Haustsöfnun til kristniboðsins (heiðingjatrúboðsins) - 15.06.1929, Page 17
Undraverð breyting.
Það eru yfir 57 ár síðan Stanley leit-
aði að Livingstone og loks fann hann
við Ujije við Tanganyika-vatnið. Hann
var kominn að næstum óyfirstíganlegum
hindrunum. Þrælaverslunin var í al-
gleymingi. Það voru engir vegir, og
ekki nein stjórn, engin sjúkrahús eða
skólar, engir kristnir. En í dag er þessu
háttað á alt annan veg. Ljós fagnaðar-
erindisins hefir fengið aðgang og mörg
trúboðsfjelög eru að verki. Margir söfn-
uðir hafa verið settir á stofn. Þúsundir
skóla verið opnaðir, og tugir þúsunda
hinna innfæddu hafa tekið á móti krist-
indóminum.
Hjeruðunum í kringum Tanganyika-
vatnið er skift í marga hluti og við störf-
um aðeins í tveim þeirra enn sem komið
er. Þar eru 10 ættbálkar, sem tala sitt
málið hver. Vjer störfum á fimm vegu,
með skólastarfsemi, heimatrúboði, hvíld-
ardagsskóla, prjedikunarstarfi og lækna-
starfi. Læknastarfið hefir stóran þátt í
framgangi vorum. Það gjörir óvini að
vinum. I tveim löndum er okkur var
bannað að starfa í fengum við loks að-
gang vegna læknastarfsins. Eftir að trú-
boði Matthews frá Majta-trúboðsstöðinni
hafði ferðast í mánuð án árangurs unn-
um við loks sigur með 14 daga læknis-
starfi. Eftir það bauð fólkið oss hjartan-
lega velkomna. I öðru landi vildi hvorki
þjóðin nje stjórnin taka á móti oss. Trú-
boði Muderspach var sendur þangað, en
enginn kom til hans. Þá vildi svo til, að
hann frjetti af mjög sjúkum manni er
bjó 12 km. frá stöðinni. Trúboðinn gekk
þá þrisvar á dag til hans og hjúkraði
honum. Og þetta hafði það í för með
sjer, að hinir innfæddu menn fóru að
bera traust til hans. Þeir tóku eftir hinu
kristilega framferði hans og að hann
ljet ekki litarmuninn hindra sig frá því
að hjálpa þeim. Upp frá því hafðitrúboð-
inn nóg að gjöra að hjálpa öllum sem
komu til hans. Nú er stöðin sú orðin
voldug. Stjórnin hefir gefið leyfi til þess
að setja á stofn skóla, og nýlega höfum
við fengið loforð fyrir stórri spildu af
landi. Á fimm trúboðsstöðvum hjúkrum
við árlega 40000 sjúklingum. Og á einni
stöð hefir trúboðinn með konu sinni á
einu ári hjúkrað 11000 sjúklingum.
Er við prjedikum komum við æfinlega
með beinar spurningar. Einu sinni er jeg
talaði um afdrif hinna óguðlegu og spurði
tilheyrendur mína hvorum þeir vildu
þjóna, stóðu 200 upp til þess að lýsa því
yfir að þeir vildu vera með Jesú.
Þessir Indíánar, sem hafa verið villimer.n þurfa ekki lengur á þessum
ölfrogum að halda eítir að hafa tekið á móti íagnaðarerindinu.
Útlitið bjart eins og fyrir-
heiti Guðs.
Fyrir mörg hundruð árum síðan sagði
vitiingurinn knúður af heilögum anda:
„Kastaðu brauði þí'nu út á vatnið og eftir
langan tíma muntu finna það aftur“.
Viðvíkjandi trúboðsstarfi safnaðar Guðs
segir hann: „Sá sæði þínu að morgni og
lát hendur þínar eigi hvílast að kveldi“.
Hinn frægi söngvari ísraels skrifar eftir-
farandi: „Grátandi fara menn og bera
sæðið til sáningar, með gleðisöng koma
þe'r aftur og bera kornbundin heim“.
Þannig höfum við fullvissu um að eftir
margra ára erfiði muni Guð gefa ávöxt.
Þetta fyrirheit geta allir tileinkað sjer
sem vinna að útbreiðslu Aðventboðskapar-
ins. Víða þarf að leysa úr miklum erfið-
leikum. Erfiðleikum, sem virðast óyfir-
stíganlegir, en við verðum að halda á-
fram með trúmensku að sá sæðinu full-
Bls. 15