Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1929, Page 7
þessa beiðni áfram til ykkar. Hún hljóð-
ar svo:
„Jeg bið um trúboð ykkar. Jeg þarfn-
ast trúboðs ykkar í landi mínu, til þess
að börn mín og þegnar geti fengið að
þekkja hinn sanna Guð. Mjer þykir vænt
um að heyra að þjer eruð ekki hirðu-
lausir um land mitt og hafið gert ráð-
stafanir til þess að trúboðið komi þangað
síðar. Jeg vona að þjer hættið ekki við
það, þið, sem prjedikið Guð, hugsið um
þjóð mína, sem hrópar á fagnaðarerind-
ið. Svíkið okkur ekki, heldur færið oss
boðskapinn frá Guði nú þegar í ár. Við
stöndum við veginn og horfum eftir
yður“.
Þessi maður stendur enn og horfir
fram á veginn, því við erum ekki komnir
til hans ennþá. Við höfðum ekki pen-
inga, til þess að byggja þar trúboðsstöð
og engan trúboða til þess að senda, og
þessi höfðingi ræður yfir 75.000 manns.
í Norður-Rodesiu hefir fagnaðarer-
indið til skamms tíma verið óvelkomið,
en nú er þar einnig farið að biðja um
kennara. 1 næstum 25 ár höfum við
starfað nálægt þessu hjeraði og gengið
erfiðlega, en nú höfum við 11.000 manns,
sem hafa tekið á móti fagnaðarboð-
skapnum. Nú hafa þeir bygt stóra
kirkju og skólahús fyrir eigin peninga,
þar sem þeir tilbiðja Guð og taka á móti
kenslu. Eina kirkju er nú verið að
byggja sem mun rúma 700 manns. Þann-
ig starfar Guð með söfnuði sínum.
Síarfsbyrjun meðal mannæía.........
Langt inn í Mið-Afríku hinni frönsku
hefir trúboði R. L. Jones og kona hans
stofnsett vora fyrstu stöð meðal þjóðar
sem telur 11 miljónir íbúa. Þau búa í
útjaðri stórrar borgar og sveitamenn
þar eru ennþá mannætur. Innfædd kona
var jetin þar nýskeð ekki meira en 10
km. frá stöðinni. Er nokkrir af hinum
innfæddu voru að viðarhöggi, til þess að
smíða úr þakið á hús trúboðans, urðu
þeir að flýja undan mannætum þessum
til trúboðsstöðvarinnar. Þessir djörfu
trúboðar þakka Guði fyrir varðveitslu
hans og þeir eru hamingjusamir í
starfinu og segja oss að þeir hafi nú
100 lærisveina á skólanum, er þeir
byrjuðu á skömmu eftir að þeir settust
þarna að.
Þrjú þúsund sálir unnar.
Síðastliðið ár hefir meðlimatala við
hinar suðurafrí'könsku stöðvar vorar
stigið um 3000, svo nú höfum við þar
10000 meðlimi. Og ef við reiknuðum
með þá sem eru í undirbúningsdeildum
vorum og sem líta sjálfir á sig sem með-
limi, mætti talan hækka um 6000 svo að
unnir yrðu þetta ár 9000. I einni trú-
boðsskýrslu stendur: „Ef við reiknum
8 tíma til vinnu á dag (og fimm virka
daga í vikunni) þá höfum við unnið
eina sál á hverjum klukkutíma hina síð-
ustu 8 mánuði“. Jeg býst við að þetta
geti talist eins dæmi.
í suðurhluta Nyassalands fóru allir
kennarar í fríi sínu út í trúboðsstarfið.
Þessir innfæddu kennarar störfuðu á
50 stöðuin, og árangurinn af starfi
þeirra var 2400 sálir unnar fyrir Krist.
Við getum ekki útskýrt þetta á ann-
an hátt en að Guð úthellir anda sínum
yfir þetta fólk í ríkum mæli, og að
hjörtu þessa fólks taka á móti gjöfinni
og hætta við heiðnar venjur, er það finn-
ur frelsið í Kristi. Það eru svo margir
sem snúa sjer til Guðs á vorum dögum,
að vandaspurningin verður: Hvernig
eigum við að sjá öllu þessu fólki fyrir
nægri uppfræðslu —- hvernig eigum við
að fara að því að útvega því kenni-
menn?
Við lifum á þeim tíma, að kraftur
Guðs opinberast. Eigum við, sem kristn-
ar manneskjur í heimalöndum að bregð-
ast köllun vorri á slíkum tíma? Eigum
við að vera hirðulaus um að senda
þessu fólki fagnaðarerindið sem gjarna
vill taka á móti því og sem mun glatast
án þess?
Bls. 5