Skessuhorn


Skessuhorn - 07.01.2015, Síða 11

Skessuhorn - 07.01.2015, Síða 11
11MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2015 Hefur þú áhuga á að vinna við skrifstofustörf eða viltu efla þig í starfi? Skrifstofuskólinn – Dreifnám – Vorönn 2015 Símenntunarmiðstöð Vesturlands ætlar að fara af stað með Skrifstofuskólann núna í janúar 2015. Fyrsta lota er áætluð í Borgarnesi 23.- 24. janúar nk. Skrifstofuskólinn er 160 klukkustunda nám ætlaður fólki 20 ára og eldra sem hefur stutta eða jafnvel enga formlega skólagöngu að baki, vinnur almenn skrifstofustörf eða hefur hug á því. Markmið með náminu er m.a. að efla sjálfstraust og hæfni námsmanna til að takast á við almenn skrifstofustörf, auka þjónustu- og tölvufærni ásamt færni í ensku og almennu jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms. Meta má námið til að allt að 18 eininga í framhaldsskóla. Kennslufyrirkomulag: Námið fer fram í dreifnámi sem þýðir að námið er blanda af staðlotum og fjarnámi. Nemendur fá námsefnið í gegnum kennslukerfið Moodle og svo hitta þeir kennara og samnemendur í staðlotum í Borgarnesi. Námið er verkefnamiðað þannig að nemendur geta að hluta til stýrt sjálfir hvenær þeir leggja stund á námið og því hentar það vel með vinnu. Með því að bjóða upp á þessa kennsluaðferð er verið að miða kennslu að þörfum fullorðinna nemenda. Námsgreinar eru t.d verslunarreikningur, bókhald, tölvu- og upplýsingaleikni, tölvubókhald og enska. Verð: 46.000. Hægt er að sækja um styrk til fræðslusjóða stéttarfélaga. Nánari upplýsingar og skráning hjá: Helgu Lind Hjartardóttur náms- og starfsráðgjafa og verkefnastjóra og á facebook síðu Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands. Sími; 895 1662, netfang; helgalind@simenntun.is www.simenntun.is SK ES SU H O R N 2 01 5 Viðurkenningar fyrir dugnað og óeigingjarnt starf Stjórn Menningarsjóðsins Feg- urri byggðir fundaði 19. desember sl. í Landsbankanum í Snæfellsbæ. Meðal fundarefna var að samþykkja að veita viðurkenningar fyrir dugn- að og óeigingjörn störf í þágu sam- félagsins. Samþykkt var að veita tvö viðurkenningarskjöl. Féllu þau í hlut Kára Viðarssonar fyrir áhuga hans og dugnað við að koma upp leikhúsi, semja leikverk og sýna í Frystiklefanum í Rifi. Einnig fékk Þór Magnússon viðurkenningu fyr- ir þátttöku hans við uppbyggingu og síðar leiðsögn að Vatnshellin- um sunnan Purkhóla undir Jökli. Minningarkort sjóðsins Fegurri byggðir eru til afgreiðslu í Lands- bankanum í Ólafsvík. Viðurkenningarskjölin voru af- hent þeim Þór og Kára í fundastofu Landsbankans 30. desember. Við- urkenningarhafar og stjórn sjóðsins eru á myndinni. Frá vinstri: Skúli, Lydía, Sirrý, Þórhalla, Þór og Kári. mm Líkan af Rán AK til Byggða- safnsins í Görðum Síðastliðinn laugardag var fjöl- skylda Helga heitins Ibsen útgerð- armanns á Akranesi samankom- in í Byggðasafninu í Görðum til að gefa til safnsins til minningar um hann líkan af Rán AK 304 sem Helgi gerði út um árabil ásamt Vil- hjálmi Guðjónssyni. Það var Þor- björg Laufey Þorbjörnsdóttir, ekkja Helga Ibsen, sem afhenti líkan- ið formlega og Jón Allansson for- stöðumaður Byggðasafnsins veitti því viðtöku. Þorbjörg Laufey af- henti einnig við þetta tækifæri safn- inu saumavél af gerðinni Elna sem hefur verið í hennar eigu í 60 ár. Fyrstu áratugina var hún notuð til að sauma ýmsar flíkur á fjölskyld- una og til heimilisins. Helgi Ibsen fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 8. september 1928 en hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 28. ágúst 2004. Árið 1965 stofn- uðu Helgi og Vilhjálmur Guðjóns- son útgerðarfyrirtækið Hafbjörgu hf á Akranesi. Eitt fyrsta verk þeirra félaga var að fara vestur til Hnífs- dals og festa kaup á skipi sem hét Rán ÍS 51. Báturinn var smíðaður í skipasmíðastöð Marselíusar á Ísa- firði 1958. Helgi og Vilhjálmur ráku útgerð og fiskvinnslu með myndar- brag. Þeir áttu Rán AK 304 í tíu ár og reyndist hún þeim vel. Árið 1975 seldu þeir Ármanni Stefánssyni bát- inn, en síðar var hann seldur til Út- gerðarmiðstöðvarinnar í Keflavík 1986 og til Helga Grétars Helga- sonar 1988. Það haust var Ránin sett í úreldingu fyrir Fanney SH. Það er sérstakt við Rán að báturinn hélt ætíð því nafni þrátt fyrir eigenda- skipti og var alla tíð mikið happa- fley. Skipslíkanið af Rán var smíð- að af Grími Karlssyni módelsmiði í Reykjanesbæ en það var smíðað í tilefni af 70 ára afmælis Helga Ib- sen 1998. Frá 1979 var Helgi Ib- sen framkvæmdastjóri Skallagríms hf., sem rak Akraborg, þar til rekstri skipsins var hætt árið 1998 með til- komu Hvalfjarðarganga. Þá stóð Helgi á sjötugu. þá Við skipslíkanið af Rán. Jón Allansson forstöðumaður Byggðasafnsins og fjöl- skylda Helga Ibsen: Kristján Helgason, Þorbjörg Laufey Þorbjörnsdóttir, Helgi Helgason, Anna Helgadóttir, Lúðvík Helgason og Þorbjörg Helgadóttir. Einn sonurinn, Björgvin, er búsettur erlendis og var því ekki viðstaddur athöfnina. Þorbjörg Laufey Þorbjörnsdóttir við 60 ára gömlu Elna saumavélina sem hún afhenti Byggðasafninu í Görðum til varðveislu. ? Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, boðar til opins fundar um frumvarp til laga um náttúrupassa. Þriðjudaginn 13. janúar kl. 16:30 í Landnámssetrinu, Borgarnesi. Á fundinum mun ráðherra kynna frumvarpið og svara fyrirspurnum. Fundarstjóri verður Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst. Allir áhugasamir hvattir til að mæta. BORGARNES þriðjudaginn 13. janúar kl. 16:30

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.