Skessuhorn - 07.01.2015, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2015
Fiskvinnsla hófst að nýju í fiskiðju-
verum HB Granda í Reykjavík og
á Akranesi 2. janúar en hlé var gert
á vinnslunni fyrir jól. Á Vopnafirði
hefur vinnsla legið niðri frá því að
veiðum á íslensku sumargotssíld-
inni lauk í lok október en vonast er
til þess að þar hefjist vinnsla á loðnu
fljótlega á nýju ári, segir í frétt frá
fyrirtækinu. Að sögn Torfa Þor-
steinssonar, deildarstjóra botnfisks-
sviðs HB Granda, fóru ísfisktogar-
arnir Ásbjörn RE, Sturlaugur H.
Böðvarsson AK og Helga María AK
á sjó eftir jólin og sáu þeir vinnslun-
um á Norðurgarði í Reykjavík og á
Akranesi fyrir hráefni þegar starf-
semi hófst þar að nýju eftir hátíð-
irnar. Fyrirtækið hefur frestað því
að hefja kolmunnaveiðar og því er
næst á dagskrá hjá uppsjávarveiði-
skipunum á nýju ári að hefja loðnu-
veiðar.
mm
Þann 18. desember síðastlið-
inn samþykkti danska Þjóðþingið
breytingu á lögum um ríkisborgara-
rétt. Þær breytingar gefa kost á tvö-
földu ríkisfangi. Lögin taka gildi 1.
september næstkomandi en þangað
til gilda núverandi lög. Samkvæmt
gildandi lögum tapar danskur ríkis-
borgari, sem öðlast ríkisborgararétt
í öðru landi, ríkisfangi sínu í Dan-
mörku. Þetta er aðalástæðan fyrir
því að Ulla R Pedersen landslags-
arkitekt búsett
á Hvanneyri í
Borgarfirði hef-
ur enn ekki sótt
um íslenskan
ríkisborgara-
rétt þrátt fyrir
að hafa búið í
23 ár á Íslandi.
Fyrir Dani á Ís-
landi snýst mál-
ið þó um rétt til
að kjósa til Al-
þingis og að
kjósa forseta.
„Það var til-
finningamál fyr-
ir mig að halda í danska ríkisborg-
araréttinn frekar en það væri að
efnahagslegum eða öðrum ástæð-
um. Á móti hef ég til dæmis fórnað
kosningaréttinum á Íslandi,“ segir
Ulla, sem þó fær samkvæmt lögum
að kjósa til sveitarstjórnar eins og
aðrir Danir á Íslandi. „Eftir hrunið
fannst mér svekkjandi að geta ekki
tekið þátt í atkvæðagreiðslunni um
breytingar á stjórnarskránni, kosið
nýtt fólk á Alþingi og forseta,“ seg-
ir Ulla. Það er skemmtileg tilviljun
að núna á þessu ári þegar hundrað
ár eru liðin frá því íslenskar konur
fengu kosningarétt, að þá mun Ulla
sækja um íslenskt ríkisfang og þar
með öðlast fullan kosningarétt.
Ulla hefur verið í allstórum hópi
brottfluttra Dana sem beitt hefur
sér fyrir því að danska þingið breyti
lögunum þannig að fólk sem flytji
burtu frá Danmörku hafi mögu-
leika á tvöföldu ríkisfangi. „Það
tók mikinn tíma og orku að sann-
færa þingið um að þetta hefði ekki
skuldbindingar og kostnað í för
með sér fyrir danska ríkið,“ segir
Ulla. Hún telur mikilvægt að þeir
fjölmörgu Danir sem búa á Íslandi
viti af þessari lagabreytingu, eink-
um þeir sem sótt hafa um íslensk-
an ríkisborgararétt og hafa þar með
glatað þeim danska. Þeir geta frá og
með 15. september nk. til 31. ágúst
2020 sótt um að fá danskan ríkis-
borgararétt að nýju og öðlast þar
með tvöfalt ríkisfang. Samkvæmt
Hagstofu Íslands búa 915 danskir
ríkisborgarar á Íslandi, þar af 38 á
Vesturlandi. Á árunum 1991-2013
hafa 295 danskir ríkisborgarar öðl-
ast íslenskan ríkisborgararétt og þar
með glatað þeim danska. Þeir eru
vitaskuld töluvert fleiri sem hafa
orðið íslenskir ríkisborgarar allt frá
því að Ísland öðlaðist sjálfstæði.
Að lokum má geta þess að í Dan-
mörku verður tvöfaldur ríkisborg-
araréttur leyfður í 24 af 28 EU-
löndum, eða í 40 af 46 evrópsku
löndum. Meiri en 90% íbúa Evr-
ópu hafa rétt á tvöföldum ríkis-
borgarétti. Í Svíþjóð varð hann
leyfður 2002, á Íslandi og Finnlandi
2003, í Belgíu og Þýskalandi 2007,
í Luxemburg 2008, Lettlandi 2013
og Tékklandi 2014. þá
Vegfarendur eru tvöfalt öruggari
að aka um Hvalfjarðargöng nú en
áður en ráðist var í umfangsmiklar
framkvæmdir árið 2007 til að upp-
fylla nýjar reglur um öryggismál í
veggöngum. Þetta er niðurstaða
úttektar verkfræði- og ráðgjafafyr-
irtækisins Mannvits fyrir Spöl, sem
á og rekur Hvalfjarðargöng. Jafn-
framt kemur þar fram í úttektinni
að tölfræðilega sé nú fimmtán sinn-
um öruggara að aka um göngin í
samanburði við að aka veginn fyr-
ir Hvalfjörð.
Í tilkynningu frá Speli segir að
Guðni I Pálsson verkfræðingur hjá
Mannviti hafi metið slysatíðnina í
Hvalfjarðargöngum fyrir og eftir
endurbætur og þar stuðst við tölur
um skráð slys, með og án meiðsla,
í gagnasafni Vegagerðarinnar.
Guðni hefur áður fjallað um áhættu
í göngunum og meistaraprófsverk-
efnið hans í verkfræði í háskóla í
Svíþjóð fjallaði einmitt um áhættu-
greiningu fyrir Hvalfjarðargöng.
„Slysum og óhöppum hefur fækk-
að verulega í göngunum og því ber
auðvitað að halda til haga að mjög
fá alvarleg slys og ekkert banaslys
hafa orðið frá því þau voru opnuð.
Það eru ekki forsendur til að nefna
einhverja tiltekna þætti aðgerða
á árunum 2008-2013 til skýring-
ar á því að dregið hefur úr slysum
og óhöppum, heldur eru áhrif að-
gerðanna metin í heild. Ég get samt
nefnt að aukin lýsing hefur ábyggi-
lega sitt að segja og sömuleiðis riffl-
urnar í malbikinu,“ segir Guðni.
„Ég hef ekki upplýsingar um eðli
óhappanna og dreg því ekki víð-
tækari ályktanir en af tölfræðinni
sem slíkri. Forvitnilegt væri samt
að rýna til dæmis betur í óhöpp sem
áttu sér stað 2005-2007, í aðdrag-
anda efnahagshrunsins. Þau voru
mun fleiri en á árunum eftir hrun.
Umferðin dróst að vísu saman en
vísbendingar eru líka um að menn
hafi farið sér hægar. Eðli máls sam-
kvæmt fækkar óhöppum þegar öku-
menn draga úr hraða,“ segir Guðni
I Pálsson. þá
Fyrri part dags á mánudaginn
í síðustu viku slitnaði ljósleið-
ari Mílu á sunnanverðu Snæfells-
nesi. Þetta gerðist úti í miðri Kaldá
í Kolbeinsstaðahreppi. Talið er að
vatnavextir í hlákunni í byrjun vik-
unnar hafi valdið því að ljósleiðar-
inn fór í sundur. Nokkurn tíma tók
að gera við bilunina þar sem erfitt
var að komast á staðinn með vélar
til að vinna verkið úti í miðri ánni.
Því dróst út daginn að ljósleiðar-
inn kæmist í lag og reyndar fram á
næsta morgun.
Með þessari bilun urðu íbú-
ar á Snæfellsnesi og reyndar víð-
ar á landinu áþreifanlega varir við
hvað samfélagið er víða orðið háð
ljósleiðurum. Ekkert símasam-
band náðist til að mynda við Snæ-
fellsnes nema þá í gegnum farsíma.
Dagbjört Höskuldsdóttir í Stykk-
ishólmi lýsir þessu í samtali við
Skessuhorn. „Frá hádegi var ekk-
ert netsamband við umheiminn og
þar af leiðandi sást ekki sjónvarp
þar sem flestir taka það í gegnum
netið. Útvarpið datt líka út, það er
að segja sendingar á FM. Ég dró þá
fram hamfara útvarpið mitt sem ég
kalla sem er lítið útvarpstæki sem
ég á og er með langbylgju. Ég gat
hlustað á Ríkisútvarpið í gegnum
hana frá sendinum á Gufuskálum.
FM kom svo aftur inn eftir nokkra
tíma. Til að byrja með var heldur
ekki hægt að borga með kortum
í búðunum því posarnir virkuðu
ekki. Þeir komu svo inn í Bónus.
Ég heyrði aðeins í yngra fólki í gær.
Ég veit um einn 13 ára sem fór bara
og lagði sig þegar hann sá að netið
var úti og ekkert sjónvarp eða neitt.
Ég hafði á orði að nú gæti hann lit-
ið í bók og fékk „humm“ sem svar.
Á einu heimili var bara sest við spil
þegar þessi staða var uppi,“ segir
Dagbjört.
Í heildina segir Dagbjört að þetta
hafi verið skrítinn dagur. „En merki-
legt var að ekki leiddist manni neitt
að ráði. Það var kannski smá pirr-
ingur þegar fletta þurfti upp upplýs-
ingum. Þá var bara að hugsa út fyrir
rammann og finna gamla bók sem
leyndist uppi í hillu leyndist og ber
nafnið „Símaskrá“. Svo var hægt að
finna í matreiðslubók uppskrift sem
ég hefði ella leitað eftir á netinu.
Jú, jú, þetta blessaðist en maður var
minntur á að mikið er maður háð-
ur blessuðu netinu sem við fáum til
okkar í dag gegnum eina línu sem
er þessi ljósleiðari. Þetta leiðir hug-
ann að því hversu auðvelt sé fyrir þá
sem vilja stöðva samfélög að skera á
svona kapla,“ segir Dagbjört Hösk-
uldsdóttir í Stykkishólmi. mþh
Sturlaugur H. Böðvarsson AK í höfn á Akranesi.
Bolfiskvinnsla hófst á
annan í nýári
Ulla R Pedersen.
Danskir ríkisborgarar
á Íslandi geta brátt
orðið Íslendingar
Meðal þeirra endurbóta sem ráðist var í má nefna bætta lýsingu, sívöktun með
öryggismyndavélum og fleira.
Hvalfjarðargöng tvöfalt
öruggari eftir endurbætur
Slitinn ljósleiðari í miðri Kaldá minnti
á hvað fólk er háð nútíma tækni
Dagný Höskuldsdóttir í Stykkishólmi.
Stykkishólmur sem og aðrar byggðir Snæfellsnes datt svo gott sem úr sambandi við umheiminn þegar ljósleiðarinn vestur á
Nes slitnaði í miðri Kaldá.