Skessuhorn - 07.01.2015, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2015
Nýr forstöðumaður
Markaðsstofunnar
VESTURLAND: Kristján
Guðmundsson er tekinn við
sem forstöðumaður Markaðs-
stofu Vesturlands. Markaðs-
stofan sinnir markaðssetningu
ferðaþjónustunnar í landshlut-
anum. Kristján er menntaður
ferðamálafræðingur og hef-
ur unnið hjá Markaðsstofunni
í tæp tvö ár. Hann tekur við
starfinu af Rósu Björk Hall-
dórsdóttur. Hún hefur gegnt
stöðu forstöðumanns frá árs-
byrjun 2011.
-mþh
Þrettándabrenn-
um frestað
AKRANES: Vegna slæms
veðurs var þrettándabrenn-
um á Vesturlandi frestað í gær.
Á Akranesi var hún færð til
föstudagsins 9. janúar. Brenn-
an fer fram við „þyrlupallinn“
á Jaðarsbökkum og hefst blys-
för við Þorpið að Þjóðbraut 13
kl. 18:00. Álfar, tröll og jóla-
sveinar munu leiða gönguna að
brennunni þar sem jólin verða
kvödd. Í Borgarnesi verður
þrettándagleði í Englendinga-
vík á laugardaginn 10. janúar
klukkan 17:00. Sjá má nánari
upplýsingar um hana í auglýs-
ingu hér í blaðinu. Í Stykkis-
hólmi, Hellissandi og Grund-
arfirði var brennun frestað, en
ekki lá fyrir hvenær þær yrðu
þegar Skessuhorn fór í prent-
un.
–mm
Vanheill maður
kveikti í húsi
STYKKISH: Lögreglumað-
ur á vakt í Stykkishólmi að-
fararnótt sunnudags varð var
við eld í húsi einu í bænum
skömmu eftir að hann kvikn-
aði. Húsið er gamall braggi
þar sem m.a. er starfrækt
vinnustofan Gallerí Braggi.
Í ljós kom að vanheill mað-
ur í bænum hafði kveikt eld í
húsinu og farið inn í það eftir
að eldur tók að loga. Það var
fyrsta verk lögreglumanns-
ins að reyna að ná manninum
út og tókst það eftir að hafa
fengið til aðstoðar aðstand-
anda mannsins. Slökkvilið
Stykkishólms kom á vettvang
skömmu síðar og tók skamma
stund að ráða niðurlögum
eldsins. Að sögn lögreglunn-
ar á Vesturlandi urðu talsverð-
ar skemmdir af eldi og reyk í
bragganum. Bæði lögreglu-
maðurinn og sá sem eldinn
kveikti fengu snert af reykeitr-
un en voru báðir útskrifaðir af
sjúkrastofnunum á sunnudag.
Maðurinn sem kveikti í var
færður á stofnun í Reykjavík
og er vistaður þar.
–þá
Eins og ávallt á þessum árstíma
ber talsvert á menjum frá því þeg-
ar gamla árið var kvatt og því nýja
fagnað. Það eru afgangar af blys-
um, tertum og skoteldum við lóða-
mörk og gangstíga víða. Rétt væri
að hver og einn gangi í það að fjar-
lægja það sem þeim tilheyrir eða
hefur fallið á yfirráðasvæðið.
Áfram verður umhleypingasamt
í veðri á næstunni en sunnanáttir
mest ráðandi. Spáð er suðvestan
strekkingi á fimmtudag og föstu-
dag með hitastigi aðeins undir
frostmarki og éljum sunnan- og
vestantil, bjartara fyrir norðan og
austan og kaldara í innsveitum. Á
laugardag er spáð hægri breyti-
legri átt og stöku éljum en úr-
komulitlu um landið austanvert. Á
mánudag er útlit fyrir að það gangi
í sunnan- og suðaustan hvassvirði
eða storm með rigningu og hlýn-
andi veðri í bili.
Í síðustu viku var spurt á vef
Skessuhorns. „Ertu ánægð/ur með
netsambandið á þínu heimili?“
Meirihluti svarenda virðist nokkuð
ánægður með netsambandið. „Já
frábært tenging“ sögðu 24,71%,
„já viðunandi“ var svar 35,9%, „nei
það er slæmt“ sögðu 18,88% og
„nei það er óviðunandi“ sögðu
16,08%. 4,4% vissu það ekki.
Í þessari viku er spurt:
Ætlar þú að fylgjast með HM í
handbolta?
Þeir sem taka á móti nýju ári með
brosi á vör og bjartsýni fremur en
bölmóði fá sæmdarheitin Vest-
lendingar vikunnar.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar
Aðstaðan bætt um borði í nýja Baldri
Af ýmsum ástæðum tókst ekki að
ljúka öllum verkþáttum um borð í
nýju Breiðafjarðarferjunni Baldri
áður en skipið var tekið í notkun
nú á haustmánuðum. Því þurfti að
forgangsraða og núna í vetur verð-
ur unnið að því að laga og bæta það
eftir var. Unnið verður að þeim
verkþáttum um borð í skipinu fyrri
hluta dagsins þegar skipið verður
ekki í ferðum, en það verður engu
að síður áfram í sínum áætlunar-
ferðum yfir Breiðafjörð í vetur. Pét-
ur Ágústsson framkvæmdastjóri Sæ-
ferða vonast til að af þessu hljótist
sem minnst óhagræði fyrir faraþega
og viðskiptavini en fyrirtækið sendi
frá sér tilkynningu á mánudaginn.
„Við biðjum viðskiptavini okkar
að hafa skilning á óþægindum sem
þessu fylgir en þeir verða svo von-
andi ánægðir með nýju útkomuna í
lok apríl þegar lagfæringum lýkur,“
segir í tilkynningunni.
Pétur sagði í samtali við Skessu-
horn að iðnaðarmenn yrðu að störf-
um um borð í skipinu við bryggju
næstu mánuði og sumt í skipið yrði
forsmíðað á verkstæði, svo sem allir
stigar á milliþilfara bakborðsmegin,
sem verða endurnýjaðir og gerðir
þægilegri fyrir farþega. Endurnýjað
verður gólfefni á báðum farþegasöl-
um undir bílaþilfari, skipt út sætum
í aftari farþegasal, settir upp bekkir
á útiþilfari, yfirfarið og lagfært ým-
islegt útlitslega eins og afgreiðsla,
hurðir og fleira, stýringar verða lag-
færðar á hitakerfi innan dyra og lok-
ið við merkingar og íslenskuð skilti.
Áætlað er að þessar framkvæmdir
muni kosta 15-20 milljónir króna.
„Eins og vitað er fengum við ferj-
una okkar afhenta mun síðar en
áætlað hafði verið, af ástæðum sem
flestum er kunnugt. Þar sem á þeim
tíma var búið að ráðstafa fyrri ferju
varð tíminn til að yfirfara og endur-
bæta skipið mun styttri en við hefð-
um kosið. Við stóðum því frammi
fyrir því að forgangsraða fram-
kvæmd úrbóta eða að öðrum kosti
verða ferjulaus mun lengur en orðið
var. Við tókum því þann kostinn að
láta ganga fyrir það allra nauðsyn-
legasta en nota síðan veturinn til að
ljúka verkinu,“ segir Pétur.
þá
Páll á Húsafelli sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar
Nýi Baldur. Ljósm. mþh.
Eins og venjan er var efnt til há-
tíðlegrar athafnar á Bessastöðum
á nýársdag þar sem Ólafur Ragn-
ar Grímsson, forseti Íslands, veitti
heiðursmerki hinnar íslensku fálka-
orðu. Meðal ellefu Íslendinga sem
veittu fálkaorðunni viðtöku að þessu
sinni var einn Vestlendingur; Páll
Guðmundsson myndlistarmaður á
Húsafelli. Páll fékk riddarakross fyr-
ir framlag til íslenskrar myndlistar.
Aðspurður þegar Skessuhorn óskaði
Páli til hamingju, kvaðst hann vera
stoltur yfir þeim heiðri sem honum
hafi með þessu verið sýndur.
Pétur Geirsson kaupir stærstan hluta
gamla verslunarhúss KB í Borgarnesi
Hinir tíu sem fengu riddarakross
fálkaorðunnar voru: Dýrfinna H.K.
Sigurjónsdóttir ljósmóðir Reykja-
vík fyrir störf á vettvangi heilsugæslu
og ummönnunar, Herdís Storgaard
hjúkrunarfræðingur Reykjavík fyrir
brautryðjandastörf að slysaforvörn-
um barna, Inga Þórsdóttir prófess-
or og forseti Heilbrigðisvísindasviðs
Háskóla Íslands, Seltjarnarnesi, fyr-
ir framlag til vísinda og rannsókna,
Magnús Pétursson ríkissáttasemj-
ari og fyrrverandi ráðuneytisstjóri,
Reykjavík, fyrir störf í opinbera þágu,
Páll Einarsson prófessor í jarðeðlis-
fræði, Reykjavík, fyrir rannsóknir og
fræðslu á sviði íslenskra jarðvísinda,
Sigrún Huld Hrafnsdóttir ólympíu-
methafi fatlaðra og myndlistarmað-
ur, Reykjavík, fyrir afrek og fram-
göngu á vettvangi íþrótta fatlaðra,
Sigurður Halldórsson héraðslækn-
ir, Kópaskeri, fyrir læknisþjónustu
á landsbyggðinni, Sigurður Hansen
bóndi, Kringlumýri í Skagafirði, fyr-
ir framlag til kynningar á sögu og
arfleifð Sturlungaaldar, Silja Aðal-
steinsdóttir bókmenntafræðingur,
Reykjavík, fyrir framlag til íslenskrar
menningar og bókmennta og Þor-
valdur Jóhannsson fyrrverandi bæj-
arstjóri og skólastjóri, Seyðisfirði,
fyrir framlag til mennta og framfara
í heimabyggð. þá
Pétur Geirsson veitingamaður á
Hótel Borgarnesi hefur fest kaup
á tveimur efri hæðum og helmingi
neðstu hæðar í gamla verslunarhús-
næði Kaupfélags Borgfirðinga (KB)
við Egilsgötu í Borgarnesi. Heima-
tökin er Pétri hæg því Hótel Borgar-
nes stendur andspænis húsinu hand-
an götunnar. Húsnæðinu var breytt
í íbúðir eftir að KB flutti starfsemi
sína frá Egilsgötu árið 2000. Rekstr-
arfélag sem átti húsið varð síðan
gjaldþrota og tók Íbúðarlánasjóður
eignina yfir og á tímapunkti var bú-
setu hætt í húsinu. Það hefur síðan
staðið autt og í niðurníðslu nánast
allan þennan áratug. Nú verður gerð
bragarbót á þessu. „Þetta eru 21 íbúð
frá 60 til 115 fermetrar. Nú á að gera
þær allar meira og minna upp. Íbúð-
irnar verða vonandi tilbúnar nú í
vor,“ segir Pétur Geirsson í samtali
við Skessuhorn. Hann hefur þegar
hafist handa við að standsetja íbúð-
irnar og ráðið hóp iðnaðarmanna til
þeirra verka. Ljóst er að endurbæt-
ur á húsnæðinu verða miklar. „Þessu
húsnæði var breytt í leiguíbúðir eftir
að Kaupfélag Borgfirðinga fór héð-
an. Umgengnin var misjöfn og það
er mjög margt sem þarf að laga,“
sagði Pétur. mþh
Pétur Geirsson veitingamaður í Hótel Borgarnesi. Í baksýn er gamla verslunarhús
Kaupfélags Borgfirðinga sem hann hefur nú keypt að undanskildum helmingi
neðstu hæðarinnar.
Vestlendingar stórtækir í snjómokstri
Starfsmenn Borgarverks hafa haft
mikið að gera við snjómokstur síðasta
mánuðinn.
Vart verður annað sagt en gósent-
íð hafi verið hjá verktökum sem sjá
um snjómokstur frá því í byrjun des-
embermánaðar, í umhleypinga- og
snjóatíð. Tvö vestlensk fyrirtæki
sjá um megnið af snjómokstrinum
á suðvesturhorninu, það er Borgar-
verk í Borgarnesi og Kolur í Búðar-
dal. Borgarverk hefur verið með sjö
bíla í mokstrinum að undanförnu.
Fyrirtækið sér um mokstur á flest-
um leiðum á Vesturlandi, Bröttu-
brekku í Dölum og frá Vegamótum
á Snæfellsnesi suður um að hring-
torgi við Grafarvog í Reykjavík og
einnig á Þingvallaleið. Borgarverk
er einnig með vetrarþjónustu á veg-
inum um Hvalfjörð og á sveitaveg-
um í Borgarfirði. Kolur í Búðardal
er nú annan veturinn með mokst-
ur og vetrarþjónustu á Reykjanes-
braut frá Hafnarfirði til Keflavík-
ur. „Við erum með þrjá bíla og sex
menn að störfum á þeirri leið og hér
í Búðardal eru þrír menn hjá okkur
sem vinna að mokstri á plönum við
stofnanir og fyrirtæki,“ segir Gunn-
björn Óli Jóhannsson framkvæmda-
stjóri Kols. Hann segir að erilssamt
hafi verið í snjómokstrinum að und-
anförnu.
Óskar Sigvaldsson framkvæmda-
stjóri Borgarverks segir að mikið hafi
verið að gera að undanförnu í snjó-
mokstrinum og ekki mikið jólafrí
að þessu sinni. Tíu starfsmenn séu
jafnan við sjómoksturinn á sjö bíl-
um, fjórir bílar staðsettir í Borgar-
nesi, tveir í Mosfellsbæ og einn á
Akranesi. „Þetta er í raun draumatíð
hjá okkur á þessum tíma þegar lítið
er um önnur verkefni,“ sagði Óskar
í samtali við Skessuhorn. Varðandi
tíðarfarið í desember kemur fram á
vef Vegagerðarinnar að mánuðurinn
hafi verið kaldur suðvestanlands og
hiti undir meðallagi síðustu tíu ára
um allt land. Snjór hafi verið meiri
en að jafnaði í desember suðvestan-
lands, nokkuð umhleypinga- og ill-
viðrasamt í veðri í mánuðinum og
úrkoma víðast yfir meðallagi.
þá
Á Bessastöðum á nýársdag. F.v. Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff for-
setafrú, Dýrfinna H.K. Sigurjónsdóttir, Inga Þórsdóttir, Sigrún Huld Hrafnsdóttir,
Páll Guðmundsson, Silja Aðalsteinsdóttir, Herdís Storgaard, Sigurður Halldórsson,
Sigurður Hansen, Þorvaldur Jóhannsson, Páll Einarsson og Magnús Pétursson.