Úti - 15.06.1940, Blaðsíða 11

Úti - 15.06.1940, Blaðsíða 11
Drengjasaga eftir Jón H. Guðmundsson MÁLFUNDAFÉLAGIÐ H. Þrjá drengi vantar viðfangsefni. Það var úrhellis rigning. Regnið rann i straumum eftir götunum og fyllti hverja lægð og holu og þakrennurnar höfðu varla við að skila af sér vatninu. Félagarnir þrír voru alveg ráðalausir. Þeir þóttust of stórir til þess að leika sér í pollunum og voru þar að auki löngu hættir að hafa gaman af slíku sulli. Það var liðin sú tíð, þegar þeir skemmtu sér við að keppast um hver gæti vaðið dýpst og óðu svo venjulega upp fyrir stígvélin og fengu ávítur og voru jafnvel flengd- ir, er heim kom. Einn þeirra hafði meira að segja einu sinni vaðið á stultum svo langt út í sjó, að þeir flutu undan hon- um og hann varð holdvotur. En þá var sólheitur sumardagur og það bjargaði hon- um frá refsingu, því að hann háttaði í fjörunni og þurrkaði fötin sín. En nú var rigning — ausandi rigning og ekkert hægt að gera, nema láta sér leiðast og formæla veðráttunni: Og svona hímdu þeir undir húsvegg, óánægðir með lífið og sjálfa sig. ,,Eigum við ekki að koma inn í kjall- ara til mín. Það er betra en að hanga héra úti,“ sagði Addi að lokum. Otti féllst undir eins á þessa uppá- stungu, en Gunni hreytti ólundarlega út úr sér: ,,Hvað eigum við að vilja þangað?“ „Það er betra í þessari rigningu að rabba saman inni. Svo getum við kann- ske fundið up á inhverju til þess að eyða tímanum. Við getum líka náð í spil,“ sagði Addi og bjó sig til að fara. „Hvað eigum við að gera með þau? Þú kannt ekkert nema marías og svo vantar borðið. Það er ómögulegt að spila á hefil- bekknum. Ég fer bara heim og legg mig. Maður ætti eiginlega alltaf að sofa í svona veðri,“ sagði Gunni og tók upp ferming- arúrið sitt og leit á það, „En strákar,11 sagði Otti ákafur, alveg' eins og honum hefði dottið eitthvað gott í hug. „Við getum leikið þar.“ ,,Leikið?“ spurði Addi. „Leikið hvað?“ „Leikrit, eins og strákarnir í hjallin- um um daginn.“ „Sá er vitlaus. Eins og við getum leikið án þess að hafa nokkuð leikrit. Það þarf nú fyrst að búa þau til, áður en farið er að leika,“ sagði Gunni og lét eins og hann hefði aldrei heyrt meiri fjarstæðu. Otti fór hjá sér og var ráðalaus. Addi sá, hvað honum leið og vildi bæta úr því: „Þetta er alls ekki svo vitlaust hjá Otta. Við getum búið leikinn til jafnóð- um. Það getur til dæmis verið sveita- strákur, sem kemur hingað í bærnn í fyrsta skipti og þekkir engan og botnar ÚTI ö

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.