Úti - 15.06.1940, Blaðsíða 16

Úti - 15.06.1940, Blaðsíða 16
En þá var það hún Skjalda gamla, bezta mjólkurkýrin hans Snjólfs. Auðvitað varð líka eitthvað að gera fyrir hana. Snjólfur snjalli hafði tekið eftir því, að hún átti orðið erfitt með að beygja sig niður eftir grasinu, og þess vegna fann hann upp vél handa henni, sem var þeim kostum búin, að hún sló grasið og bar það upp að munni Skjöldu gömlu, svo nú þurfti hún ekki að hanga með hausinn niður við jörð allan guðslangan daginn, heldur bara ganga áfram og þá fór skrúfan af stað og þeytti grasinu upp í körfuna, sem var fest á Skjöldu. Nú víkur sögunni að hestunum. Þegar þeir höfðu fengið húfurnar og flugnasóp- ana, höfðu þeir svo lítið að gera úti í haganum á sumrin, að þeim fór að leið- ast, og sér til dægrastyttingar hlupu þeir yfir á akrana hans Snjólfs og átu sér til óbóta. Hænurnar reyndu nýju rúmin og urðu svo værukærar, að það var ómögulegt að porra þær upp á morgnana til þees að verpa. Öndunum reyndust seglin ekki vel til lengdar, því ef nokkur vindur kom, sner- ÚTf ust endurnra í hring eins og skoppara- kringlur eða stungust á endann. Og ekki tókst betur með Skjöldu gömlu, þegar til lengdar lét. Það var nú svona, að henni hafði ávalt líkað vel við gömlu aðíerðina til þess að ná sér i gras, og var orðið hálfilla við þetta nýtízku tæki, sem var henni til byrði. Það skeði því einn daginn, þegar verið var að binda vélina á Skjöldu, að hún fékk ógurlegt reiðikast, rauk af stað yfir akra og allt, sem fyrir henni varð. Snjólfur hljóp á eftir henni másandi og blásandi, en ekki náði hann Skjöldu fyrr en hún hafði eyðilagt fyrir honum alla kálgarðana og hlaupið undir þvott, sem hékk þar á snúrum, og rifið hann meira og mlnna svo að sundur- skornar tætlurnar þyrluðust í kringum Skjöldu eins og snjóflyksur. Það næsta, sem kom fyrir á bænum hans Snjólfs snjalla var það, að lambið litla fótbrotnaði á stultunum. Nú var Snjólfi öllum lokið og hann komst að þeirri niðurstöðu, að sér myndi ekki takast að þóknast dýrunum með upp- finningum sínum. Hann losaði því hestana við flugnasópana, hænsnin við rúmin og Skjöldu við grasvélina. Síðan lifði Snjólf- ur og dýrin hans 1 sátt og samlyndi og svo vel geðjaðist honum að sveitalífinu, að hann flutti ekki framar til borgarinnar. 14

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.