Fréttablaðið - 18.10.2019, Blaðsíða 98
Það eru þær Katla Þor-geirsdóttir og Donna Cruz sem leika mæðg-urnar Rannveigu og Agnesi sem, eins og oft vill verða, lenda í tog-
streitu í sínu sambandi þegar Agnes
fer í gegnum unglingsárin. Hand-
ritið skrifuðu þær Silja Hauksdóttir.
Gagga Jónsdóttir og Jóhanna Frið-
rika Sæmundsdóttir og byggðu það
á hugmynd rithöfundarins Mikaels
Torfasonar sem jafnframt er með-
framleiðandi.
Agnes Joy er kvennasaga. Hún er
skrifuð af konum, stærstu hlutverk-
in eru í höndum kvenna auk þess
sem leikstjórnin er borin uppi af
konu. Það er ákveðin mýkt í henni
en einnig hressandi hreinskilni og
innsýn í hugarheim kvenna sem
aðeins þær sem hann þekkja geta
túlkað og framreitt.
Þótti vænt um að
karlmenn tengdu líka
Leikstjórinn Silja hefur unnið að
myndinni undanfarin ár og segir
mikla spennu hafa fylgt því að sýna
hana loks fyrir fullum sal íslenskra
áhorfenda. „Það voru nokkuð mörg
fiðrildi í maganum og eyrun ofur-
næm fyrir stemningunni í salnum.
Viðbrögðin voru bara yndisleg, mér
fannst gaman að heyra að fólk hló á
ólíkum stöðum og leyfði sér að upp-
lifa. Það var líka frábært að spjalla
við fólk eftir á og mér þótti vænt
um hversu margir karlmenn voru
að tengja líka.“ Aðspurð hvernig
það hafi verið að leggjast á koddann
að kveldi frumsýningardags svarar
Silja; „Það var dálítið spennufall í
hausnum á koddanum, dálítið tóm
en aðallega léttir.“
Þrátt fyrir spennufallið er lítið
um slökun fram undan en Silja er
þegar farin að vinna í nýju handriti
auk þess sem hún er að undirbúa
uppsetningu Kópavogskróniku í
Borgarleikhúsinu þar sem hún er
í leikstjórastólnum auk þess að
vinna leikgerðina ásamt Ilmi Krist-
jánsdóttur leikkonu. „Líklega verða
svo einhver ferðalög með Agnesi til
útlanda líka. Svo langar mig að þefa
uppi f leiri sögur með góðu fólki til
að setja í gang og það væri sannar-
lega göfugt markmið að klára jóla-
gjafir í nóvember. En sennilega
algjörlega óraunhæft líka,“ segir
Silja að lokum. bjork@frettabladid.is
Agnes Joy af
Skaganum –
Þroskasaga
Kvikmyndin Agnes Joy var frumsýnd fyrir
fullum sal Háskólabíós á miðvikudag. Það
er Silja Hauksdóttir sem leikstýrir þessari
fallegu þroskasögu mæðgna sem lét frum-
sýningargesti sannarlega ekki ósnortna.
Leikstjórinn Silja Hauksdóttir tekur við hamingjuóskum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Aðstandendur sýningarinnar sem voru himinlifandi yfir móttökunum eru hér ásamt sínu fólki.
Anton Pétur Blöndal, Sara Dís Gunnarsdóttir og Ari Steinn Skarphéðinsson.
Heiða Sigrún Pálsdóttir og Baldvin Z
skemmtu sér vel á frumsýningunni.
Björn Brynjúlfur
Björnsson, Sig-
ríður Vilborgar
Hallsdóttir,
Halla Helga-
dóttir og Víðir
Sigurðsson.
Björn Emilsson, Lilja Pálmadóttir og Ragna Fossberg voru glæsileg.
Tinna Björt Guðjónsdóttir og Telma
Haraldsdóttir voru ákaflega sáttar.
1 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R54 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
1
9
-1
0
-2
0
1
9
0
4
:5
9
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
0
B
-6
9
4
4
2
4
0
B
-6
8
0
8
2
4
0
B
-6
6
C
C
2
4
0
B
-6
5
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
0
4
s
_
1
8
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K