Fréttablaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 18
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Fótbolti er kallaður „hinn fallegi leikur“. Undan-farna daga hefur hinn „fallegi leikur“ þó verið heldur ljótur. Dómari þurfti tvívegis að stöðva leik Búlgaríu og Englands í undankeppni EM á mánudag vegna kynþáttaníðs frá stuðningsmönnum Búlgaríu sem gáfu frá sér apahljóð og heilsuðu að nasistasið. Ekki hafði riðill Íslendinga meiri fegurð til að bera. Fyrir rétt rúmri viku fagnaði tyrkneska fótbolta- landsliðið sigri gegn Albaníu með hermannakveðju. Kveðjan var stuðningsyfirlýsing við tyrkneska herinn sem réðst nýverið inn í Sýrland og stundaði þar umdeildar hernaðaraðgerðir gegn Kúrdum. Uppátækið endurtók landsliðið í leik gegn Frökkum nokkrum dögum síðar. Til stendur að íslenska landsliðið í fótbolta sæki Tyrki heim í næsta mánuði. Hefur þeirri hugmynd verið hreyft að Íslendingar hætti við leikinn í mót- mælaskyni við framferði Tyrkja. Sitt sýnist hverjum. Margir virðast þó þeirrar skoðunar að „aðskilnaður eigi að ríkja milli íþrótta og stjórnmála“. Sú skoðun er þó ekki annað en útópía. Íþróttir eiga sér ekki stað í tómarúmi. Sjaldan hefur sú stað- reynd blasað jafnóþyrmilega við og árið 1936 þegar Ólympíuleikarnir fóru fram í Þýskalandi nasismans. Árið 1931, tveimur árum áður en Adolf Hitler varð kanslari, ákvað Alþjóða Ólympíunefndin að Ólympíu leikarnir færu fram í Þýskalandi. Þegar nasistar komust til valda áttu flestir von á því að hinir nýju herrar Þýskalands myndu afþakka leikana sem þeir kölluðu „illræmda júðahátíð“. En áróðursmeist- arar nasistanna sáu sér leik á borði. Þvert á móti tóku þeir leikunum opnum örmum og jusu í þá fjármunum svo að þeir mættu verða sem glæsilegastir. Þegar nasistarnir bönnuðu gyðingum þátttöku kom til tals að sniðganga Ólympíuleikana eða flytja þá annað. Ekki varð af því og fékk Hitler óáreittur að gera sér mat úr Ólympíuleikunum með einni mestu áróðurs- sýningu síðari tíma. Framferði Tyrkja í undankeppni EM er sannarlega tilefni til að Knattspyrnusamband Íslands hugsi sinn gang. Viti þeir ekki hvernig afþakka megi boð um að mæta landsliði Tyrkja má grípa til fordæmis úr mann- kynssögunni. Ágæti fasismans Í desember árið 1961 fékk breski heimspekingurinn Bertrand Russell bréf frá þekktum breskum fasista, Oswald Mosley. Mosley vildi bjóða Russell til hádegis- verðar og rökræða við hann um ágæti fasismans. Hinn 22. janúar 1962 afþakkaði Russell boð um að mæta Mos- ley með eftirfarandi bréfi sem Knattspyrnusamband Íslands mætti íhuga að ljósrita og senda til Tyrklands: Kæri herra Oswald. Þakka þér fyrir bréfið. Ég hef hugsað nokkuð um nýleg bréfaskipti okkar. Það er erfitt að ákveða hvernig best sé að svara mönnum sem hafa allt önnur viðhorf en maður sjálfur; og í raun ógeðfelld viðhorf. Vandinn er ekki sá að ég sé ósammála þeim atriðum sem þú færir rök fyrir heldur sá að ég hef ráðstafað hverri einustu ögn af orku minni í að berjast gegn mis- kunnarlausum fordómum, áráttukenndu of beldi og grimmúðlegum ofsóknum sem einkenna heimspeki fasismans og framkvæmd hans. Mér ber skylda til að benda á að tilfinningaheimar okkar eru svo frábrugðnir og andstæðir hvor öðrum að ekkert árangursríkt eða einlægt gæti nokkurn tímann komið út úr samskiptum okkar. Ég vona að þú skynjir styrk sannfæringar minnar. Ég segi þetta ekki til að vera dónalegur heldur vegna alls þess sem mér er kært þegar kemur að reynslu mannsins og afrekum hans. Þinn einlægur, Bertrand Russell Hinn fallegi leikur Jón Þórisson jon@frettabladid.is Kynnt var í gær að breyting hefði orðið á eignarhaldi Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. Við þessa breytingu eignaðist félag í eigu Helga Magnús-sonar, ásamt öðrum, allt hlutafé í útgáfufélaginu, en félag Helga keypti helmingshlut í því í byrjun júní síðastliðins. Viðskipti þessi marka tímamót í útgáfusögu Fréttablaðsins. Við þau hverfa frá stjórnarborðinu hluthafar sem hafa fylgt blaðinu frá árinu 2004 eða nánast alla útgáfusögu þess. Um er að ræða hjónin Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur og eiginmann hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson. Framlag þeirra til íslenskrar fjölmiðlasögu er mikið og merkilegt og verður án efa gerð skil með ítarlegum hætti í fyll- ingu tímans. Fréttablaðið þakkar ánægjulegt og uppbyggilegt samstarf við þau og þeirra mikilvægu staðfestu og þrautseigju að halda úti öflugasta fjölmiðli landsins um 16 ára skeið. Um þessar mundir er Fréttablaðið prentað í tæplega 80.000 eintökum sex daga vik- unnar og ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína, hvort sem það varðar lestur, útbreiðslu eða upplag. Samhliða þessum breytingum á eignarhaldi útgáfufélagsins er stefnt að því að miðlar Hring- brautar, sem staðið hefur að sjónvarpsútsendingum og netmiðli undir sama nafni, renni inn í Torg. Er sá samruni háður samþykki samkeppnisyfirvalda og umsögn fjölmiðlanefndar. Tilkynning þess efnis hefur verið send þessum stofnunum og bíður með- ferðar þeirra. Ætlunin er að starfsemi Hringbrautar flytjist á Hafnartorg þar sem ritstjórn Fréttablaðs- ins og frettabladid.is er til húsa. Þá var einnig tilkynnt um það í gær að Ólöf Skaftadóttir hafi látið af starfi ritstjóra að eigin ósk. Hún hefur starfað hjá fyrirtækinu síðastliðin sjö ár. Henni eru þökkuð vel unnin störf. Jón Þórisson lögfræðingur hefur verið ráðinn ritstjóri við hlið Davíðs Stefánssonar. Jón er jafnframt ábyrgðar- maður útgáfunnar. Jóhanna Helga Viðarsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra hjá Torgi ehf., verður nú forstjóri og útgefandi fyrirtækisins. Allt er þetta liður í að efla útgáfu Fréttablaðsins og tengdra miðla, ekki síst í þeirri varnarbaráttu sem háð er um sjálfstæða útgáfu fréttamiðla á Íslandi. Stjórn Torgs hefur samþykkt ritstjórnarstefnu fyrir blaðið og miðla þess. Þar segir að stefna fjöl- miðla félagsins sé að halda uppi borgaralegum viðhorfum, víðsýni og frjálslyndi. Frelsi sé gert hátt undir höfði og hag neytenda haldið á lofti. Stjórn- völdum á hverjum tíma sé veitt aðhald á öllum sviðum og sama gildi um dómstóla. Fréttablaðið og miðlar þess aðhyllist alþjóðlegt samstarf Íslendinga á breiðum vettvangi og horft sé til þess að dýpka slíkt samstarf til framtíðar. Tímamót hjá Fréttablaðinu Fréttablaðið og miðlar þess aðhyllist alþjóðlegt samstarf Íslendinga á breiðum vettvangi og horft sé til þess að dýpka slíkt samstarf til framtíðar. 22. október – fræðsluerindi Foreldramissir Hefst kl. 20:00 Birna Dröfn Jónasdóttir flytur erindi um foreldramissi og kynnir hópastarf fyrir aðstandendur Allir velkomnir Lífsgæðasetur St. Jó. Suðurgötu 41, Hafnarfirði. Athugið að gengið er inn að aftanverðu, Hringbrautarmegin. Sími: 551-4141. Netfang: sorgarmidstod@sorgarmidstod.is Sorgarmidstod_auglysing_22 okt.pdf 1 18.10.2019 10:11:15 1 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 1 9 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 B -3 C D 4 2 4 0 B -3 B 9 8 2 4 0 B -3 A 5 C 2 4 0 B -3 9 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 0 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.