Úti - 15.06.1940, Síða 10

Úti - 15.06.1940, Síða 10
Blýeitrun og barnaleikföng Hversvegna er verið að banna að selja leikföng úr blýi, munuð þið ef til vill spyrja, er þið lesið tilkynningu lögreglu- stjóra um það hér í blaðinu. Það er vegna þess, að leikföng, sem búin eru til úr blýi eingcngu, eins og t. d. dátar (hermanna- likön) og bílar, geta valdið hættulegum sjúkdómi, sem nefnist blýeitrun, hjá þeim, sem handleika mikið slík leikföng. Til þess að skýra þetta betur, skulum við taka dæmi. Ungum dreng eru gefnir blýdátar til þess að leika sér að. Hann er máske bú- inn að leika sér með þá lengi dags og er orðinn svangur. Þá biður hann um brauð- bita, og borðar það, án þess að þvo sér. Vegna þess að hann hefir handleikið blý- dátana lengi, hefir safnast á fingur hans blýduft af dátunum. Þetta blýduft af dát- unum, sem ekki er þó sjáanlegt, berst svo með brauðinu, sem drengurinn borðaði, í meltingarfæri hans. Þar veldur þetta blý allskonar truflunum, svo að drengurinn verður lystarlaus, og kvartar um mátt- leysi og höfuðverk. Sé ekki læknis vitjað í tæka tíð, getur blýeitrunin valdið al- gerðu heilsuleysi. Þið, sem þessar línur lesið, skuluð því festa ykkur það vel í minni, að börn mega ekki leika sér með leikföng úr blýi eða blýklumpa, sem þau finna á förnum vegi. Segið leikfélögum ykkar einnig frá þessu. Það skal tekið fram, að leikföng búin til úr tini, eins og t. d. ekta tindátar, eru ekki hættulegir fyrir heilsuna. starfið, þurftu ekki að fara svo nærri log- anum, að þeim væri hætt af eldinum. Maurarnir virtust fagna því mjög, er loginn minnkaði og varð sífellt daufari og daufari. En bráðna tylgið var fullt af dauðum maurabúkum. Ég taldi á lítilli stundu 200 maura, sem félafgar þeirra drösluðu burtu, meira eða minna sködd- uðum. Þessir litlu angar voru bersjnilega ákveðnir í að bjarga þúfunni sinni, hvað sem það kostaði. Yfir 300 maurar stóðu umhverfis ljósið, albúnir að sækja fram og fórna lífi sínu, ef á þyrfti að halda. Það kviknaði í einstöku barnálum, en var slökkt í þeim jafnharðan- Maurar komu þjótandi úr öllum áttum, til þess að bjóða aðstoð sína. Ljósið var hérumbil þumlungur að hæð, þegar það slokknaði með blísturhljóði. — Þegar hættan var liðin hjá, eftir 4x/á mín- útu, fóru maurarnir að hlaða utan um kertið og fela það þannig í þúfunni sinni. Áður sprautuðu þó nokkur hundruð þeirra ÚTI á það, til þess að fyrirbyggja, að kviknaði á því aftur. Erfiðast reyndist að losa þá, sem lent höfðu í bráðnu tylgi, því að það hafði nú storknað utan um þá, og varð ógerlegt að losa þá. Nú urðu maurarnir rólegir aftur og dreifðust í allar áttir. Að tveimur mínútum liðnum gekk lífið 1 þúf- unni aftur sinn vanagang. Hálftíma seinna reyndi ég aftur að kveikja á kertinu. Ég brenndi upp þremur eldspýtum, áður en mér tókst að láta kveikna á því. Eftir því hefir það verið nokkuð kröftugur vökvi, sem maurarnir sprautuðu á það. Jafnskjótt streymdu maurar að úr öllum áttum. Það var alveg óskljanlegt, hvað þeir gátu komið fljótt. Nú var slökkvistarfið þeim mjög auðvelt. Ég gætti að tímanum, og það reyndist taka nákvæmlega 30 sekúndur. Og nú fórst enginn einasti maur né slasaðist. „Farðu til maursins, letingi, skoða háttu hans og ver hygginn.“ Orðskviðirnir 6:6. A. S. þýddi.

x

Úti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.