Úti - 15.06.1940, Blaðsíða 7

Úti - 15.06.1940, Blaðsíða 7
að nafni, og taka hann höndum. Sjóræn- igi þessi hafði unnið mörg spellvirki og var líklegur til þess að gera mikið tjón enn, ef hann yrði ekki upprættur. Sagnir eru til af annarri sjóferð Kol- umbusar gegn ræningjum, er hann var ungur. í þeirri ferð brann skip hans eftir hræðilega sjóorustu, en Kolumbus komst undan við illan leik með því að varpa sér í sjóinn og náði landi á rekaldi, við borgina Lissabon. Ýmislegt varð til þess að hindra það, að Kolumbus kæmist heim aftur við svo búið. En ekki eyddi hann tímanum til einskis. í Lissabon tók hann að vinna að sínu gamla áhugamáli, landa- bréfagerð. í Lissabon eignaðist hann konu og þótt tekjur hans væru ekki miklar, framfleytti hann heimili sínu og sendi föður sínum auk þess nokkurt fé til þess að yngri bræður hans gætu haldið áfram námi. Kolumbus fór í fjöldamörg ferðalög áður en hann fór í hina frægu ferð sína yfir Atlantshaf árið 1492. Hann sigldi ótal sinnum milli Afríku og Portugal. Hann fór tvær ferðir til Englands og eftir því sem hann segir sjálfur frá einnig til íslands. ,.Ég sigldi,“ skrifar Kolumbus í febr. árið 1477, „þrjú hundruð mílur norður fyrir eyjuna Thule, sem er á 73. breiddarstigi að sunnanverðu. Eyjan er eins stór og England. Englendingar verzla þar mikið, einkum frá Bristol. Þegar ég var þar var sjórinn ekki frosinn.“ Samkvæmt gömlum heimildum vitum við að Kolumbus var staddur í Bristol þetta sama ár, sem hann fór til íslands. Þar var þá einnig staddur kaupmaðurinn Johan Cabot, sem var kunnur landkönn- uður og siglingamaður. Flest öll munuð þið hafa lesið um hina frægu ferð Kolumbusar, er hann sigldi vestur um Atlantshaf árið 1492 og fann Ameríku, en að vísu hafði annar maður, íslenzki víkingurinn Leifur heppni, fundið landið um 500 árum áður, þótt sú för gleymdist um tíma. För Kolumbusar var hin frækilegasta, og er hennar getið í flestum kennslubókum. En þætti ykkur ekki gaman að vita að landabréf það, sem Kolumbus notaði til fararinnar og hann hefir eflaust búið til sjálfur, er ennþá til og að það var að þakka rannsókn franska mannsins M. Ronciere, að landabréf þetta var réttilega metið. Árið 1849. eða fyrir um hundrað árum síðan, fannst í París gamalt lítið landa- bréf, og keypti þjóðminjasafnið það. Því var að vísu enginn gaumur gefinn, þar til M. Ronciere rannsakaði það nákvæmlega og komst að þeirri niðurstöðu að það væri sama landabréfið og Kolumbus hefði not- að við siglingar sínar um norðurhöfin og síðan vestur um haf og hann gat einnig sannað að Kolumbus mundi hafa búið það til sjálfur. Á þessu fræga landakorti sést ísland og við það eru skrifuð þessi orð: „Eyja full af snjó og ís með mjög óblíðri veðráttu. Kölluð ísland á máli lands- manna, en Thule á latínu. Af því að eyjan er svo langt frá öðrum löndum og af því að kuldinn er svo mikill, er ekki hægt að afla þar annarrar fæðu en fiskjar. Eyja- skeggjar láta hann í skiptum fyrir hveiti og mjöl, sem Englendingar færa þeim á ári hverju. Þar býr harðgerð þjóð.“ Hvers konar drengur var Kolumbus? Ætli hæfni hans til þess að stjórna öðr- um hafi ekki átt rót sína að rekja til þess. að hann gat vel stjórnað sjálfum sér, en það reynist mörgum erfitt. En að öðru leyti: hann var réttsýnn. Hann tók vel eftir því, sem hann sá. Hann hugsaði og tók vel eftir því, sem aðrir sögðu honum og kunni vel að meta reynslu þeirra. sem eldri voru. Hann safnaðij' staðreyndum, sem hann notaði þegar hann þurfti á þeim að halda. IJTI 5

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.