Fréttablaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 16
94% ökumanna finnst þeir öruggari með EyeSight tækni
Þú fyllist hugarró þegar þú veist að bíllinn þinn skerst í leik og aðstoðar þig við að koma í veg fyrir árekstur. Varar þig við
þegar aðvífandi ökutæki er á blinda punktinum. Og gerir þér kleift að leggja bílnum áreynslulaust í þröngt stæði með aðstoð
myndavélar sem sýnir nálægð við gangstéttarbrún. EyeSight er staðalbúnaður í öllum Subaru Forester.
www.subaru.is
Komdu til okkar og reynsluaktu nýjum Subaru Forester
Subaru Forester
Gerður til að kanna
ætlaður til að ferðast
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
6
1
4
9
S
u
b
a
ru
F
o
re
s
te
r
5
x
2
0
o
k
t
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16
TÆKNI Gervigreind og hreyfanleiki
vélmenna eru komin á þann stað að
ein vélhönd getur nú leyst Rubiks-
kubb. Fyrir utan flókna þraut fyrir
marga þá er um að ræða fínhreyf-
ingar sem f lest fólk hefur mikið
fyrir að ná. Hreyfingarnar eru þó
nokkuð klunnalegar, má jafnvel
kalla þær ónáttúrulegar.
Vélhöndin sem getur þetta er
framleidd af Shadow Robot Comp-
any og er komin í almenna sölu.
Getur höndin meðal annars hand-
leikið egg án þess að brjóta það.
Hugbúnaðurinn er forritaður af
OpenAI, forritunarhúsi sem hefur
meðal annars hannað gervigreind
sem hefur betur en mannfólk í
tölvuleiknum Dota 2.
Teymi OpenAI notaði tækni
sem grundvallast á því að kenna
vélhendinni með jákvæðri styrk-
ingu. „Til að byrja með veit höndin
ekki hvernig hún á að hreyfast eða
hvernig kubburinn bregst við þegar
það er ýtt við honum,“ segir Peter
Welinder, einn rannsakenda í sam-
tali við tímaritið New Scientist.
Vélar hafa áður verið forritaðar
til að leysa Rubikskubba, metið eiga
verkfræðingar hjá MIT-háskóla sem
hönnuðu vél sem leysir kubbinn á
Gervigreind vélhönd
leysir Rubikskubb
Með gervigreind var notuð jákvæð styrking til að kenna vélhendi með fingra-
nema að leysa Rubikskubb. Gervigreind lærir mun hraðar en hugur manns. Ef
sama aðferð yrði notuð á manneskju myndi það taka rúmlega 13.000 ár.
Fínhreyfingar þarf svo vélhöndin geti handleikið kubbinn. MYND/OPENAI
0,38 sekúndum. Munurinn er að nú
er verið að nota vél sem getur gert
f leiri hluti en að leysa Rubikskubba
auk þess að vera með fingur í líki
mannsfingra.
Notast var við jákvæða styrkingu
með því að forrita höndina til að
vilja stig og gefa hendinni stig í hvert
skipti sem hún leysti nýtt verkefni
á borð við að snúa kubbnum við.
Gervigreind lærir mun hraðar en
mannshugurinn, ef sama aðferð
yrði notuð á manneskju myndi það
taka rúmlega 13.000 ár.
Vélhöndin er ekki með nein augu
þannig að notast er við þar til gerða
nema í fingrunum. Gat hún svo lært
af mistökum sínum, til dæmis ef
hún sneri kubbnum of langt.
Welinder segir það allt velta
á hversu ruglaður kubburinn er
hversu lengi vélhöndin er að leysa
þrautina. Besta tilraunin tók um
þrjár mínútur. Næsta verkefni er að
kenna hendinni að mála og brjóta
saman pappír. arib@frettabladid.is
Gervigreind og hreyfan-
leiki vélmenna eru komin á
þann stað að ein vélhönd
getur nú leyst Rubikskubb.
TÆKNI Fyrstu rafmagnsmótorhjólin
frá hinu sögufræga fyrirtæki Harley
Davidson, voru seld í september.
Vandræði komu upp með hleðslu
þeirra en talsmenn fyrirtækisins
segja nú að eigendur geti óhræddir
hlaðið þau heima hjá sér.
Harley Davidson tilkynnti árið
2014 að þeir hygðust koma raf-
magnsmótorhjóli á markað innan
fimm ára og það tókst. Vandamálið
sem þeir þurftu að komast yfir
var drægnin en talið var að hjólin
þyrftu að komast að minnsta kosti
160 kílómetra á einni hleðslu.
Hjólið fékk nafnið LiveWire og
á sjónvarpsstöðinni Fox var það
titlað „mesta fráhvarf frá hefðinni
í 111 ára sögu fyrirtækisins.“
Sala hófst í haust en hvert hjól
kostar tæpar fjórar milljónir króna.
Fljótt komu upp vandamál með
hleðsluna sem erfitt hefur verið að
greina. Til að byrja með ráðlögðu
Harley Davidson kaupendum að
hlaða aðeins hjá umboði á hverjum
stað. Nýlega gaf fyrirtækið út yfir-
lýsingu um að vandamálið hefði
verið bundið við eitt hjól og að
óhætt væri að nota þau. - khg
Fyrstu Harley Davidson
rafmagnsmótorhjólin
Fyrirtækið kynnti LiveWire til sögunnar í sumar. NORDICPHOTOS/GETTY
Fyrirtækið hóf þróun
LiveWire árið 2014. Hvert
hjól kostar tæpar fjórar
milljónir króna.
1 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
9
-1
0
-2
0
1
9
0
4
:5
9
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
0
B
-2
E
0
4
2
4
0
B
-2
C
C
8
2
4
0
B
-2
B
8
C
2
4
0
B
-2
A
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
0
4
s
_
1
8
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K