Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1929, Page 9
fann ekki Guð í þessum trúarbrögðum,
eins og hann komst að orði. Loks kom
hann heim til Indlands aftur, og þrátt
fyrir hinn mikla fjandskap milli Múha-
medstrúarmanna og Hindúa tók hann
til að lesa um Múhamedstrú, til þess að
sjá hvort það gæti slökt þorsta sinn, en
alt virtist árangurslaust. Hann hjelt svo
áfram ferð sinni gegnum Norðvestur-
Indland, þar sem einhver vísaði honum
til skrifstofu vorrar í Lucknow. Við inn-
ganginn mætti hann trúboða C. C. Bel-
grave, sem er innfæddur bróðir vor, og
sem hefir verið sendur út sem trúboði
frá Indlandi. Þessi maður var aleinn á
skrifstofunni þá. Hann spurði ókunna
manninn, sem kom í sínum sjerkennilegu
fötum um, hvað honum þóknaðist, og
fjekk þetta svar: „Jeg óska að finna
Guð, og það er eínhver sem hefir sent
mig til þessarar stöðvar. Þessvegna er
jeg kominn hjer“. Belgrave trúboði tók
hann með sjer inn, og þar settust þeir
og rannsökuðu ritningarnar. Þeir flettu
mikið í Bók bókanna, og urðu loks ásátt-
ir um að taka til á ný og rannsaka. Þeir
rannsökuðu aftur og aftur. Eftir að þeir
höfðu farið nokkrum sinnum í gegnum
höfuðatriði kenninganna, sem stóð yfir
þrjá mánuði, sagði Hindúinn frá hinni
háu stjett: „Sje það nokkur sem getur
frelsað mig frá syndum mínum, þá er
það Jesús Kristur“. Þessi maður var
síðar skírður.
Strax fór hann að hugsa um áhang-
endur sína í Assen, og hann vonaði að
nokkrir þeirra mundu vilja aðhyllast
Skólanemendur á Vestur-Indlandi prenta Guðs orð á fjórum
tungumálum.
Stúlkur að spinr.a cg vefa viðjkvennaskóla vom á Ceylon. ^
hann. Er hann kom til þeirra báðu þeh
hann að sýna sjer hið heilaga „band“.
Brahma-trúarmenn bera band, sem þeir
kalla heilagt. Það er gefið þeim er þeir
ná þeim aldri að þeir sjeu teknir meðal
Hindúaflokksins, og má það ekki við
þá skilja fyr en þeir eru grafnir eða
brendir. Hann gat ekki sýnt þeim hið
heilaga band, því hann hafði tekið það
af sjer þegar hann var skírður. „Þá
gerðu þeir mig að fótbolta“, sagði hann
sjálfur frá. Þeir spörkuðu í hann og
börðu hann af mikilli grimd. Það var
með naumindum að hann slapp frá þeim
lifandi þá nótt, og hann varð að þeys-
ast 65 km. á hesti áður en honum væri
borgið.
Buddha-presíur á Ceylon, skírður.. .
Ekki fyrir löngu var Búddha-prestur
á Ceylon skírður. Fyrir tveim árum fann
bóksali þennan mann og gaf honum
smárit, sem hjet: „Er endirinn nálæg-
ur?“ I mörgum musterum Búddha má
finna biblíu hinna kristnu. Presturinn
bar saman ritningarstaðina við Biblíuna,
og eftir tvö ár tók þessi prestur til að
ferðast í því skyni að fræðast um sann-
leikann, á svipaðann hátt og Hindúi sá,
sem vjer höfum sagt frá. Hann kom til
Kolombo og þar var honum vísað til
trúboðsstöðvar vorrar. Þar rannsakaði
hann ritningarnar. Og er Búddha-trúar
menn sáu að hann fór oft þangað, urðu
þeir tortryggnir. Þeir sögðu hver við
annan: „Hvaða rjett hefir prestur
Bls. 7