Úti - 15.06.1940, Side 17

Úti - 15.06.1940, Side 17
MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Framh. af bls. 11. væri held ég bezt, að á hverjum fundi væri kosinn framsögumaður fyrir næsta fund, og ætti hann að velja sér eitthvað efni og kynna sér það með því að lesa um það og spyrja sér fróðari menn. Svo geta hinir sagt sínar skoðanir á málinu, þegar hann er búinn að tala.“ ,,En ef allir eru sammála?“ gellur Otti fram í. „Þá tekur bara einhver að sér að vera á móti hinum, þótt hann sé þeim sam- mála í raun og veru. Það treysti ég mér lll,“ sagði Gunni. „Ég hef orðið. Nú eruð þið báðir búnir aö gleyma því, sem við vorum að segja aðan, að ræðumaðurinn ætti að fá að tala í friði, meðan hann er 1 ræðustólnum. En mér hefir líka dottið annað í hug viðvíkj- andi félaginu. Það er hægt að gera fleira en að tala. Við gætum líka haft blað.“ ,,Já, við gætum haft skrifað blað, því að það er ekki síður nauðsynlegt að æfa sig 1 að skrifa en að tala. í svona félagi þurfa menn að æfa sig í ræðu og riti. Við getum skrifað smá greinar um margs konar efni og einn svo verið ritstjóri og fært allar greinarnar í blaðið. Þá verður sama skriftin á öllu og bók verðum við að kaupa til þess að skrifa í og láta blaðið heita eitthvað.“ ,,Og félagið líka, það verður að hafa nafn eins og blaðið,“ skýtur Otti inn 1. ,,Því gleymdum við alveg, eiginlega hefðum við átt að byrja á því,“ sagði G. ,,Þið eruð alltaf að grípa fram í fyrir mér og ég er nú líka búinn að halda mína ræðu og ætla því að hætta, en Otti á að tala næst,“ sagði Addi og settist. „Ég get ekki talað,“ sagði Otti og sat kyrr. „Það verða allir í félaginu að halda ræðu og þú verður að tala eins og við,“ sagði Gunni í skipunarróm. „Kannske að ég reyni það þá,“ sagði Otti og stóð upp og gekk að ræðustóln- um. Hann fór ofan í vasa sinn, tók upp vasaklút og snýtti sér og þurrkaði af munninum og setti klútinn í vasann aftur og stóð svo og horfði á félaga sína. „Ég ætla þá að tala eitthvað líka,“ byrj- aði hann, ,,og ég er sammála Gunna, að það er gott að hafa svona félag í rign- ingu og vera inni og reyna að halda ræð- ur. Mér finnst líka, að það eigi að skíra félagið og kjósa formann, og ég er voða hrifinn af því að hafa blað og bezt verð- ur ef Addi vill færa inn í það, af því hann skrifar svo vel. En mér datt í hug, að það sé leiðinilegt að sitja á fundi í góðu veðri og svo væri gott, að félagið gæti eitthvað starfað úti líka, og þá væri gott að hafa íþróttaæfingar. Við gætum æft okkur 1 að hlaupa og stökkva langstökk og hástökk og ef við gætum fengið kúlu og spjót væri gaman að æfa sig í kúlu- varpi og spjótkasti. Svo erum við allir syndir og það er hollt og þarflegt að iðka mikið sund, og við getum kannske keppt saman í öllu þessu einu sinni í mánuði.“ „Þetta var fín uppástunga," sagði Gunni, þegar Otti settist. Nú sátu þeir allir og töluðu saman drykklanga stund um félagið. Þeir ræddu um efni fyrir framsögumennina, hvað ætti helzt að skrifa í blaðið og hvernig haga skyldi íþróttaæfingunum. Að lokum urðu þeir ásáttir um, að skipta með sér verkum á þann hátt fyrir næsta fund, að Gunni átti að vera framsögumaður og tala um bindindi, af því að hann hafði verið í barnastúku. Addi átti að gera upp- kast að lögum og semja fyrstu greinina í blaðið, en Otti hlaut það hlutskipti að gera áætlun um íþróttaæfingarnar. Síðan fór Addi í ræðustólinn og sagði: „Þá segi ég þessum fyrsta fundi slitið og þakka mönnum fyrir komuna og ágæt ræðuhöld.“ 15 ÚTI

x

Úti

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.