Fréttablaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 65
Mitt hlutverk er að fara reglulega í fangelsin á suðvesturhorninu, Litla-
Hraun, Sogn og Hólmsheiði, til
að segja föngum frá verkefni
Rauða krossins, Félagsvinum eftir
afplánun. Nokkrir fangar hafa
reyndar hnýtt í nafnið á verkefninu
því þeim þykir það hljóma eins og
verið sé að útvega þeim vini til að
leika við eftir að afplánun lýkur en
það er ekki markmiðið. Félags-
vinir veita ýmsa félagslega aðstoð
að afplánun lokinni þegar við taka
praktísk atriði sem þarf að leysa,“
upplýsir Andri Valur Ívarsson, lög-
maður, hagfræðingur og sjálfboða-
liði hjá Rauða krossi Íslands.
Þung og flókin skref
Andri hefur verið sjálfboðaliði hjá
Rauða krossinum í sex ár.
„Konan mín hafði verið sjálf-
boðaliði í verkefni sem hét Félags-
vinir barna af erlendum uppruna
og fékk mig með sem sjálfboðaliða
í nýlegt verkefni sem er skaða-
minnkunarverkefnið Frú Ragn-
heiður. Ég tók mér svo hlé á meðan
ég kláraði nám en konan mín var
áfram í verkefninu og fór síðar að
vinna hjá Rauða krossinum. Ég
byrjaði svo í fangavinaverkefninu
sem fór formlega af stað í fyrra-
haust,“ útskýrir Andri.
Verkefnið Félagsvinir eftir
afplánun er að norskri fyrirmynd
og stendur vikulega fyrir opnu húsi
í húsnæði Rauða krossins í Hamra-
borg í Kópavogi.
„Félagsvinir auðvelda þeim
sem lokið hafa afplánun skrefin
út í samfélag þeirra frjálsu á ný.
Algengt er að fangar séu með alls
kyns sakarkostnað og skuldir á
bakinu og eftir langa einangrun
frá samfélaginu geta minniháttar
skref í skattinn, til Umboðsmanns
skuldara eða þeirra sem sjá um
sakarkostnað reynst þung og jafn-
vel óyfirstíganleg. Þá koma félags-
vinir til aðstoðar og finna leiðir
til að vinna úr erfiðu málunum,“
upplýsir Andri. Hann segir vitað
að endurkomuhlutfall í fangelsi sé
hátt og að markmið verkefnisins sé
að reyna að fækka einstaklingum
sem fara í fangelsi á ný.
„Sá sem losnar úr afplánun er
gjarnan með tvær hendur tómar og
þarf samt að koma sér í bæinn og
finna sér samastað. Þá getur legið
beinast við að hafa samband við
vinahópinn síðan fyrir afplánun
sem í sumum tilvikum er fólk
sem enn er í neyslu. Því er ljóst að
þau vantar sárlega stoð og styrk á
þessum tímamótum og við reynum
að aðstoða þau við að tengjast t.d.
Umboðsmanni skuldara, félags-
ráðgjafa og opinberum stofnunum,
skrá þau á biðlista eftir húsnæði og
leiða þau að ýmissi sérfræðiþekk-
ingu sem er í boði.“
Með heimsóknum í fangelsin
reynir Andri að sá fræjum raun-
verulegrar aðstoðar félagsvina sem
býðst föngum eftir afplánun.
„Auðvitað er þá allur gangur á
því hvort fangar eigi eftir vikur,
mánuði eða jafnvel nokkur ár í
afplánun en við reynum að koma
þessu inn og finnum fyrir þakk-
læti. Fangarnir eru þakklátir fyrir
að úti sé félagsskapur og aðili eins
og Rauði krossinn sem sýnir hags-
munum þeirra áhuga og vilja til að
aðstoða. Í samfélaginu ríkja miklir
fordómar gagnvart fyrrverandi
föngum sem þau upplifa sjálf. Því
getur verið meira en að segja það
fyrir þau að útvega sér húsnæði
eftir afplánun þrátt fyrir að vera
komin með vinnu og föst laun. Þau
þurfa að skila inn sakavottorði
sem setur þau í ákveðna klemmu
og þau koma víða að lokuðum
dyrum. Við bindum því vonir
við að geta liðkað fyrir, þótt við
getum vitaskuld ekki ábyrgst ein-
staklingana, en ef við náum aðeins
að slá á fordóma og aðstoða fólk
við að fá tækifæri til að byrja upp
á nýtt getum við verið sátt,“ segir
Andri sem þegar er kominn með
talsvert af föngum sem lýst hafa
áhuga á að fá aðstoð félagsvina
eftir að afplánun lýkur.
„Það hefur gengið ágætlega
að byggja upp traust á milli
Rauða krossins og þeirra sem eru
nýkomin úr fangelsi. Við búum að
einhverju leyti að trausti þeirra til
Frú Ragnheiðar því oft eru sterk
tengsl á milli neyslu vímuefna og
fangelsisvistar og fangar sem hafa
verið í neyslu þekkja Frú Ragn-
heiði að góðu einu og vita að Rauða
krossinum er treystandi sem hlut-
lausum aðila,“ segir Andri.
Ætti að vera sjálfsögð aðstoð
Sem félagsvinur eftir afplánun
hefur Andri lært að komast yfir
eigin fordóma og vanþekkingu.
„Ég hef fengið að kynnast ólíkum
einstaklingum af öllum þjóðfélags-
stigum sem lent hafa í vandræðum.
Það hefur aukið víðsýni mína og
skilning á að allir geti misstigið sig
og að allir eigi skilið tækifæri til
að snúa við blaðinu og byrja upp á
nýtt,“ segir Andri sem vill sjá verk-
efnið þróast á þann veg að félagsleg
leiðsögn og fylgd félagsvina verði
sjálfsagður hlutur hjá þeim sem
ljúka afplánun.
„Ég vona að fangar geti áfram
leitað til Rauða krossins og að við
höfum þá enn fleiri úrræði. Flestir
kljást við vöntun á húsnæði og það
væri draumur að geta aðstoðað
þá meira en að sama skapi getur
það reynst erfitt því margir hópar
í samfélaginu kljást við það sama.
En bara með því að brúa þetta bil
þannig að einhverjir einstaklingar
eigi auðveldara með að byrja upp
á nýtt án þess að eiga á hættu að
lenda aftur í fangelsi, er markmiði
verkefnisins náð.“
Fyrstu skrefin frjáls geta reynst þung
Í verkefninu Félagsvinir eftir afplánun auðvelda sjálfboðaliðar Rauða krossins föngum
skrefin út í samfélag þeirra frjálsu á ný og leggja þeim lið við ýmsa félagslega aðstoð.
Andri Valur
Ívarsson er
lögmaður,
hagfræðingur
og sjálf-
boðaliði í
verkefninu Fé-
lagsvinir eftir
afplánun hjá
Rauða kross-
inum á Íslandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Arcanum fjallaleiðsögumenn ehf
Árbæjarapótek ehf
Ásborg slf
Bandalag starfsm ríkis og bæja
Baugsbót ehf
Bifreiðaverkstæðið Toppur ehf
Bílasmiðurinn hf
Blaðamannafélag Íslands
Bolungarvíkurkaupstaður
Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf
Brimi hf
Danica sjávarafurðir ehf (Danica Seafood
Ltd.)
dk Hugbúnaður ehf
DMM Lausnir ehf
Dómkirkjan
Dýrabær ehf
Dýralæknaþjónusta Vesturlands ehf
Dýralæknirinn á Breiðdalsvík
Efling stéttarfélag
Endurskoðun Vestfjarða ehf
Félag skipstjórnarmanna
Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf
Fjarðaþrif ehf
Fljótsdalshérað
Flóahreppur
Framhaldsskólinn á Laugum
G.Ben útgerðarfélag ehf
Garðabær
Garðs Apótek ehf
Geislatækni ehf, Laser-þjónustan
Gjögur hf
Grindavíkurbær
Gróðrarstöðin Réttarhóll ehf
Grófargil ehf
Grýtubakkahreppur
Gull- og silfursmiðjan ehf
Happdrætti Háskóla Íslands
Hár og hamar ehf
Helgason og Co ehf
Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf
Hjallastefnan ehf
Hjá GuðjónÓ ehf
Hópferðabílar Svans Kristóferssonar ehf
Hvalur hf
Hveragerðissókn
Hvíta húsið ehf
Höfðakaffi ehf
Init ehf
Ísfell ehf.
Íslensk endurskoðun ehf
Ístak hf.
Klausturkaffi ehf
Krossborg ehf
Landsnet hf.
Landssamband lögreglumanna
Landssamband slökkvilið/sjúkrfl
Laugarnesskóli
Loftorka Reykjavík ehf.
Logoflex ehf
Lögfræðistofa Reykjavíkur ehf.
Lögreglustjórinn á höfuðborgars
Malbikunarstöðin Hlaðbær-Col hf
Margt smátt ehf.
Matthías ehf
Menntaskólinn að Laugarvatni
Miðstöðin Vestmannaeyjum ehf
Múlaradíó ehf.
Nonni litli ehf.
Norm X ehf.
Orkubú Vestfjarða ohf.
Ottó B. Arnar ehf.
Ósal ehf
Pizza-Pizza ehf.
Rafgeisli Tómas R. Zoëga ehf.
Rafmiðlun hf.
Rafsvið sf.
Reykjavíkurborg
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra
S.S. Gólf ehf
Samband ísl berkla/brjóstholssj
SAMEYKI stéttarfélag í almannaþjónustu
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja
Samvirkni ehf
Seyðisfjarðarkaupstaður
Síldarvinnslan hf.
Sjúkrahúsið á Akureyri
Sjúkraþjálfun Georgs
Skorradalshreppur
Skólaskrifstofa Austurlands
Skólavefurinn ehf
Smurstöð Akraness sf.
Solo hársnyrtistofa sf.
Sparisjóður Suður-Þingeyi. ses.
Steinsteypir ehf.
Stéttarfélagið Samstaða
Suðurprófastsdæmi
Suzuki-bílar hf
Sveitarfélagið Hornafjörður
Sæplast Iceland ehf.
Tannlæknastofa A.B. slf.
Tempra ehf.
THG Arkitektar ehf.
Tækniþjónusta Vestfjarða ehf.
Úti og inni sf
Útilegumaðurinn ehf.
Veiðivon ehf
Verkval ehf
Verslunartækni og Geiri ehf
VGH-Mosfellsbæ ehf.
Vilhjálmsson sf
VSB-verkfræðistofa ehf.
Wurth á Íslandi ehf.
Við þökkum fyrir stuðningin
Við stöndum fyrir réttlæti - Ekkert um okkur án okkar
215-0-5 255-5-10175-0-0 97-97-97
RGB
P 1797 Red - 032P 1807 Gray Cool 9
PANTONE
0-100-100-30
CMYK
0-100-100-10 0-95-95-0 0-0-0-62
FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS HJÁLPIN 5 L AU G A R DAG U R 1 9 . O K TÓ B E R 2 0 1 9
1
9
-1
0
-2
0
1
9
0
4
:5
9
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
0
B
-A
4
8
4
2
4
0
B
-A
3
4
8
2
4
0
B
-A
2
0
C
2
4
0
B
-A
0
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
1
0
4
s
_
1
8
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K