Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1929, Qupperneq 6
best að ákveða hvenær þú ætlar að segja
oss ögn meira um þessi Orð“. — „Það
er velkomið. Við skulum byrja að halda
guðsþjónustur“. Og svo varð það úr að
hann prjedikaði fyrir þeim. Árangurinn
varð sá, að þessi ungi maður vann 200
af mannætum þessum fyrir Krist. Er bel-
giskir embættismenn fara nú um hjerað
þetta, láta þeir hermennina vera eftir
heima, því í landi þessu hefir ljós fagn-
aðarboðskaparins skinið, og það er jafn
örugt fyrir útlendinga og Evrópumenn
að ferðast þar eins og annarsstaðar í
heiminum.
Holdsveikir læknast.
Guð notar læknastarfið á dásamlegan
hátt til þess að opna fyrir útbreiðslu
fagnaðarerindisins. Það sjest í Angola-
landi, þar sem dr. Tong starfar, í Kongo
þar sem dr. Sturges starfar og bezt í
Nyassalandi, þar sem dr. Birkenstock
starfar með ágætum árangri meðal
hinna holdsveiku; einnig hafa læknarn-
ar Erickson og Kretchmar í Bechuana-
landi og dr. Huse í Pondolandi starfað
með ágætum árangri. Þar fyrir utan
starfar hjúkrunarfólk vort á ýmsum
stöðum.
Við höfum nú ágæta samastaði fyrir
holdsveika bæði í Austur-Afríku og
Belgisku-Kongo. Það er álitið að þessar
stöðvar sje hinar bestu er til eru í Aust-
ur-Aíríku. Á einum stað er verið að
lækna 96 sjúklinga, á öðrum 35 og
þriðja 10. Margir bíða eftir því að fá að
komast að. Nokkrir hafa læknast full-
komlega og farið svo heim til sín aftur,
þar sem þeir segja frá því hvað Guð hafi
gjört fyrir þá, er hann læknaði þá og
losaði þá við þenna hræðilega sjúkdóm.
Guð starfar með læknatrúboðunum dá-
samlega. Óskandi að við hefðum hundr-
að sinnum fleiri lækna og hjúkrunar-
fólk til þess að hjálpa okkur þarna úti í
Afríku meðal heiðingjanna!
Menn líta enn eftir fleiri trúboðum.
Hjer birtum við brjef frá þektum
höfðingja, sem á heima langt inn í meg-
inlandinu, þar sem við höfum enn ekki
byrjað að starfa. Jeg er þess fullviss að
þið munuð ekki hafa tekið á móti mörg-
um brjefum frá egta Afríkubúum fyrri.
Þetta brjef gefur hugmynd um orðfæri
þeirra sem senda trúboðum okkar beiðn-
ir um hjálp víðs vegar að. Jeg sendi
Árssamkoma fyrir kristniboða vora í Manschuriet. Sá, sem stendur fremstur lengst til vinstri, er leiðtogi starfs vors í Austur-Asíu, séra
I. H. Evans; til hægri fyrir framan hann situr kona F. M. Larsens kristniboða, séra Bernhard Petersen og kona hans, og á miðri mind-
inni sjest N. Dahlsen kristniboði og kona hans með sitt bamið hvert i fanginu.
Bls. 4