Fréttablaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 36
Við erum stolt af því að geta miðlað sérþekkingu okkar og höfum gert það innan og utan landstein- anna þar sem Bjöllu- kórinn hefur leikið af þeirri snilld sem honum er einum lagið. Við fögnum því að fá að leggja hönd á plóg með bjöllunum okkar. Valgerður Jónsdóttir Í Bjöllukórnum er listafólkið Ólafur Snævar Aðalsteinsson, Ástrós Yngva- dóttir, Rut Ottósdóttir, Halldóra Jóns- dóttir, Erna Sif Kristbergs- dóttir og Edda Sighvatsdóttir í neðri röð. Í efri röð standa Hildur Sigurðar- dóttir, Gauti Árnason, Ásdís Ásgeirsdóttir, Gísli Björnsson, Auðun Gunn- arsson og Íris Björk Sveins- dóttir. MYND/ OWEN FIENEBjöllukórinn var stofnaður á haustdögum 1997 af Val-gerði Jónsdóttur, skólastjóra Tónstofu Valgerðar. Í kórnum eru tólf meðlimir sem flestir sækja einkatíma í söng og hljóðfæraleik í Tónstofunni en einu sinni í viku hittast þeir á bjöllukórsæfingu og leika þá á hljómfagrar Suzuki-tón- bjöllur. „Markmið Bjöllukórsins er að meðlimir hans þjálfist í að leika Klingja bjöllum í hjartastað með öðrum, fái notið þess einstaka miðils sem tónlistin er og finni farveg fyrir tónræna hæfileika sína sjálfum sér og öðrum til ánægju,“ útskýrir Valgerður um Bjöllu- kórinn sem hefur eflst ár frá ári og tekið þátt í spennandi verkefnum sem útheimta margs konar færni. „Segja má að Bjöllukórinn sé framvarðarsveit Tónstofunnar og í þau 22 ár sem kórinn hefur starfað hefur hann leikið fyrir stofnanir, félagasamtök, skóla og fyrirtæki. Kórinn hefur líka komið fram á listahátíðum og með öðru tónlistarfólki, þar á meðal Möggu Stínu, Svavari Knúti, Gunnari Gunnarssyni, Högna Egilssyni, Karólínu Eiríksdóttur, Þórunni Grétu Sigurðardóttur, Sigur Rós og Retro Stefson,“ upplýsir Val- gerður um Bjöllukórinn en það veitir meðlimum hans mikla gleði og ekki síður þeim sem hlusta á kórinn leika á tónbjöllurnar. Njóta þess að koma fram Valgerður hefur með óeigingjörnu starfi sínu gefið fjölda nemenda með sérþarfir kost á að njóta tónlistarnáms og með því endur- speglað nútímalegar áherslur á inngildingu, jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu. „Starfsemi Bjöllukórsins og Tón- stofunnar er einstök á landsvísu og þótt víðar væri leitað. Við erum því stolt af því að geta miðlað af sér- þekkingu okkar og höfum gert það innan og utan landsteinanna þar sem Bjöllukórinn hefur leikið af þeirri snilld sem honum er einum lagið,“ segir Valgerður um kórinn sem hefur tekið þátt í mörgum samstarfsverkefnum. Má þar nefna setningu Lista- hátíðar í Reykjavík 2014, í sam- starfi við Högna Egilsson, verk Ólafs Ólafssonar og Libia Castro „Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland“ og norrænu og baltnesku sam- starfsverkefnin „Kenndu mér norræn og baltnesk barnalög“ og „Deilum menningararfinum í listsköpun“. Í nýliðnum september tók Bjöllukórinn líka þátt í tíu ára afmælishátíð Pascal Norge. Bjöllukórinn hefur einnig hlotið fjölda viðurkenninga og var ásamt Tónstofunni handhafi kærleiks- kúlu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra árið 2010. „Við í Bjöllukórnum njótum þess að koma fram og að vera í sam- starfi þar sem við fáum tækifæri til að kynnast nýrri tónlist og nýjum listamönnum. Sýnileiki Bjöllu- kórsins í samfélaginu hefur vakið enn frekari áhuga listafólks á að starfa með okkur. Við fögnum því að fá að leggja hönd á plóginn með bjöllunum okkar,“ segir Valgerður. Efnisskrá Bjöllukórsins er fjöl- breytt og hljómur hans einstakur. Kórinn hefur gefið út tvo hljóm- diska; Hljómfang árið 2012 og Hljómvang árið 2017. „Á lokatónleikum Listar án landamæra í dag flytur Bjöllukór- inn meðal annars íslensk þjóðlög, lag eftir Atla Heimi Sveinsson, Þor- kel Sigurbjörnsson og Braga Valdi- mar Skúlason,“ upplýsir Valgerður full tilhlökkunar. Tónleikar Bjöllukórsins hefjast í Gerðubergi klukkan 15 í dag. Þar verður einnig hægt að njóta listviðburða og heillandi sýninga listafólksins sem tekur þátt í List án landamæra. Aðgengi er gott í Gerðubergi og lyftur á milli hæða. Aðgengilegt er á salerni og blátt bílastæði nálægt húsinu. Bjöllukórinn heldur lokatón- leika Listar án landamæra í Gerðubergi í dag. Kórinn hefur gert garðinn frægan hér heima og ytra með einstökum hljóm sem heillar alla sem á hlýða. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 9 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 9 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :5 9 F B 1 0 4 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 B -9 5 B 4 2 4 0 B -9 4 7 8 2 4 0 B -9 3 3 C 2 4 0 B -9 2 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 1 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.