Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1929, Page 14
hljótt um sig, meðan hún bæði til Guðs
fyrir barninu. Á meðan hún bað til Guðs
um að opinbera mátt sinn og gefa barn-
inu lí'f, ef það gæti verið nafni hans til
dýrðar, opnaði barnið augun og settist
upp. Svo sagði hún við fólkið:
,,Þið megið nú fara heim, því þið
þurfið ekki að grafa þetta barn“. Nokkr-
um dögum síðar var drengurinn full-
frískur og ljek sjer sem áður. Fólkið
var alveg undrandi og sagði: ,,Slíkt höf-
um við aldrei sjeð áður. Guðir vorir hafa
eyru en heyra ekki. Þeir hafa augu en
sjá ekki. Guð þessarar konu heyrir og
svarar bænum“. Nú leyfði þorp þetta
hinu frelsandi fagnaðarerindi um Jesúm
Krist — þann eina er getur gefið líf —
aðgang.
Þar sem enginn læknir er.
Trúboði G. C. Nickle skrifar á þessa
leið: „Ekki alls fyrir löngu ferðaðist
jeg um Huila-ríkið, í Mið-Columbia og
hafði nokkur tæki með mjer til þess að
hjúkra sjúkum á þeim stöðum sem ekki
eru spítalar eða læknar. Margir komu
til vor og við heimsóttum þá sem ekki
voru ferðafærir. Við bjuggum um þá og
gerðum minni háttar skurði. Og hversu
þakklátt var ekki fólkið fyrir þessa
hjálp“.
Það yrði altof langt að prenta allar
þær skýrslur sem koma af starfsvæðun-
um. Allir biðja um hjálp til starfsins á
þessum fjarlægu stöðum.
Læknastarfið í Abesslníu.
Læknastarfinu í Abessiníu hefirfleygt
áfram. Dessie er töluvert stór bær, hjer
um bil 20 daga ferð frá Addis Abeba,
og þar var valinn höfuðaðsetursstaður
lækningastarfsins. Með hjálp þeirri er
hin konunglega hátign Ras Taffari hinn
nýkrýndi konungur í Abessinlu veitti
oss, gátum við fengið landspildu í miðju
landinu. Þar er ágætis vatn og nóg til
þess jafnvel að vökva garðinn í þurkatíð.
Hreint vatn er ómetanleg blessun í hita-
Bls. 12
beltinu, þar sem erfitt er að ná vatni
þótt grafið sje djúpt.
Það er nú hjer um bil eitt ár síðan
að dr. Bergman flutti til Dessie. Á þeim
tíma hefir læknirinn haft nóg að gjöra
að byggja hús og spítala og aðrar nauð-
synlegar byggingar, Fyrir skömmu flutti
fjölskyldan inn í hið nýja hús, meðan á
byggingunni stóð bjó fjölskyldan í tjaldi.
Spítalinn er nú bráðum fullgjör.
Líti maður til hinna mörgu erfiðleika,
þá er það undravert hve dr. Bergman
hefir verið fljótur að koma öllu þessu í
kring. Þar eru engir timburkaupmenn,
þar sem hægt sje að fá tilbúið efni af
öllum tegundum. Sá sem byggir hús þar
verður að taka efnið í skóginum. Hinir
innfæddu eru fljótir að læra alla ljettari
vinnu, en það þarf góða stjórn og mikla
þolinmæði að nota vinnu margra inn-
fæddra manna, svo að verulegt gagn
verði að. Læknirinn hefir haft mikið og
erfitt verk að sjá um alt þetta, en Guð
hefir blessað hann og gefið góðan árang-
ur af starfi hans.
Þegar spítalinn er fullgjör mun hann
vera 75,000.00 kr. virði, enda þótt vjer
höfum ekki beinlínis þurft að leggja
fram nema helming þessarar upphæðar.
Mismunurinn er frá góðvilja konungsins
og þeim er unnið hafa kauplaust. Ras
Taffari hefir gefið oss landsvæðið, sem
og alt byggingarefni, sem og peninga til
þess að reisa sjálfan spítalann. Vjer
höfum 5 aðalstöðvar í Abessiníu. Lækna-
stöðin er ein hin besta og sýnir að vel
hefir verið hugsað fyrir framkvæmdum.
Hún bendir til hverjir hafa verið þarna
að verki og sýnir eðli boðskaparins sem
við flytjum.
Vegna hins mikla og margbreytta starfs
á meðan verið er að koma upp húsum
hefir dr. Bergman reynt að komast hjá
þvi að starfa að lækningum þangað til
spítalinn yrði fullgjör. Samt sem áður
hafa margir sjúklingar fengið hjálp. Ný-
lega var komið með ungan mann er hafði
fótbrotnað, til læknisins. Það var komin