Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1929, Side 10
Búddha til þess að fara inn á heimili
kristins trúboða“. Þeir fundu hann þar
hvað eftir annað. Þeir báðu hann að
ltoma með sjer og yfirgefa hina kristnu,
en það vildi hann ekki. Þá grýttu þeir
húsið. En þrátt fyrir alla mótstöðu sem
maður þessi mætti gekk hann Kristi á
hönd. Trúboði vor útvegaði honum
venjuleg föt stað klæða þeirra, sem
hann bar, til þess að menn þektu hann
ekki og nú er hann skírður til kristinnar
trúar.
Frá mannlegu sjónarmiði eru erfið-
leikarnir í' Indlandi óyfirstíganlegir. Við
berjumst gegn óvini, sem hefir ríkt svo
öldum skiftir. Þar eru óteljandi Moskur
Múhameðstrúarmanna og musteri Hin-
dúa. Þær eru sem kastalar, sem óvinur-
inn hefir átt í mörg ár. Þar eru ennþá
225 miljónir manna, sem við höfum ekki
starfað fyrir. Það er ekki undarlegt þótt
Indland sje kallað „Kastali heiðninnar“,
því það er það virkilega. Samt vinnum
við með árangri þar.
Nokkrar fróðlegar tölur.
Þessar tölur uppörfa oss mjög, sem
störfum í Indlandi, þar sem sálir vinn-
ast, þó ekki sje það í hópum, heldur
fyrir þolgæði í starfi einstaklinganna
fyrir einstaklinga. Eftir 24 ára starf í
Suður-Asíu höfðum við 33 söfnuði með
1097 meðlimum. En hin síðustu átta ár
síðan 1920 höfum við 38 nýja söfnuði
með 1589 meðlimum, svo að nú eru saf i-
Sjúkrahús og fjö klíník í byggingu í Naraspar, þar sem dr. A. E.
Clark byrjar stafsemi sem læknir og kristniboði.
aðarmeðlimir vorir þar 2686. Með öðrum
orðum árið 1920 (eftir 24 ára starf-
semi) höfðum við skírt einn af 304,000
íbúum. En nú höfum við einn af 124,000
íbúum, Við erum Guði þakklátir hvað
hann hefir gjört hjer í Indlandi, í sjálf-
um kastala heiðninnar“; hann vinnur
með oss til þess að safna mönnum í ríki
sitt.
Þúsundir Múhameðs kalla á Krist.
Trúboði W. E. Read, London skrifar:
Fyrir nokkrum árum var enginn trúboði
í innri hluta Abessiníu. Zakarías höfð-
ingi snjerist frá Múhamedstrú til hins
sanna Guðs. Hann hafði lítið ljós, en
hann tók með gleði á móti því sem Guð
vildi gefa honum. Hann var fjölkvænis-
maður. Er hann snerist sendi hann allar
konurnar frá sjer, nema eina. Hann sagði
þjóð sinni að einhverntíma mundu koma
hvítir trúboðar með hið rjetta fagnaðar-
erindi. Hann sagði að þeir menn gætu
vitað um hvort um hina rjettu væri að
ræða á því að þeir mundu tala um að
endurkoma Krists væri fyrir dyrum.
I dag eru milli 10 og 13 þúsuind, sem
ný snúnir eru frá Islam er vænta hjálp-
ar frá oss. Þeir biðja innilega um kenn-
ara, svo að þeir fái betri hugmynd um
Guð. Ættum við að vera þröskuldur í
vegi þeirra að ljósi fagnaðarerindisins?
Frá Singapur höfum við fengið eftir-
farandi skýrslu. frá trúboða L. V. Finster:
„Á Sumatra skírði jeg einn Múham-
eðstrúarmann með konu hans, er hafði
tekið á móti ljósi fagnaðarerindisins. I
mörg ár höfðu þau sótt vel veislur og
hátíðir Múhameðstrúarmanna, en þau
fundu ekki frið í hjörtum sínum. Mað-
urinn kyntist einum af trúboðum vorum,
og eftir að hafa rannsakað Ritninguna í
marga mánuði ákvað hann að hlýða
henni. Er hann sagði konu sinni frá
þessu varð hún hrædd og sagði fjöl-
skyldu sinni frá því. Þeir tóku hana frá
manninum og það leit út fyrir að hjóna-
skilnaður mundi eiga sjer stað, svo fram-
rrlega sem maðurinn hjeldi fast við hina
Bls. 8