Addi strandaði og vissi ekki, hvernig hann ætti að halda áfram. „Og hvað svo meira?“ spurði Gunni heldur háðslega, en þó var auðséð, að hann var búinn að fá áhuga fyrir mál- inu. ,,Það þýðir ekki að byrja, ef allt stendur í okkur á leiksviðinu." „Eigum við ekki að koma inn og reyna?“ sagði Addi og gekk af stað og hinir fylgdu eftir. 2. Leiksviðið verður að fundarsal. Félagarnir þrír fóru inn í geymsluher- bergi, sem var í kjallara hússins, er faðir Adda átti. Þar var sæmilega, rúmgott, þegar þeir voru búnir að ryðja því af gólfinu, sem hægt var að ráða við og koma fyrir ofan á öðru dóti. Stói? hefil- bekkur var undir þrísettum glugganum og kista ein mikil milli bekksins og dyr- anna. „Jæja,“ sagði Addi, „nú er bezt, að ég sé sveitastrákurinn. Ég hef komið með rekstri að austan og er svo að labba um bæinn. Þá kemur Gunni allt í einu á móti mér á hjóli og ég ætla að víkja til hægri og svo til vinstri og það endar með því, að Gunni verður að snarstanza og hendir sér af baki. Og hvað segir þú þá, Gunni? því nú byrjar leikurinn? „Ég spyr auðvitað. hvaða regin asni þú sért,“ segir Gunni undireins. „Ég er úr sveit,“ svarar Addi. „Það hlaut að vera,“ svarar Gunni, „og hefir ekki séð mann á hjóli fyrr?“ „Jú, einu sinni áður. En hann kom ekki á móti mér.“ „Ætlastu kannske til, að þeir, sem mæta þér á hjóli, fari af baki og leiði það fram hjá þér eða stanzi og segi: Gerið þér svo vel, viljið þér ekki komast fram hjá mér, ég skal bíða á meðan?“ „Ég . . . nei . . . en.“ Nú stendur alveg í Adda og honum fipast 1 að halda aula- ÚTI svipnum, sem hann hafði sett upp, og fer að hlæja. „Þetta er ómögulgt,“ segir Gunni. „Við verðum að finna eitthvað annað.“ „Þeir horfa vandræðalegir hver á ann- an. „Eigum við ekki heldur að halda ræð ur?“ segir Otti að lokum og horfir háli' hikandi á hina. „Kannske við reynum það,“ segir Addl og tekur nokkrar botnvörpurúllur og set- ur þær hverja upp á aðra. „Hérna er pre dikunarstóllinn og það er bezt að Ott byrji. Hann gerði ekkert áðan og átti upp ástunguna.“ Hinir tveir setjast á kistuna, en Ott: fer bak við rúllurnar og styður báðurr höndum á þá efstu og segir: ,,Ég hef aldrei haldið ræðu og kanr. ekki að tala, eins og þið vitið, en það er vont veður úti núna, það er rigning og ekki hægt að vera nema inni. En það er ekkert hægt að gera inni og þá væri gam- an að reyna að tala og hafa fundi.“ „En fyrst þú kannt ekki að tala, þá geturðu ekki haldið ræðu,“ grípur Gunni fram í fyrir honum. „Þetta má ekki,“ segir Addi. „Það má ekki trufla ræðumanninn. Við verðum að hafa fundarstjóra. Það er bezt, að ég sé fundarstjóri. Otti hefur orðið og fundar- menn mega ekki grípa fram í íyrir hon- um.“ „Ég . . .,“ byrjar Otti aftur. Svo stend- ur hann lengi þegjandi og er að reyna að finna eitthvað til að segja, en það tekst ekki. „Ég get ekki sagt meira.“ „Jæja, þá er orðið frjálst,“ segir fund- arstjóri. „Passaðu þá, að það fljúgi ekki frá þér eins og fuglinn, svo að þú verðir orðlaus,“ segir Gunni. „Annars finnst mér þetta vera bara apakattalæti út í loftið. Auð- vitað verður að vera eitthvað sérstakt efni til þess að tala um, ef menn ætla að halda ræður.“ 10

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.