Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1929, Qupperneq 11

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1929, Qupperneq 11
nýju trú. Með fyrirmyndarlífi sínu vann hann konuna aftur og jeg var mjög glaður að fá að skíra þau bæði. Á öðrum stað skírði jeg marga Múhameðstrúar- menn. Jeg býst við að árangurinn af starfi þessa árs verði 40—50 Múhameðs- trúarmenn unnir fyrir Krist. Á Java kom kona nokkur er var Múhameðstrúar inn í tjald vort, af því hún hjelt að þar væri nokkurskonar skemtistaður. Hún varð fyrir svo miklum áhrifum, að hún kom með manni sínum kveldið eftir. Hún hjelt áfram að koma á samkomur vorar og varð að lokum skírð. Kvöld nokkurt skömmu áður en hún var skírð, er hún var á samkomu datt gullstykki úr kinninni á henni niður á gólfið. Hún fór þá að hugsa um hvaða þýðingu þetta gull hefði fyrir hana. Hún hafði fleiri svipuð stykki í hinni kinn- inni og enninu. Og nú ákvað hún að fara til læknisins og fá þetta tekið í burt. Er hún var skírð fann hún til ham- ingju, því hún fann að hún hafði nýjan kraft verkandi í sjer. í dag er hún starf- andi fyrir Krist. Á öðrum stað eigum við 15 manna hóp, sem hefir komið beint frá Múham- eðstrúnni. Þegar alt er talið með er það stór hópur sem unnist hefir fyrir Krist á Java“. Innilegt kall um hjálp. Er vjer fyrir nokkru heimsóttum Para- trúboðsstöðina í' Austur-Afríku komu sendimenn til vor dag nokkurn eftir samkomu. Það voru hjer um bil hundr- að innfæddra manna og flestir þeirra voru heiðingjar. Þeir höfðu verið á sam- komu okkar um morgunin, og höfðu mikinn áhuga fyrir því starfi er vor duglegi trúboði framkvæmir þar. Hinum innfæddu var það hátíðlegt augnablik er þeir komu fram fyrir okk- ur með hinar alvarlegu beiðnir. Aldrað- ur maður, sem hafði orð fyrir þeim, sagði frá erindi sínu á þann hátt að ekki verður gleymt strax. Hann sagði með litlum hvíldum: ,,Vjer erum þakklátir fyrir að þið komuð hingað og ykkur er ekki sama um okkur. Við viljum biðja ykkur að bera kærar kveðjur til Evrópu. Segið þeim, að við sjeum innilega þakk- látir fyrir þá trúboða sem þeir hafa sent okkur, og fyrir alt það sem þeir hafa gjört fyrir okkur og vini vora. Við virð- um það verk sem trúboðarnir, læknarnir og kennararnir hafa unnið, en við þurf- um endilega að fá spítala með hjúkrun- arfólki og læknum. Hjer er ekki nokk- ur spítali eða læknishjálp í 80 km. fjar- lægð og engar yfirsetukonur höfum vjer. Við höfum enga sem kunna að veita hjálp er sjúkdómar bera að höndum og því deyja konur vorar og börn. Segið vin- um yðar í Evrópu frá hinni brýnu þörf vorri og biðjið þá að draga ekki mjög lengi að senda oss læknishjálp. Þörf vor er mjög mikil, við biðjum innilega um hjálp“. Nokkrum dögum síðar fórum við fót- gangandi til Kihurio-stöðvarinnar sem er 55 km. þaðan. Og eftir að hafa haldið samkomu þar kom annar flokkur með svipaða beiðni og bað um hjálp á sama hátt. Við svöruðum, að við gætum ekki gefið ákveðið svar, en við skyldum flytja beiðni þeirra til trúboðsstjórnar- innar heima. Gefið gaum að þessu. Þarna er þetta fátæka fólk án spítala og læknishjálpar. Það biður um hjálp. En vegna manna- leysis og peningaleysis verðum við að biðja það að bíða. Á það að bíða lengi? Kristniboði á leið til Birma. Bls. 9

x

Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins)
https://timarit.is/publication/1405

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.