Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1929, Side 4
lagsmálum, mentamálum og heimilislífi
manna á meðal. Nokkrir halda að fram-
tíðinni verði best fyrir komið með breyt-
ingum á sviði fjármálanna eða með nýja
þjóðfjelagsskipulagi. Slíkar breytingar
geta haft gott í för með sjer, en þær eru
ekki einhlýtar.
Sjerhver framför eða frelsi fyrir mann-
kynið verður að vera róttæk. Maðurinn
er meira en aðeins líkaminn. I sjerhverri
umbótahreyfingu verður að gera ráð
fyrir þroskun gáfnanna á allan hátt.
Varanleg breyting fæst aðeins fyrir guð-
dómlega hjálp. Jafnvel hinir lægst settu
heiðingjar hafa sfna guði og eru undir
áhrifum trúar sinnar. Vjer höfum oft
veitt þessu eftirtekt í innstu landshlut-
um Vestur- og Austur-Afríku. Vjer höf-
um líka sjeð þetta allstaðar í Evrópu.
Það er ekkert sem mannkynið þarf frem-
ur nú en trúarlega vakningu, sem veki
traust á Guði og orði hans. Engin þjóð
getur staðist til lengdar, og verið sjer og
öðrum til gagns, án Guðs.
Af þeirri ástæðu eru þeir sem flytja
boðskap fagnaðarerindisins til heiðngj-
anna og allra bæði ríkra og fátækra hjer
heima til hins mesta gagns. Þetta eru
hinir sönnu velgjörðamenn mannkynsins.
Það eru trúboðarnir í Kína og Afríku
og í öðrum stöðum í heiminum, sem hafa
unnið með hinni miklu hreyfingu gegn
vjelamenningu nútímans, og fengið
mönnum betri undirstöðu til þess að
byggja á eins og augijóst er nú í dag í
þessum löndum. Trúboðar vorir yfirgefa
með gleði hús og heimili, vini og alt, sem
þeir eiga, til þess að vinna að göfgun
og frelsi annara manna. Þeir eru hópur
göfugra, fórnfúsra manna og kvenna.
Vinna þeirra gefur mestan arð. Þeir
kenna innbyggjum landanna að fara
skynsamlega með líkamann, þeir kenna
þeim að vinna, þeir leiða fólkið til Jesú
og uppfylla orð Meistarans: ,,Og þessi
íagnaðarboðskapur um ríkið mun prje-
dikaður verða um alla heimsbygðina,
til vitnisburðar öllum þjóðum; og þá
mun endirinn koma“. Matt. 24, 14.
Nú biðjum við vini okkar hvarvetna
að hjálpa oss að senda Guðs orð til hinna
mörgu miljóna í heiðingjalöndunum, og
á þann hátt styðja starf vort mannkyn-
inu til blessunar, sem inniheldur líka
skólastarfsemi vora. Allir sem trúa á
Guð og sjerhver mannvinur mun með
gleði styðja slíkt starf. Að þessu höfum
við mætt velvilja allstaðar er vjer höf-
um komið í þessari málaleitun. Og vilj-
um vjer þakka það hjartanlega.
Ljós yfir hið dimma meginfand.
Eftir séra W.
Frásaga um mannœtur, sem óskuðu
eftir söngkennara. um holdsveika, sem
lœknuðust og fl.
Síðustu mánuðina höfum við í öllum
hjeruðum af trúboðssvæði voru í Afríku
sjeð augljósari vitni um kraft fagnaðar-
erindisins en nokkru sinni fyr í þau 2 ár
sem vjer höfum starfað að trúboðsstarfi
á innri svæðum meginlandsins.
Það er ekki þægilegt að vita á hverju
maður ætti að byrja að segja frá. Það
er líklega best að byrja með eftirfarandi
reynslu þriggja innfæddra manna, sem
Bls.2
H. Branson.
eru við nám í trúboðsskóla vorum. At-
burðurinn átti sjer stað hjá mannætum í
Belgisku-Kongo, hjer um bil 125 km.
frá trúboðsstöð vorri í Songa. Þessir
ungu menn ferðuðust um landið og gistu
í bæ við landamæri þess lands, er þeir
vissu að mannætur bjuggu í. Þetta land
var svo illa þokkað og hættulegt ferða-
mönnum, að embætt'smenn ríkisins
urðu æfinlega að hafa með sjer sveit her-
manna er þeir ferðuðust þar um. Um
kveldið sungu þessir ungu menn sálma,
er þeir sátu í kring um bálið er þeir