Skessuhorn - 07.01.2015, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 1. tbl. 18. árg. 7. janúar 2015 - kr. 750 í lausasölu
HEFUR SAFNAÐ FYRIR
ÖKUTÆKI
FYRIR HVERJU
LANGAR ÞIG AÐ SAFNA?
Allt um sparnað á arionbanki.is/reglulegur_sparnadur
Lúsina burt!
Nefúði!
Naso-ratiopharm
Grænn er
fyrir börnin
Rafræn áskrift
Ný áskriftarleið
Pantaðu núna
Gamlárshlaup Skagamanna var hlaupið eftir hádegi á gamlársdag. Gátu þátttakendur valið að hlaupa tvo eða fimm kílómetra. Óhætt er að segja að bæjarbúar og
gestir þeirra hafi tekið vel í hvatningu um þátttöku því fjölmennt var og gleðin allsráðandi. Meðfylgjandi mynd, og fleiri á bls. 23, tók Guðmundur Bjarki Halldórsson.
Fyrsta barnið sem fæddist á fæð-
ingadeild Heilbrigðisstofnunar
Vesturlands á Akranesi á árinu kom
í heiminn klukkan 18:59 á nýársdag.
Var það stúlka sem vó 3.725 grömm
og var 51 sentímetra löng. Foreldr-
ar hennar eru Hróðný Kristjáns-
dóttir og Aron Páll Hauksson sem
bæði eru frá Vestfjörðum. Aron
Páll er frá Bíldudal en Hróðný er
frá Patreksfirði, þar sem fjölskyldan
býr. Stúlkan er fjórða barn þeirra en
eldri systkini hennar verða sex ára,
fjögurra ára og tveggja ára á árinu.
Þegar blaðamann bar að garði
skömmu eftir hádegi 2. janúar
voru hjónin í góðu yfirlæti á fæð-
ingadeildinni og stúlkan litla að fá
sér mjólkursopa hjá móður sinni.
Bæði barni og móður heilsaðist vel.
Hróðný sagði að sú stutta hefði ekki
látið bíða eftir sér, en settur dag-
ur var 2. janúar. „Við komum suð-
ur á annan í jólum. Við erum svo
heppin að eiga yndislegt vinafólk í
Mosfellsbæ sem við fengum að vera
hjá og eldri börnin eru fyrir vest-
an í pössun hjá systur minni,“ sagði
Hróðný. Hún segir fæðinguna
hafa gengið vel. „Við héldum upp
á áramótin og komum svo hingað
í skoðun á nýársdag. Ljósmóðirin
hreyfði aðeins við hjá mér og upp
úr klukkan hálf þrjú fór ég að finna
eitthvað,“ útskýrði Hróðný. Stúlk-
an fæddist svo rétt rúmum fjórum
tímum síðar. Það var Helga Hösk-
uldsdóttir ljósmóðir á HVE á Akra-
nesi sem tók á móti barninu.
Fyrsti Íslendingurinn
2015 frá Akranesi
Það var nóg að gera fyrstu tvo
daga ársins á fæðingadeildinni
á Akranesi. Auk litlu stúlkunn-
ar sem fæddist á nýársdag, fæddust
þrjú önnur börn daginn eftir, tveir
drengir og ein stúlka. Þá bættist
einn drengur við 4. janúar. Mæð-
urnar eru allar af vesturhluta lands-
ins, ein frá Hvammstanga, önnur
frá Akranesi, ein úr Grundafirði og
ein úr Borgarnesi. Þá má geta þess
að fyrsta barnið sem fæddist á land-
inu þetta árið var einnig ættað af
Vesturlandi. Sú stúlka fæddist á ný-
ársnótt kl. 03.54 á Landspítalanum
og vó rúm þrjú kíló og var 49 sentí-
metrar. Faðir hennar er Sigurmon
Hartmann Sigurðsson tónlistar-
maður frá Akranesi og móðir henn-
ar heitir Gróa Sif Jóelsdóttir.
grþ
Á fæðingadeild Heilbrigðis-
stofnunar Vesturlands á Akra-
nesi fæddust 269 börn á ný-
liðnu ári. Börnin eru heldur
fleiri en árið áður, en þá fædd-
ust 224 börn og fjölgaði fæð-
ingum því um 45 á milli ára.
Síðasti Vestlendingur ársins
2014 kom í heiminn 28. des-
ember og voru foreldrarnir
frá Akranesi. Þrátt fyrir mikla
fjölgun fæðinga á milli áranna
var ekki um metár í fæðingum
á Akranesi að ræða í fyrra. Það
var árið 2010 þegar 358 börn
fæddust á fæðingadeild HVE.
Nú þegar eru fædd nokk-
ur börn á árinu, fyrsta barnið
fæddist á nýársdag og önnur
þrjú 2. janúar og fimmta barn-
ið kom í heiminn 4. janúar síð-
astliðinn.
grþ
Fyrsta barn ársins kom
í heiminn á nýársdag
Litla stúlkan sem fæddist fyrst á
Vesturlandi 2015.
Fjölgun
fæðinga
frá fyrra ári
Landnámssetur Íslands,
Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi
NÝTT Í
LANDNÁMSSETRINU
Örlagasaga
Hallgríms Péturssonar og
Guðríðar Símonardóttur
Steinunn Jóhannesdóttir flytur
Frumsýning 16. janúar kl. 20
Veitingahúsið er opið alla
daga frá kl. 10 – 21
Munið ljúffenga
hádegishlaðborðið okkar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5